Hver hefur gefið flestum drátt..
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
4 fólksbílar og 1 jeppa hérna megin
-
- Innlegg: 48
- Skráður: 01.feb 2010, 06:19
- Fullt nafn: Sigurður Már Ólafsson
- Bíltegund: Lexus IS 250
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Strákar, munið bara að það eruð þið eða ykkar tryggingafélag sem berið allt tjónið ef eitthvað kemur fyrir.
Kv Siggi M
Kv Siggi M
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
danfox wrote:Strákar, munið bara að það eruð þið eða ykkar tryggingafélag sem berið allt tjónið ef eitthvað kemur fyrir.
Kv Siggi M
Pelastikk er einmitt góð trygging, og að hengja lykkjuna á krók getur verið stórvarasamt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Er það ekki Catalina ? ;)
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Alveg er þetta ótrúlegur hugsanagangur orðin hjá þessari þjóð, og Danfox endurspeglar hann . að það skuli ekki vera hægt að hjálpa náunganum án þess að vera með svona kjaftæði, en þetta er maður að sjá í umferðinni , það má enginn vera að því að rétta hjálparhönd, og það er engin helv.... hætta á skemmdum innanbæjar þegar verið er að tosa létt í einhvern fólksbílinn, og hana nú hjálpa svo náunganum.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Brjótur wrote:Alveg er þetta ótrúlegur hugsanagangur orðin hjá þessari þjóð, og Danfox endurspeglar hann . að það skuli ekki vera hægt að hjálpa náunganum án þess að vera með svona kjaftæði, en þetta er maður að sjá í umferðinni , það má enginn vera að því að rétta hjálparhönd, og það er engin helv.... hætta á skemmdum innanbæjar þegar verið er að tosa létt í einhvern fólksbílinn, og hana nú hjálpa svo náunganum.
Ég held að hann meini þetta ekki öðruvísi en að það er rétt að menn viti að það er trygging bílsins sem dregur sem bætir tjón í svona tilfellum. Hann var örugglega ekki að draga úr mönnum með að fara út og hreinsa göturnar.
Ef maður þarf aftur á móti að draga upp einhverja haugryðgaða druslu sem er á kafi í skafli þá er ágætis regla að tilkynna mönnum það að þetta sé á þeirra ábyrgð og taka svo silkimjúkt á.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Stebbi wrote:Brjótur wrote:Alveg er þetta ótrúlegur hugsanagangur orðin hjá þessari þjóð, og Danfox endurspeglar hann . að það skuli ekki vera hægt að hjálpa náunganum án þess að vera með svona kjaftæði, en þetta er maður að sjá í umferðinni , það má enginn vera að því að rétta hjálparhönd, og það er engin helv.... hætta á skemmdum innanbæjar þegar verið er að tosa létt í einhvern fólksbílinn, og hana nú hjálpa svo náunganum.
Ég held að hann meini þetta ekki öðruvísi en að það er rétt að menn viti að það er trygging bílsins sem dregur sem bætir tjón í svona tilfellum. Hann var örugglega ekki að draga úr mönnum með að fara út og hreinsa göturnar.
Ef maður þarf aftur á móti að draga upp einhverja haugryðgaða druslu sem er á kafi í skafli þá er ágætis regla að tilkynna mönnum það að þetta sé á þeirra ábyrgð og taka svo silkimjúkt á.
Ef dráttþeginn er extra leiðinlegur gamall kall með feikna brundfyllisgremju þá er hans réttur algjör ef málin fara lengra. Þetta höfum við í minni björgunarsveit líka rætt, við förum stundum í verðmætabjörgun og þá er þetta höfuðverkur. Við erum hinsvegar farnir að rukka amk 30 þúsund kall fyrir létta aðstoð, því björgunarsveitir gefa sig út fyrir að bjarga í neyð en ekki vera í samkeppni við dráttarbílaþjónustur þegar engin er neyðin.
En auðvitað hvet ég alla til að gefa drátt þegar þurfa þykir :)
Læt fylgja með mynd af smá spottafari á hleranum á björgunarsveitabílnum okkar þar sem við vorum að draga upp bmw jeppling á Kaldadal um árið. Kostnaðinn við þetta þurftum við að bera, auk þess er tommu gat í massífum stálstuðaranum eftir krókfestinguna sem slitnaði úr bmw hryglunni.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Sælir
Þetta með ábyrgðina er dálítið málefni sem menn allavega þurfa að vita þó ekki sé annað. Ég er búinn að draga nokkra bíla í vetur og af og til eru annarsvegar fólk sem hefur ekki almennilegt sens fyrir því hvernig á að bera sig að. Oftar en ekki eru ökumennirnir varla sestir inn í bíl þegar gjöfin er óðara komin í gegnum gólfið. Aðstæðurnar eru yfirleitt ekki spennandi að draga fólksbíla upp á veg, þá leggur maður ca 40°á veginn og spilar bílinn eins nálægt spilbílnum eins og þorandi er og þá er ekki gaman að vita af bílum í 8600 snúningum í bakkgír.
Maður á fullt í fangi með að hemja fólk og reyna að telja því trú um að það sé ekki að gera gagn. Þetta er ekkert svo spennandi vitandi að þegar bíllinn kemst upp á veg er ekkert sem hindrar það að hinn dregni þrumi á dráttarbílinn sem er þá ábyrgur þó að reynt hafi verið að hemja viljugann ökumanninn.
Auðvitað sýnir maður greiðvikni og dregur fasta bíla en ég skal viðurkenna að ef ég geri mér alltaf grein fyrir möguleikanum að hætta áður en ég skemmi eitthvað, það er ekki svo erfitt að ganga frá fólksbíl með jeppa.
Skemmtilegasti og eftirminnilegasti dráttur sem ég hef veitt var í Reykjavík þar sem sat ungur maður í Póló úti í polli á reininni frá þar sem Bílasala Guðfinns var og lá inn á Bústaðarveg. Þar sat hann útí miðjum polli og dautt á bílum. Ég gaf mig á tal við hann og þá höfðu 2 eða 3 reynt en gefist upp til að blotna ekki í lappinrnar. Ég var engu betur búinn sjálfur og langaði ekkert að blotna svo að ég prílaði fram á húdd og batt spotta í hreindýragrindina og fleygði til hans hinum endanum og sagði honum að binda í öryggisbeltin, rykkja í þau og halda þannig þangað til spottinn væri strekktur. Svona dró ég bílinn löturhægt upp til að skemma ekki beltin og strákgreyjið gat varla lýst þakklæti sýnu.
Kv Jón Garðar
Þetta með ábyrgðina er dálítið málefni sem menn allavega þurfa að vita þó ekki sé annað. Ég er búinn að draga nokkra bíla í vetur og af og til eru annarsvegar fólk sem hefur ekki almennilegt sens fyrir því hvernig á að bera sig að. Oftar en ekki eru ökumennirnir varla sestir inn í bíl þegar gjöfin er óðara komin í gegnum gólfið. Aðstæðurnar eru yfirleitt ekki spennandi að draga fólksbíla upp á veg, þá leggur maður ca 40°á veginn og spilar bílinn eins nálægt spilbílnum eins og þorandi er og þá er ekki gaman að vita af bílum í 8600 snúningum í bakkgír.
Maður á fullt í fangi með að hemja fólk og reyna að telja því trú um að það sé ekki að gera gagn. Þetta er ekkert svo spennandi vitandi að þegar bíllinn kemst upp á veg er ekkert sem hindrar það að hinn dregni þrumi á dráttarbílinn sem er þá ábyrgur þó að reynt hafi verið að hemja viljugann ökumanninn.
