Góðan daginn. Var að skipta um bremsuklossa að framan í heimilisbílnum, 2005 Ford Escape. Núna fer pedallinn nánast alveg niður í gólf. Þ.e. þegar bíllinn er í gangi. Ef dautt er á bílnum kemur pedallinn upp, virkar eðlilega. Það er nægur vökvi og ekki loft á kerfinu. Enginn leki. Eina sem gert var var að ýta dælunum til baka svo að pláss væri fyrir nýju klossana. Dælurnar og færsluboltar eru mjúkt og liðugt.
Hvað getur gerst við að pressa dælurnar saman?? Einhver sem hefur einhverja hugmynd.
Bremsuves.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Bremsuves.
Þú ert væntanlega búinn að pumpa nóg, svo að stimplarnir eru komnir á sinn stað. Það tekur yfirleitt ekki nema örfá ástig.
Eru diskarnir lélegir? Ef þeir geta hreyfst eða aflagast þegar pressan kemur á þá, getur það líst sér svona.
Prófaðu að lofttæma til öryggis.
Í versta falli, ef þú hefur bremsað alla leið í botn, getur það orsakað skemmd á höfuðdælu. Það á helst aldrei að setja bremsupetalann í gólfið.
Eru diskarnir lélegir? Ef þeir geta hreyfst eða aflagast þegar pressan kemur á þá, getur það líst sér svona.
Prófaðu að lofttæma til öryggis.
Í versta falli, ef þú hefur bremsað alla leið í botn, getur það orsakað skemmd á höfuðdælu. Það á helst aldrei að setja bremsupetalann í gólfið.
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 130
- Skráður: 02.feb 2010, 14:24
- Fullt nafn: Jóhann Stefánsson
- Bíltegund: Gr Cherokee 38
Re: Bremsuves.
Málið leyst. Ég hafði ekki sett spennudót sem styður við klossa og dælur á alveg réttan hátt saman. Áttaði mig á þvi þegar ég reif dekkin undan og skoðaði þetta betur. Ég var semsagt að setja nýja diska og klossa undir að framan. Núna virkar allt fullkomlega.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur