Síða 1 af 1

Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 24.júl 2016, 22:48
frá Gullstöngin
Ég á Disco 2 og nú þarf ég að endurnýja hjólbarða. Það er tvennt sem mig langar að leyta ráða með hjá reynsluyboltum:

1. Undir honum eru 265/70R16 og ég hef verið að skoða dóma á netinu um heilsársdekk í þessari stærð og þrjár gerðir standa uppúr:
- Cooper Discoverer M S2
- Hankook DynaPro ATM RF10
- Toyo Open country All Terrain
Ég ek að mestu leyti á malbiki, vil ekki nota nagla en geta farið til rjúpnaveiða og um algenga hálendisvegi meðan þeir eru opnir.

Með hverju mælið þið?

2. Get ég sett stærri dekk undir hann á þess að það kosti mikla vinnu? Hve stór og hvaða gerð hefur reynst best sbr. ofanritað?

Kveðjur,
Haldor

Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 25.júl 2016, 22:58
frá Járni
Ég á toyo open country at, 35". Mjög góð dekk, mæli með þeim. Gef mér að minni séu jafn góð. Hljóðlát og gripmikil.

Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 26.júl 2016, 09:22
frá Gullstöngin
Takk fyrir að bregðast við. Ég hef líka góða reynslu af Toyo svo það vegur þungt í valinu.

Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 26.júl 2016, 18:22
frá biturk
Mér fynnst toyo leiðinlega stífur

Og á veturna þarf að hafa open country vel nelgdann

Var með þnnig 33" dekk og dauðsá eftir að hafa microskorið þau

Hefði átt að negla þau bara almennilega

Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 26.júl 2016, 18:40
frá Gullstöngin
Jæja það eru ekki allir sammála. Svo var ég að bæta einum möguleika við sem er Nokian Rotiiva AT - hefur einver reynslu af þeim?

Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 26.júl 2016, 21:47
frá kaos
Ég er með Toyo 33x13,5" (óvenju breið) undir Suzuki Grand Vitara. Fékk bílinn á þeim (þá nánast nýjum) fyrir 3 vetrum síðan, og hefur líkað þau stórvel. Jú, það þarf að hleypa nánast alveg úr þeim (2-4 pund) til að þau fletjist eitthvað að ráði, en þá líka flýtur hann fjandann ráðalausan. Yfirleitt mjög ljúf og þægileg í akstri, jafnt á vestfirskum malarvegum og malbiki. Það má vara sig á þeim í krapa, en það skrifast á dekkjabreiddina, ekki framleiðandann. Það er komið að endurnýjun á þeim vegna slits, og þó þau séu e.t.v. í dýrari kantinum koma þau mjög sterklega til greina aftur.

--
Kveðja, Kári.

Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 27.júl 2016, 09:19
frá Gullstöngin
Gott að fá mörg sjónarhorn, takk.

Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 28.júl 2016, 10:12
frá smaris
Mér finnst Toyo dekkin leiðinlega hörð. Er búinn að keyra svoleiðis 2 vetur og er ekki viss um að ég nenni því einn veturinn enn. Finnst þau góð að öðru leiti. Var áður á BF Goodrich At sem mér fannst frábær að öllu leiti nema þegar slabb var á vegum, þá flaut bíllinn upp og varð hálf stjórnlaus.
Er samt að spá í að fara í Goodrichinn aftur því mér finnst bíllinn vera eins og á loftpúðum á þeim miðað við Toyoinn.
Hef líka keyrt talsvert á Cooper M+S og M+S2 og líkað ágætlega en þar sem þau fást ekki 33x12.5x15 eru þau út úr myndinni fyrir mig.

Kv. Smári.

Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 28.júl 2016, 10:28
frá Gullstöngin
Takk fyrir allar skoðanir, það er gott að heyra í mönnum.
Dekkjamálið leystis í gær þegar ég kom við í Barðanum en þar lágu lítið notuð Toyo Tranpath dekk sem ég fékk á tombóluprís svo ég stóðst ekki mátið. Þau eru að vísu gjörólík þeim dekkjum sem ég var að skoða en ég hef reynslu af þeim sem afbragðs vetrardekkjum undir minni bíl - fyrir þetta verð er ég tilbúinn að gera tilraun með þau undir Gullstönginni ;-)

Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2

Posted: 07.nóv 2016, 08:51
frá AlexanderJ
Hvernig hafa Mastercraft MSR eða Mastercraft CT verið að koma út? Einhverjir prufað þau?

Kv. AJ