Auðvitað sýnir maður greiðvikni og dregur fasta bíla en ég skal viðurkenna að ef ég geri mér alltaf grein fyrir möguleikanum að hætta áður en ég skemmi eitthvað, það er ekki svo erfitt að ganga frá fólksbíl með jeppa.
Skemmtilegasti og eftirminnilegasti dráttur sem ég hef veitt var í Reykjavík þar sem sat ungur maður í Póló úti í polli á reininni frá þar sem Bílasala Guðfinns var og lá inn á Bústaðarveg. Þar sat hann útí miðjum polli og dautt á bílum. Ég gaf mig á tal við hann og þá höfðu 2 eða 3 reynt en gefist upp til að blotna ekki í lappinrnar. Ég var engu betur búinn sjálfur og langaði ekkert að blotna svo að ég prílaði fram á húdd og batt spotta í hreindýragrindina og fleygði til hans hinum endanum og sagði honum að binda í öryggisbeltin, rykkja í þau og halda þannig þangað til spottinn væri strekktur. Svona dró ég bílinn löturhægt upp til að skemma ekki beltin og strákgreyjið gat varla lýst þakklæti sýnu.
Kv Jón Garðar
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
nobrks wrote:Er það ekki Catalina ? ;)
hahahahahahahahahaha
Held það sé eitthvað til í því....
Kveðja, Birgir
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Komnir 2 fólksbílar og 1 fjórhjól hérna, er hættan ekki mikið meiri þegar menn eru með teygjukaðal?
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Elli minn ég held nú að það hafi verið eitthvað athugavert við dráttinn hjá ykkur ljósunum, gott að vita taxtann ég man hann næst þegar ég þarf að hjálpa björgunarsveitabíl :)
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Elli, ég hélt að björgunarsveitir mættu ekki rukka fyrir aðstoð.
er það ekki rétt hjá mér?
er það ekki rétt hjá mér?
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Klikkaði Elli illilega, nú verð ég að fara að taka sama hversu oft ég hef dregið björgunarsveitarjeppa. Fjandinn maður á víða aur :-)
Elli var þetta með eða án vasks he he.
Hvar er hægt að fá kennitölur björgunarsveitanna ? :-) fyrir reikningana
Elli var þetta með eða án vasks he he.
Hvar er hægt að fá kennitölur björgunarsveitanna ? :-) fyrir reikningana
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Held að bottomline-ið í þessu sé að menn séu bara með það á hreinu áður en eitthvað kemur uppá hver er ábyrgur og slíkt ef eitthvað fer illa. Oft dugar bara rétt að nefna við bílstjóra fasta bílsins að maður taki ekki ábyrgð á skemmdum eða álíka eða bara komast að samkomulagi. Held að þetta sé bara ágæt ábending hjá Sigga.
En hitt er svo annað mál að það er alveg sjálfsagt að menn veiti hjálparhönd svona fyrir hina og þessa föstu bíla í borg og bý.
Reyndar hef ég nokkrum sinnum hætt við að draga bíl fasta útúr stæðinu sínu eða álíka þegar maður sér að fólk er gjörsamlega vanbúið á sumardekkjum þvi þá einfaldlega verður það bara til þess að menn skapa meiri vandræði annarsstaðar!
Góð helgi samt sem áður!
En hitt er svo annað mál að það er alveg sjálfsagt að menn veiti hjálparhönd svona fyrir hina og þessa föstu bíla í borg og bý.
Reyndar hef ég nokkrum sinnum hætt við að draga bíl fasta útúr stæðinu sínu eða álíka þegar maður sér að fólk er gjörsamlega vanbúið á sumardekkjum þvi þá einfaldlega verður það bara til þess að menn skapa meiri vandræði annarsstaðar!
Góð helgi samt sem áður!
-Defender 110 44"-
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Fyrst að svara Helga, já það var vitlaust bundið í, kemur það aldrei fyrir hjá mönnum?
Ég var ekki nógu skýr áðan, biðst afsökunar á því. Núna ætla ég að reyna að vera aðeins skýrari um hvað ég var að meina í fyrri pósti mínum.
Það er ekkert leyndarmál að það kostar að keyra bíl út úr húsi þó það sé björgunarsveitabíll og marga tugi eða hundruðir kílómetra til að bjarga einhverjum álfum í flestum tilfellum á mjög svo vanbúnum fólksbílum eða litlum jepplingum upp á fjallvegum sem kunna ekki að bjarga sér eins og yfirleitt er í svona björgunarferðum. Nánast alltaf þegar rukkað er fyrir, er þetta fólk sem keyrir fram hjá lokunarskiltum vegagerðarinnar og er þar af leiðandi nánast heppið að fá ekki á sig annarskonar víti fyrir slík brot.
Við rukkum fyrir þessa þjónustu (þetta er ekki neyðaraðstoð, heldur þjónusta) í þeim tilfellum sem um virkilegt gáleysi ökumanna er að ræða (keyra fram hjá LOKAÐ skiltum og þessháttar)
Frekar höfum við fengið skammir fyrir þessar þjónustuferðir okkar frá fyrirtækjum sem gera út á dráttarbílaþjónustu og erum að stela viðskiptum af þeim, áður frítt.
Þorsteinn hvaðan hefur þú það að það sé bannað að rukka fyrir svona aðstoð?
Neyðaraðstoð þar sem sannarlega er verið að bjarga fólki og í mörgum tilfellum verðmætum munum við aldrei rukka fyrir.
Vona að þetta svari einhverjum hæðnisspurningum ykkar kæru félagar :)
Ég var ekki nógu skýr áðan, biðst afsökunar á því. Núna ætla ég að reyna að vera aðeins skýrari um hvað ég var að meina í fyrri pósti mínum.
Það er ekkert leyndarmál að það kostar að keyra bíl út úr húsi þó það sé björgunarsveitabíll og marga tugi eða hundruðir kílómetra til að bjarga einhverjum álfum í flestum tilfellum á mjög svo vanbúnum fólksbílum eða litlum jepplingum upp á fjallvegum sem kunna ekki að bjarga sér eins og yfirleitt er í svona björgunarferðum. Nánast alltaf þegar rukkað er fyrir, er þetta fólk sem keyrir fram hjá lokunarskiltum vegagerðarinnar og er þar af leiðandi nánast heppið að fá ekki á sig annarskonar víti fyrir slík brot.
Við rukkum fyrir þessa þjónustu (þetta er ekki neyðaraðstoð, heldur þjónusta) í þeim tilfellum sem um virkilegt gáleysi ökumanna er að ræða (keyra fram hjá LOKAÐ skiltum og þessháttar)
Frekar höfum við fengið skammir fyrir þessar þjónustuferðir okkar frá fyrirtækjum sem gera út á dráttarbílaþjónustu og erum að stela viðskiptum af þeim, áður frítt.
Þorsteinn hvaðan hefur þú það að það sé bannað að rukka fyrir svona aðstoð?
Neyðaraðstoð þar sem sannarlega er verið að bjarga fólki og í mörgum tilfellum verðmætum munum við aldrei rukka fyrir.
Vona að þetta svari einhverjum hæðnisspurningum ykkar kæru félagar :)
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Í guðanna bænum ekki fara að taka því sem Elli segir sem svo að allar björgunarsveitir standi svona að þessu...
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Þessi umræða hérna fékk mig aðeins til að hugsa. Hvenær er neyð, hver getur skilgreint það, og getur sá og hinn sami tekið ábyrgð á ákvörðun sinni ef hún reynist röng? Við höfum haft þá sérstöðu hér á Íslandi hingað til, að fólk hefur ekki þurft að veigra sér, af fjárhagslegum ástæðum, við því að leita hjálpar.
