Síða 1 af 1

V8

Posted: 21.júl 2016, 20:55
frá joias
Jæja spekingar :)
Hvaða V8 mótor með innspýtingu er samt sem áður frekar einfaldur og ekki mikið tölvuvesen?
Árgerð skiptir ekki máli.

Re: V8

Posted: 21.júl 2016, 21:40
frá jongud
Það er alltaf eitthvað tölvuvesen með beinni innspýtingu, en einfaldasta kerfið er líklega chevrolet TBI (Throttle Body Injection) og þá eru 2 eað 4 spíssar á spjaldi sem kemur bara eins og blöndungur ofan á millihedd.

Re: V8

Posted: 21.júl 2016, 22:26
frá olei
TBI chevrolet rafkerfið er mjög svipað og rafkerfið sem fylgir fjölspíssavélum frá sama árabili og þær eru mun skemmtilegri. Þetta er bara gamalt og úrelt dót sem er ekki þess virði að mixa í jeppa með allri þeirri fyrirhöfn sem því fylgir -- þegar það eru til miklu skemmtilegri og öflugri yngri vélar frá GM sem hægt er að fá fyrir mjög hóflegt fé í USA. Og það er lítill munur á hausverk að mixa þær í eða þessar eldri.

Fyrir "ódýra" V8 í græðslu mundi ég byrja að skoða 5,3 chevrolet. Þær eru svakalega vinsælar í allskonar mix úti. Hér er t.d risavaxinn þráður um 5.3 mix í Jeep sem nær frá árinu 2008 til dagsins í dag. http://www.pirate4x4.com/forum/jeep-har ... jeeps.html

Re: V8

Posted: 22.júl 2016, 00:17
frá biturk
Það er ekkert mál að splæsa nútíma innspýtingarvel í bíl ef allt klabbið fylgir með mótornum og best er að sem mest sé rafstýrt í bílnum þetta verður bras til dæmis ef snúnings eða km mælir eru barkatengdir

Re: V8

Posted: 22.júl 2016, 12:25
frá firebird400
LS mótorarnir eru seldir með öllu rafkerfinu og jafnvel sjálfskiptingu. Hef séð þá með alternator og öllu sem maður gæti hugsanlega hengt utan á þær.
Þá þarf bara að fá sér nýja bensíngjöf og fara út að brumma.
4.8 LR4 mótorinn er fáanlegur með lúmi og búnaði fyrir eins lítið og 35-45 þúsund kr. á ebay (NO DJÓK) og 5.3 fyrir litlar 60 þús kr. Það þarf bara að flétta í gegnum auglýsingarnar og stökkva á þessa ódýru þegar þeir koma ef það er það sem menn eru að leita að.
Verðin á þessum vélum eru fáránleg og í raun óskiljanlegt að menn séu að brasa með gamla dótið ennþá.
Auðvitað eru ódýrustu mótorarnir kannski mest eknir og ekki það sem menn vilja. En grunnurinn er góður fyrir því og það er endalaust til að performance dóti í þetta ef menn vilja smíða sér einhvað alveg spes

Re: V8

Posted: 22.júl 2016, 13:18
frá Robert
Svo má bæta við að LS mótorarnir er hægt að fá mest af aftermarket dóti sem þýðir að það sé ódýrara og endalaust af upplisyngum á netinu um þær.

Re: V8

Posted: 29.júl 2016, 10:04
frá Dodge
Ekki reina að fara í eitthvað millifullkomið dót, það er alltaf leiðinlegast í umgengni, bilar mikið og er máttlaust, annað hvort fara í almennilega nýmóðins vél eins og hemi eða ls eða bara fá þér FITech spítingu á oldschool sleggju