Síða 1 af 1

Led bar pælingar.

Posted: 15.júl 2016, 21:12
frá Hfsd037
Hafið þið einhverja reynslu af ódýrum led bar af Ebay, Amazon?

Ég hef verið að skoða af Cree, Rigi, Osram og Philips á netinu en
Cree og Rigi eru svoldið dýr miðað við það sem ég þarf, ég þarf þetta fyrir bráðarbirgðarjeppa sem ég nota til að ferðast á upp á hálendi yfir sumarið en ætla mér síðan að selja aftur í haust.
Ég nenni samt ekki að kaupa köttinn í sekknum, ætla að reyna að fara milliveginn í þessu.
Hvað ber að varast og hvað ekki?

Hugmyndin er að kaupa led kastara á hliðarnar og 1-2 stk af led bar að framan.
Er í smá vandræðum með valið, ég set spurninamerki yfir 50" bar upp á þak því ég myndi ekki vilja vera með ljósið í framrúðunni.
Er að hugsa um tvö bretti til að setja á briddebilt grind, ekki nema þið hafið betri hugmynd af góðri lýsingu?

Re: Led bar pælingar.

Posted: 16.júl 2016, 00:47
frá GeiriLC
Kiktu líka í et þeir eru mjög sanngjarnir í verðum og bera ábyrgð á golluðum

Re: Led bar pælingar.

Posted: 16.júl 2016, 13:03
frá Sæfinnur
Við LED bar pælingar var mér bent á að oft fylgdi sá galli ódyrum LED ljósum að þau trufluðu útvörp og talstöðvar alveg skelfilega. Því getur verið ódýrara þegar upp er staðið að kaupa eitthvað sem búið er að prófa með þetta í huga.

Re: Led bar pælingar.

Posted: 16.júl 2016, 14:04
frá Loud1
Hafið bara í huga að bílar komast ekki gegnum skoðun með svona led bar enn sem komið er

Re: Led bar pælingar.

Posted: 16.júl 2016, 14:34
frá jeepcj7
Hvað segir þú fær ekki breyttur jeppí skoðun með led bar ?

Re: Led bar pælingar.

Posted: 16.júl 2016, 15:14
frá makker
mér skilst að bílar verði að vera alltaf að vera með 2 4 6 8 eða fleiri kastara meðan það er sétt tala ekki 1 3 5 7 eða aðrar oddatölur
annars keifti ég mér 1 svona http://www.aliexpress.com/item/Eyourlif ... 116.tkvs8X og hann er svosem búinn að endast í 3-4 mánuði en þegar kemur að skoðunn verður bara sleigt límbandi yfir hann þá er ekkert til að setja útá og ég hef ekki orðið var við truflun í útvarpi eða talstöð

Re: Led bar pælingar.

Posted: 16.júl 2016, 17:02
frá Gulli J
Eg hef ekki orðið var við truflanir frá ledbar, en það getur verið frábær lýsing af þessu, Ef þú setur límband í miðjuna að þá ert þú kominn með 2 ljós upp á skoðun, en mér skylst að það sé eitthvað verið að skoða þetta með að fá skoðun með ledbar.
Ég tók flott 210w 31" geðveik lýsing, tengdi það beint á háa geislann, verst að ég fékk stein í það í fyrsta túr norður í land og það ónýtt fljótlega eftir það vegna raka.

Re: Led bar pælingar.

Posted: 16.júl 2016, 17:06
frá Gulli J
Þetta er bara djók verð á ca 42þ lummens ljósi http://www.ebay.com/itm/5D-Cree-Curved- ... QT&vxp=mtr

Re: Led bar pælingar.

Posted: 16.júl 2016, 21:17
frá sigurdurk
Ég prófaði að setja 300w 54"curved frá dingdong jeppann hjá mér í vetur og ég er ekki hrifinn af þessu, truflar vhf þó ekki alvarlega svo er farinn að safnast raki í þessu eftir innan við hálft ár samt ekkert grjótkast og þar að auki finnst mér lýsingin ekkert sérstök nema að það sé engin úrkoma/þoka þeas bara myrkur. Annars held ég að þetta sé svolítið "þú færð það sem þú borgar fyrir "

Re: Led bar pælingar.

Posted: 17.júl 2016, 22:04
frá GeiriLC
Ledbar er alltaf slétt tala af ljósum. Þeas það eru alltaf pör bara innan í "boxinu"

Re: Led bar pælingar.

Posted: 18.júl 2016, 02:37
frá halli7
Keypti lítinn 12" ledbar í vetur frá Aliexpress sem er 120W og hver pera/díóða 5w og í svona "projector" 4D (fish-eye)
lýsingin af þessu er alveg rosalega góð og drægnin merkilega góð.