Það á ekki að skipta máli hverju fólk lendir í eða hvernig það lendir í því. Björgunarsveitir eru starfræktar til þess að bjarga/hjálpa, ekki til þess að sinna löggæslu. Þess vegna skiptir það nákvæmlega engu máli hvernig fólk hefur farið sér að voða, ef það þarfnast hjálpar þá er það hlutverk björgunarsveita að hjálpa þeim, innan vissra skynsemismarka að sjálfsögðu.
Ef Ella þykir það rétt að krefja fólk greiðslu þegar það leitar hjálpar hjá björgunarsveit sem getur mögulega hafa aflað fjár með því að selja þessu sama fólki flugelda, þá held ég satt best að segja að hann ætti að velta því alvarlega fyrir sér hvort það sé ekki rétt að hann hætti öllum afskiptum af björgunarsveitastarfi. Ef þetta er spurning um að vera ekki í samkeppni við dráttarbílaþjónustur þá er einfalt mál að kanna hvort fólk hafi reynt að hafa samband við þær. Ef fólk hefur ekki efni á dráttarbíl þá getur einfalt ástand mjög vel þróast út í neyð, svo ég tali nú ekki um þegar fólk er fyrir utan alfaraleið. Það getur líka vel verið að dráttarbílaþjónustur sinni ekki slíkum vegum, það þekki ég ekki og ætla ekki að láta hafa neitt eftir mér um.
Þetta set ég hér inn honum til hugleiðingar og hann getur sleppt því að svara mér, því ég er ekki að skrifa þetta hér til þess að þræta og ég mun ekki skrifa meira í þennan þráð, einfalt mál. Ég varð bara frekar reiður af því að lesa þetta. Það getur enginn séð fyrir hvort saklaust atvik geti orðið að neyð, og það væri mjög leiðinleg þróun ef við færum að sjá það í auknum mæli að fólk leiti ekki aðstoðar vegna þess að einhverjir vitleysingar hafa heimtað greiðslu fyrir það. og hananú.
Það á ekki að skipta máli hverju fólk lendir í eða hvernig það lendir í því. Björgunarsveitir eru starfræktar til þess að bjarga/hjálpa, ekki til þess að sinna löggæslu. Þess vegna skiptir það nákvæmlega engu máli hvernig fólk hefur farið sér að voða, ef það þarfnast hjálpar þá er það hlutverk björgunarsveita að hjálpa þeim, innan vissra skynsemismarka að sjálfsögðu.
Ef Ella þykir það rétt að krefja fólk greiðslu þegar það leitar hjálpar hjá björgunarsveit sem getur mögulega hafa aflað fjár með því að selja þessu sama fólki flugelda, þá held ég satt best að segja að hann ætti að velta því alvarlega fyrir sér hvort það sé ekki rétt að hann hætti öllum afskiptum af björgunarsveitastarfi. Ef þetta er spurning um að vera ekki í samkeppni við dráttarbílaþjónustur þá er einfalt mál að kanna hvort fólk hafi reynt að hafa samband við þær. Ef fólk hefur ekki efni á dráttarbíl þá getur einfalt ástand mjög vel þróast út í neyð, svo ég tali nú ekki um þegar fólk er fyrir utan alfaraleið. Það getur líka vel verið að dráttarbílaþjónustur sinni ekki slíkum vegum, það þekki ég ekki og ætla ekki að láta hafa neitt eftir mér um.
Þetta set ég hér inn honum til hugleiðingar og hann getur sleppt því að svara mér, því ég er ekki að skrifa þetta hér til þess að þræta og ég mun ekki skrifa meira í þennan þráð, einfalt mál. Ég varð bara frekar reiður af því að lesa þetta. Það getur enginn séð fyrir hvort saklaust atvik geti orðið að neyð, og það væri mjög leiðinleg þróun ef við færum að sjá það í auknum mæli að fólk leiti ekki aðstoðar vegna þess að einhverjir vitleysingar hafa heimtað greiðslu fyrir það. og hananú.
