Síða 1 af 1

Terracan. Já eða nei?

Posted: 25.júl 2016, 00:17
frá Lada
Sælir/ar

Ég er að leita mér að þokkalegum jeppa til sumarferða og er núna að velta fyrir mér Terracan 2,9 diesel. Nú þekki ég bara einn sem hefur átt svona bíl og hann var mjög hrifinn. Það fara engar sögur af þessum bílum (eins og af vélum í Patrol og Navara eða af grindum í Land Cruiser o.s.frv.). Hver er reynsla manna af þessum bílum og hvað þarf ég að hafa sérstaklega í huga þegar ég skoða þá?

Kv.
Ásgeir

Re: Terracan. Já eða nei?

Posted: 25.júl 2016, 00:18
frá Lada
.

Re: Terracan. Já eða nei?

Posted: 25.júl 2016, 12:02
frá Óttar
Ég þekki tvo (pabbi og systir mín) 2002 bíll keyptur nýr ekinn 200þús núna og aldrei neitt vesen. Nema þegar skipt er um bremsuklossa aftan þá eru stimplar stífir þegar þeim er þrýst til baka en það þekkist víðar. Hinn 2004 með nýrri motornum ekinn 170-180þús keyptur notaður. Sama með bremsurnar og þau hafa þurft ad skipta um glóðarkerti og spíssa með tilheyrandi kosnaði.Í báðum bílum eitthvað ryð í hlíf/festingu fyrir bensíntank En þetta eru áreiðanlegir bílar sem eyða hóflega sem alveg hægt er að mæla með.

Re: Terracan. Já eða nei?

Posted: 25.júl 2016, 12:36
frá Járni
Þekki þá ágætlega og þetta eru ágætis bílar. Það eru nokkur "þekkt" atriði svo sem spíssar og atriði tengd þeim. Ryð getur alveg myndast eins og í öðrum bílum.

Gott afl í common rail vélinni og þægilegir.

Svo ef stærð og annað hentar þér, þá já.

Re: Terracan. Já eða nei?

Posted: 25.júl 2016, 18:02
frá elfar94
Pabbi á terracan sem hann keypti nýjan 2006, óbreyttur 2.9 crdi beinskiptur. Ég hef notað þennan bíl heilmikið og gamli hefur oft þurft að hafa mig í spotta og kippt mér upp úr ýmsum holum. Það eina sem ég hef útá þessa bíla að setja er að millikassin er rafdrifinn, vill koma fyrir að hann sé tregur í og úr lága drifinu, sérstaklega ef að það er ekki hreyft í langan tíma og svo eru automatic lokur á honum, mér persónulega finnst það óþægilegt, en það er ekkert rosa issue. Bíllin hefur verið að eyða í kringum 12 innanbæjar og 10 utanbæjar, 12 á langkeyrslu með stórt fellihýsi í eftirdragi. Ég myndi alveg hiklaust mæla með honum.

Re: Terracan. Já eða nei?

Posted: 29.júl 2016, 19:08
frá Brjotur
Ég er með einn 2003 á 38 tommu og ég er ánægður með hann , bíð spenntur eftir vetrinum verð á 40 tommu í vetur , skemmtilegasti mótorijnn af þessum 3.0 og undir, Patrol toyota , Trooper. togar endalaust og eyðir litlu

Re: Terracan. Já eða nei?

Posted: 31.júl 2016, 12:47
frá Lada
Takk fyrir svörin.
Miðað við það sem sagt er hér þá virðast Terracan með 2,9 Common Rail vera einhverjir bestu jepparnir í sínum flokki, fyrir utan spíssa og svo fremi sem maður fiktar í millikassanum af og til
Hversu algengt er þetta spíssavandamál og hvernig er hægt að fyrirbyggja það?

Kv.
Ásgeir

Re: Terracan. Já eða nei?

Posted: 31.júl 2016, 17:14
frá Járni
Veit enga prósentu á því hversu algengt það er að spíssar klikki en þeir eru fleiri en einn og fleiri en tveir.

Það sem þú gætir gert, og gæti mögulega haft áhrif, er að skoða vel rörin og pickupið ofan á eldsneytistanknum. Þetta er aðgengilegt undir aftursæti vinstra megin. Það er algeng bilun að þetta ryðgar og veldur bilunum. Mér finnst ágætis líkur á því að haugryðgaðar lagnir geti valdið bilunun annarsstaðar í kerfinu.

Re: Terracan. Já eða nei?

Posted: 01.aug 2016, 14:58
frá Izan
Sæll.

Það eru nokkrir svona í kringum mig og eigendur þeirra flestir eða allir bara mjög sáttir. Bilaður spíss í einum kostaði svolítið og eins og á öllum common rail bílum þarf að bregðast hratt við ef gangurinn í vélinni breytist.

Það sem ég hef keyrt af þessu þá finnst mér fjöðrunarkerfið ekki gott, slær saman að aftan en það ætti að vera auðleyst.

Eitt þekkt vandamál er eitthvað sem tengist millikassastönginni ef hún er en það er eitthvað sem dettur úr sambandi og er smá bras að tengja aftur. Þá er best að eiga bíl sem er upphækkaður á bodýi til að komast að þessu. Ég man bara ekki hvað þetta var nákvæmlega en vinnufélagi minn lenti í þessu og aðrir könnuðust við það.

Kv JGH