Síða 1 af 1
					
				pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 10.júl 2016, 00:08
				frá Ágúst83
				Sælir hefur einhver sett hásingu undir þessa bíla að aftan og þá hvað hásingu hafa menn verið að nota kv Ágúst
			 
			
					
				Re: pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 10.júl 2016, 00:46
				frá muggur
				Er það ekki bara retro. Líklega einfaldara að versla mkII bíl (árg <2001).
			 
			
					
				Re: pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 12.júl 2016, 23:41
				frá Ágúst83
				Hefur enginn prófað þetta?
			 
			
					
				Re: pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 12.júl 2016, 23:41
				frá Ágúst83
				Hefur enginn prófað þetta?
			 
			
					
				Re: pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 13.júl 2016, 00:43
				frá jeepcj7
				Hef ekki prófað en mæli með pajero afturhásingu alveg sultufínt dót.
			 
			
					
				Re: pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 13.júl 2016, 08:52
				frá Ágúst83
				Gamli pajero er svo mikið mjóri milli hjóla
			 
			
					
				Re: pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 13.júl 2016, 09:15
				frá jongud
				Þá þarf að finna eitthvað breiðara, ætli Patrol sé nógu breitt? Svo er líka spurning hvort þetta sé praktískt mögulegt, þar sem þessi árgerð er með sjálfstæða fjöðrun báðum megin og enga grind. Spurning hvort það séu einhverjir nógu sterkir festipunktar fyrir hásingaspyrnur.
			 
			
					
				Re: pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 13.júl 2016, 10:47
				frá íbbi
				þeir eru samt með "subframe" samtengda, eflaust svipaður styrkur í henni og sjálfstæðari grind, væntanlega hægt að smíða vasana á hana
			 
			
					
				Re: pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 13.júl 2016, 21:18
				frá Ágúst83
				Patrolinn gæti verið fín breidd en þá er það með handbrensuna. Hefði haldið það að sjalfberandi grindinn væri nógu sterk nú eru menn að breyta cheriokee þeir eru á svona grind
			 
			
					
				Re: pajero 2002 hásingavæðing
				Posted: 13.júl 2016, 22:20
				frá Óttar
				Sæll
Ætlar þú að nota klafana að framan? passa hlutföllin sem þú notar að framan ágætlega á móti patrol? ef þau passa betur við amerískt þá dettur mér í hug hásing undan chevy avalance 1500 eða ford 150... hvaða breidd hentar best undir hjá þér? 
Varðandi grindina þá eru þessir grindarlausu bílar sem ég þekki með ágætis efnisþykkt í "grindini" og mög auðvelt að festa í hana en þekki samt ekki pajero geri samt ráð fyrir að það sé allt í lagi. Mér persónulega finnst þetta kostur
Kv Óttar