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Ég verð nú aðeins að kommenta á þetta með,,,,, ófært- impassable,,,,,, skiltin, það er nú ekki skrítið að menn hunsi þau þegar þau eru sett upp á haustin á vissri dagsetningu, eins og af gömlum vana en ekki vegna ófærðar, þegar allt er enn marautt og ekki snjókorn að sjá, og Elli nei það kemur ekki fyrir hjá VÖNUM mönnum að hnýta vitlaust í bíla.
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Bara svona til þess að fá að vera með í umræðunni, þá er ég sjálfur í björgunarsveit og hef einmitt oft verið kallaður til við aðstoðar fólks sem hefur fest bíla sýna.
Hérna áður fyrr þótti ekkert mál að hringt væri í bakvaktarsíma einhverrar björgunarsveitar til þess að fá aðstoð. En síðan þá hefur marg gerst og einmitt nokkur dómsmál litið dagsins ljós.
Í dag er það þannig að við eigum ekki að fara úr húsi til aðstoðar almennings nema að beiðni lögreglu og því hef ég ófáum sinnum þurft að benta fólki sem hefur samband á að hringja í 1-1-2 ef það þarf á okkar aðstoð að halda. Það líða svo oftar en ekki örfáar mínúndur og ég er kominn með sms í símann um tegund útkalls.
Þetta tekur svo sem svipaðann tíma og fyrir mig að hringja út félaga sveitarinnar til þess að kanna hver kemst og hver ekki.
En í þessu liggja líka trygginga mál, þeir samþykkja tildæmis ekki tryggingar útkalls nema við séum í útkalli. Annars erum við tryggð eins og á æfingum. Þar má tildæmis nefna að bílarnir okkar eru tryggðir í vatna akstri í útkalli en ekki á æfingum.
Það er nú þannig með Slysavarnarfélagið Landsbjörg að við störfum ávallt í umboði lögreglu og verðum við því að hlýta hennar skipunum að sjálfsögðu. En fólk á ekki að veigra sér við því að hringja í 1-1-2 ef eitthvað bjátar á. Svo komum við með bros á vör og aðstoðum vini okkar :)
Svo er þetta nú stundum þannig að bílar frá okkur eiga leið hjá og þá er nú all oft kastað spotta í bíla sem eru fastir og þeim kippt upp, ég hinsvegar hef það sem reglu að ég festi spottan sjálfur í báða bíla. En ef tilfellið er þannig að bíllinn sem á að draga er ekki með almennilegann stað til þess að festa taug í þá ræði ég það bara við eigandann og fæ hann til þess að skrifa undir þar til gert plagg þar sem ég afsala mér ábyrgð á festingu í hans bíl, það er nú vanalega ekkert mál.
Vonandi átta allir sig á því að þessar áhvarðanir um hvenar við förum í útkall liggja ekki hjá okkur sjálfum, það er lögregla sem sér um að sigta út hvað er neyð og hvað ekki.
Og mér þykir frábært að geta treyst á alla aðra jeppamenn þegar við festum okkur en það er nú ekkert launungamál að 44"Patrolar eru ekki lengur þeir stæðstu í bransanum :) og ég er heldur ekkert besti bílstjóri landsins, hinsvegar er reynslan alltaf að aukast og þið getið treyst á það að ég nenni að vakna hvenær sem er og rúlla af stað þegar smsið kemur.
Kv. Birgir
Hérna áður fyrr þótti ekkert mál að hringt væri í bakvaktarsíma einhverrar björgunarsveitar til þess að fá aðstoð. En síðan þá hefur marg gerst og einmitt nokkur dómsmál litið dagsins ljós.
Í dag er það þannig að við eigum ekki að fara úr húsi til aðstoðar almennings nema að beiðni lögreglu og því hef ég ófáum sinnum þurft að benta fólki sem hefur samband á að hringja í 1-1-2 ef það þarf á okkar aðstoð að halda. Það líða svo oftar en ekki örfáar mínúndur og ég er kominn með sms í símann um tegund útkalls.
Þetta tekur svo sem svipaðann tíma og fyrir mig að hringja út félaga sveitarinnar til þess að kanna hver kemst og hver ekki.
En í þessu liggja líka trygginga mál, þeir samþykkja tildæmis ekki tryggingar útkalls nema við séum í útkalli. Annars erum við tryggð eins og á æfingum. Þar má tildæmis nefna að bílarnir okkar eru tryggðir í vatna akstri í útkalli en ekki á æfingum.
Það er nú þannig með Slysavarnarfélagið Landsbjörg að við störfum ávallt í umboði lögreglu og verðum við því að hlýta hennar skipunum að sjálfsögðu. En fólk á ekki að veigra sér við því að hringja í 1-1-2 ef eitthvað bjátar á. Svo komum við með bros á vör og aðstoðum vini okkar :)
Svo er þetta nú stundum þannig að bílar frá okkur eiga leið hjá og þá er nú all oft kastað spotta í bíla sem eru fastir og þeim kippt upp, ég hinsvegar hef það sem reglu að ég festi spottan sjálfur í báða bíla. En ef tilfellið er þannig að bíllinn sem á að draga er ekki með almennilegann stað til þess að festa taug í þá ræði ég það bara við eigandann og fæ hann til þess að skrifa undir þar til gert plagg þar sem ég afsala mér ábyrgð á festingu í hans bíl, það er nú vanalega ekkert mál.
Vonandi átta allir sig á því að þessar áhvarðanir um hvenar við förum í útkall liggja ekki hjá okkur sjálfum, það er lögregla sem sér um að sigta út hvað er neyð og hvað ekki.
Og mér þykir frábært að geta treyst á alla aðra jeppamenn þegar við festum okkur en það er nú ekkert launungamál að 44"Patrolar eru ekki lengur þeir stæðstu í bransanum :) og ég er heldur ekkert besti bílstjóri landsins, hinsvegar er reynslan alltaf að aukast og þið getið treyst á það að ég nenni að vakna hvenær sem er og rúlla af stað þegar smsið kemur.
Kv. Birgir
Kveðja, Birgir
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Brjótur wrote:Ég verð nú aðeins að kommenta á þetta með,,,,, ófært- impassable,,,,,, skiltin, það er nú ekki skrítið að menn hunsi þau þegar þau eru sett upp á haustin á vissri dagsetningu, eins og af gömlum vana en ekki vegna ófærðar, þegar allt er enn marautt og ekki snjókorn að sjá, og Elli nei það kemur ekki fyrir hjá VÖNUM mönnum að hnýta vitlaust í bíla.
Helgi, ég ætla nú ekki að vera með leiðindi en maður eins og þú sem keyrir mikið ætti nú að vita af hverju þessi skilti eru sett upp. Þau eru einfaldlega sett upp þegar "fræðilegur möguleiki" er á því að vegirnir geti orðið ófærir að hausti, vetri og vori vegna færðar(jafnvel þó þeir séu ekki ófærir á þeim tíma) svo að útlendingar og óvant fólk sé nú ekki að halda uppá hálendisvegi á fólksbílum og illa búið. Vegagerdin vill fría sig þeirri ábyrgð að vera með vegina merkta færa, þar sem þetta "ófært" miðast oftast við fólksbíla eða litla bíla en ekki 44" patrola. Þá yrði nú bara enn meira af svona vafaatriðum með björgunarsveitir og vanbúið fólk á ferðinni ef ekki væri fyrir skiltin. Við vitum vel að á haustin er alltaf möguleiki á því að lenda í kafbyl uppá heiðum þó það sé ólíklegt og stundum getur verið jepplingafært norður kjöl og sprengisand langt fram eftir vetri en líka orðið ófært á einu kvöldi.
-Defender 110 44"-
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Davíð, ekkert mál engin leiðindi bara umræða, en ég er að sjálfsögðu ekki að tala um verstu og hæstu fjallvegina heldur t.d gamla Gjábakkaveginn meðan hann var og hét, þarna var hent upp lokunarskilti á hverju hausti alltof snemma undanfarin ár og hvað gerir það, jú fólk og ferðamenn Íslenskir sem erlendir sjá að enginn er snjórinn og fara yfir og ekkert mál því enginn er snjórinn, samt er lokunarskiltið komið upp, þetta veldur ótrú á kerfið og lokanir hjá því. Bara eitt dæmi.
kveðja Helgi
kveðja Helgi
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Ja góðann daginn. Ef vanir jeppamenn og konur á breyttum jeppum eru að draga fólksbíla sem er fastir í bæum og borgum er þá ekki í flest öllum tilfellum hægt að draga þá föstu í hlutlausum gír ?? Alla veganna hefur mér gengið ágætlega með það í gegnum tíðina. Ekki eitt tjón á hvorugu ökutæki sem ég hef lent í við þessar aðstæður og ég bind ALLTAF spottann í báða bíla og nota minn spotta þá veit ég hvernig spottinn er og líka hvernig hann er bundin.
En upp til fjalla hef ég lent í smá spotta tjónum þar sem spottar hafa bara slitnað og hef ALDREI lent í neinu vesinni með skemdir, ef ég er fastur og skemmi eitthvað hjá þeim sem er að hjálpa mér þá borga ég, ef það er ég sem lendi í tjóni við að hjálpa öðrum þá hafa þeir sömu borgað mitt tjón, aldrei verið vandamál.
Kv Ragnar Páll
En upp til fjalla hef ég lent í smá spotta tjónum þar sem spottar hafa bara slitnað og hef ALDREI lent í neinu vesinni með skemdir, ef ég er fastur og skemmi eitthvað hjá þeim sem er að hjálpa mér þá borga ég, ef það er ég sem lendi í tjóni við að hjálpa öðrum þá hafa þeir sömu borgað mitt tjón, aldrei verið vandamál.
Kv Ragnar Páll
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Já það væri óskandi Ragnar að allir gætu verið svona, en þetta hefur svosem líka verið reynslan hjá mér. Ég hef ekki lent í neinu veseni.
Kveðja, Birgir
-
- Innlegg: 29
- Skráður: 23.feb 2010, 17:11
- Fullt nafn: Baldur Örn Samúelsson
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Ég er samt að spá, afhverju er það í lögum að sá sem dregur ber ábyrgðina á skemmdum á þeim sem er dreginn?
Hver eru rökin fyrir því að sá sem dregur beri ábyrgðina? Því oftast er verið að hjálpa þeim sem er verið að draga.
Hver eru rökin fyrir því að sá sem dregur beri ábyrgðina? Því oftast er verið að hjálpa þeim sem er verið að draga.
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Baldur er það ekki bara yfir heildina litið í öllum tilvikum er bíll er dreginn? Oft þegar bílar eru dreignir þá eru þetta númerslausir og óskráðir bílar. Er þetta ekki bara haft yfir línuna að ef bíll er dreginn þá er sá bíll undir tryggingu "dráttarbílsins" til að einfalda málið ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Hver hefur gefið flestum drátt..
Baldur Örn wrote:Ég er samt að spá, afhverju er það í lögum að sá sem dregur ber ábyrgðina á skemmdum á þeim sem er dreginn?
Hver eru rökin fyrir því að sá sem dregur beri ábyrgðina? Því oftast er verið að hjálpa þeim sem er verið að draga.
Ég myndi halda að það væri vegna þess að sá sem er dreginn hefur mjög takmarkaða stjórn á aðstæðum, stjórnin er að mestu í höndum þess sem dregur og því er ábyrgðin hans.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur