Lapplander kostir og gallar.

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Alpinus » 04.feb 2011, 20:39

Félagi minn er að spá í Volvo Lapplander C 202 '81-'82 2L bensín.
Veit einhver um helstu kosti og galla þessara bíla? T.d. hvernig reyndust þessar vélar og er kramið í lagi?

Kv
Hansi



User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Startarinn » 04.feb 2011, 20:53

Ég veit nú lítið um kostina, var ekki aðal vandamálið við þessa bíla að fá dekkinn til að snúa að jörðinni??
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Alpinus » 04.feb 2011, 21:00

Jú, eitthvað hefur maður nú heyrt um það. Veit samt ekki hvað er satt og logið í því.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá birgthor » 04.feb 2011, 22:41

Ekki gerður fyrir bílstjóra yfir 185 með góðu móti. Ég gat allavega ekki keyrt einn sem ég prófaði, þá var aðal vandamálið að kúpla en ég þurfti að opna hurðina til þess. Sá var til sölu fyrir um ári síðan, grænn með bensínbrúsa að aftan og komin með aðrar driflæstar hásingar. Er þetta kannski hann?

Kv. Biggi
Kveðja, Birgir

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Einar » 04.feb 2011, 23:21

Ég veit um dæmi þess að þeir hafa dottið á hliðina í vindi standandi úti á túni enda frekar mjóir og háir, smíðaðir til að athafna sig í skóglendi.
Það sem er leiðinlegast við þessa bíla er að þú situr fremst í bílnum og þar með ertu á miklu meiri hreyfingu heldur en þegar þú situr nær miðjum bílnum og síðan eins og minnst var á áður eru þeir ekki smíðaðir fyrir fullvaxið fólk.
Hvað bilanir varðar þá hef ég ekki mikið heyrt um svoleiðis enda kramið nokkuð þrautreynt Volvo dót með amerískri íblöndun en þeir ryðguðu hins vegar nokkuð hratt.
Þess má geta að almenningsútgáfan C202 er ekki smíðuð í Svíþjóð heldur í Ungverjalandi en herbílarnir L3314 eru hinsvegar Sænsk smíði.

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Alpinus » 05.feb 2011, 00:13

Biggi, já þetta er sá bíll. Félagi minn er ekki sérlega hár í loftinu svo það ætti ekki að vera vandamál;)

Einar, ég man þegar ég var yngri (30+ár síðan) og ferðaðist um í svona bíl með afa og ömmu margsinnis yfir Kjöl því þau unnu á Veðurathugunarstöðinni á Hveravöllum og ein af minningunum er að sjá afa og ömmu hoppandi upp og niður í framsætunum á skemmtilega holóttum Kjalveginum.
En hver er helsti munurinn á c202 og L3314, veistu það?

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Einar » 05.feb 2011, 01:40

Veit ekki mikið um muninn á þeim nema ég held að C202 hafi verið með stærri vél (B20 í stað B18) og aðrar hásingar. Flestir bílarnir sem eru til hérna eru C202 sem voru fluttir inn upp úr 1980, þeir voru flestir innfluttir 2-4 ára gamlir en ónotaðir, hafa sem sagt verið einhverjar eftirlegukindur. Það komu bæði yfirbyggðir bílar og einnig pickup með blæju og það var byggt yfir þá hérna heima af Ragnari Valssyni og fleirum.

Þessir Íslensk yfirbyggðu bílar hafa greinilega vakið athygli Þjóðverja sem keypti einn og flutti hann til Þýskalands, hann skrifar um hann hérna fyrir þá sem lesa Þýsku: http://www.offroad-forum.de/viewtopic.php?t=38339&start=0&postdays=0&postorder=asc&highlight=.

Einnig er hægt að láta Google translate þýða fyrir sig, hér er þýðing (þýðingin er þannig að það þarf eiginlega að "þýða" þýðinguna): http://translate.google.com/translate?js=n&prev=_t&hl=en&ie=UTF-8&layout=2&eotf=1&sl=de&tl=is&u=http%3A%2F%2Fwww.offroad-forum.de%2Fviewtopic.php%3Ft%3D38339%26start%3D0%26postdays%3D0%26postorder%3Dasc%26highlight%3D


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Offari » 05.feb 2011, 09:01

Gömlu lapparnir voru bylting í jeppum á íslandi enda voru þeir á stærri dekkjum en aðrir jeppar. Ungversku bílarnir reyndust ekki eins vel enda lítið þróaðir og margir betri bílar komnir þá á markað. Vinsældirnar byggðust því á fornri frægð en gallinn var helst í hjólabúnaði (legur voru að gefa sig) Kramið var að öðru leiti gamalt og gangvist. Einfaldir bílar eru oft auðveldari í viðhaldi því færra getur bilað og því segi ég að helstu kostir Lappans hafi verið einfaldleikinn en gallarnir voru að bílarnir voru valtir og þröngir.

User avatar

Höfundur þráðar
Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Alpinus » 05.feb 2011, 10:50

Frábærar myndir hjá Þjóðverjanum, Einar.

Mig er farið að langa í þennan bíl sem félagi minn er að spá í ;)

Já, og einfaldleikinn er eftirsóknarverður eignileiki í jeppa að mínu mati.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Einar » 05.feb 2011, 11:37

Alpinus wrote:Frábærar myndir hjá Þjóðverjanum, Einar.

Mig er farið að langa í þennan bíl sem félagi minn er að spá í ;)

Já, og einfaldleikinn er eftirsóknarverður eignileiki í jeppa að mínu mati.

Já einfaldleikinn er vissulega eftirsóknarverður eiginleiki í jeppa, sá búnaður sem ekki er í bílnum getur heldur ekki bilað.

Það komu nokkrir svona bílar til landsins líklega í kringum 1970 og fóru allir til ríkisstofnana, rafveitu, síma og fleiri. Það gengu miklar þjóðsögur um þvílík torfærutæki þetta voru en það sem menn gerðu sér ekki grein fyrir þá var að þeir fóru meira en aðrir jeppar vegna þess að þeir voru á stærri dekkjum. Þegar menn fóru að setja þessi svokölluðu "Lappadekk" undir aðra jeppa fóru þeir líka að komast meira og með þeim breytingum sem menn þurftu að gera til að koma þeim undir má segja að skriða jeppabreytinga hafi farið af stað á Íslandi.


arnia
Innlegg: 9
Skráður: 01.aug 2010, 11:05
Fullt nafn: Árni Árnason

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá arnia » 05.feb 2011, 15:23

Fyrst minnir mig að Volvo Lapplander hafi nær eingöngu verið í þjónustu stofnana eins og Pósts og Síma, Orkustofnunar, Rarik og annarra slíkra. Þá horfði maður á þessa bíla með hálfgerðri lotningu enda voru þeir á þess tíma mælikvarða á hrikalegum risatúttum.
Til samanburðar þá voru jeppar þessa tíma á 700x16 dekkjum eða svipuðu.
Seinna ( kring um svona ca.1978 minnir mig ) kom svo slatti af þessum bílum til landsins, og voru margir þeirra pallbílar sem hinar ýmsu bílasmiðjur og einkaaðilar byggðu svo yfir.
Um þetta leyti var ég að skrifa eitt og annað gáfulegt í blað sem hét að mig minnir Mótor og var gefið út af Jóni S. Halldórssyni heitnum rallkappa með meiru. Þá tók ég að mér að reynsluaka Volvo Lapplander og var fenginn að láni bíll sem var í eigu hvorki meira né minna en sjálfs Gunnars Ásgeirssonar, eiganda Volvo umboðsins á Íslandi.

Til að gera langa sögu stutta, þá olli sá reynsluakstur mér ósegjanlegum vonbrigðum, og komst ég að því að bíllinn sem maður hafði horft til dreymnum augum svo lengi var ekkert annað en hörmung á afburða dekkjum.
Við vorum kokhraustir ungir menn á þessum tíma og sögðum meiningu okkar ósnyrta, enda kom á daginn eftir að greinin birtist að Gunnar varð alveg æfur yfir þeim dónaskap að fá lánaðan endurgjaldslaust ( með fullan bensíntank) bíl til reynsluaksturs og launa það svo með hálfgerðum níðskrifum.
Bíllinn var í stuttu máli kraftlaus, hastur,drifgeta léleg ( lyfti hjóli við minnsta vinding ), kastaði ökumanni upp og niður af minnsta tilefni, níðþungur í stýri, kúplingspedali var stiginn niður ( ekki fram) og 70 kg maður varð að standa uppréttur og halda í stýrið til að koma pedalanum niður. Bremsurnar voru bara hægjur. Bíllinn tók svo hrikalega á sig vind að í strekkingi skáhalt framan á bílinn datt hámarkshraðinn niður í 50 km klst. og maður varð að beita framhjólunum 45 gráður upp í vind til að missa bílinn ekki útaf. Ég man að ég lokaði greininni eitthvað á þá leið að svona bíl keyrðu menn varla af fúsum og frjálsum vilja, heldur þyrfti að koma til, annað hvort vel borguð vinna eða herskylda.
Kannski var maður of dómharður, en varla er samanburðurinn bílnum hagstæðari í dag með alla þá flóru góðra torfærubifreiða sem völ er á um þessar mundir.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Startarinn » 05.feb 2011, 16:48

arnia wrote:Fyrst minnir mig að Volvo Lapplander hafi nær eingöngu verið í þjónustu stofnana eins og Pósts og Síma, Orkustofnunar, Rarik og annarra slíkra. Þá horfði maður á þessa bíla með hálfgerðri lotningu enda voru þeir á þess tíma mælikvarða á hrikalegum risatúttum.
Til samanburðar þá voru jeppar þessa tíma á 700x16 dekkjum eða svipuðu.
Seinna ( kring um svona ca.1978 minnir mig ) kom svo slatti af þessum bílum til landsins, og voru margir þeirra pallbílar sem hinar ýmsu bílasmiðjur og einkaaðilar byggðu svo yfir.
Um þetta leyti var ég að skrifa eitt og annað gáfulegt í blað sem hét að mig minnir Mótor og var gefið út af Jóni S. Halldórssyni heitnum rallkappa með meiru. Þá tók ég að mér að reynsluaka Volvo Lapplander og var fenginn að láni bíll sem var í eigu hvorki meira né minna en sjálfs Gunnars Ásgeirssonar, eiganda Volvo umboðsins á Íslandi.

Til að gera langa sögu stutta, þá olli sá reynsluakstur mér ósegjanlegum vonbrigðum, og komst ég að því að bíllinn sem maður hafði horft til dreymnum augum svo lengi var ekkert annað en hörmung á afburða dekkjum.
Við vorum kokhraustir ungir menn á þessum tíma og sögðum meiningu okkar ósnyrta, enda kom á daginn eftir að greinin birtist að Gunnar varð alveg æfur yfir þeim dónaskap að fá lánaðan endurgjaldslaust ( með fullan bensíntank) bíl til reynsluaksturs og launa það svo með hálfgerðum níðskrifum.
Bíllinn var í stuttu máli kraftlaus, hastur,drifgeta léleg ( lyfti hjóli við minnsta vinding ), kastaði ökumanni upp og niður af minnsta tilefni, níðþungur í stýri, kúplingspedali var stiginn niður ( ekki fram) og 70 kg maður varð að standa uppréttur og halda í stýrið til að koma pedalanum niður. Bremsurnar voru bara hægjur. Bíllinn tók svo hrikalega á sig vind að í strekkingi skáhalt framan á bílinn datt hámarkshraðinn niður í 50 km klst. og maður varð að beita framhjólunum 45 gráður upp í vind til að missa bílinn ekki útaf. Ég man að ég lokaði greininni eitthvað á þá leið að svona bíl keyrðu menn varla af fúsum og frjálsum vilja, heldur þyrfti að koma til, annað hvort vel borguð vinna eða herskylda.
Kannski var maður of dómharður, en varla er samanburðurinn bílnum hagstæðari í dag með alla þá flóru góðra torfærubifreiða sem völ er á um þessar mundir.



Það vantar "LIKE" hnappinn núna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Einar » 05.feb 2011, 19:46

Þessi frægu lappadekk voru nú svo sem engar risablöðrur, minn fyrsti jeppi var Jeepster á svona dekkjum, mig minnir að þetta hafi verið 9.00x16 eða etthvað slíkt líklega kringum 33" á hæð en ekki mjög breið. En miðað við það sem var almennt undir jeppum á þeim tíma var þetta stórt. Man að afi minn setti yfirstærð undir Landróverinn sinn 7.00x16 en þeir voru venjulega á 6.00 eða 6.50x16, Willisjeppar og rússarnir voru líklegast á 6.00x15 eða eitthvað í þeim dúr.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá birgthor » 05.feb 2011, 19:49

Her bíllinn þar er C303 er allt annar bíll, hann er breiðari og lengri með læstar hásingar sem eru niðurgíraðar út við hjól. Þeir voru einnig með stærri mótora.

Image

Image
Kveðja, Birgir

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Einar » 05.feb 2011, 21:21

Efri bíllinn heitir C306 en sá neðri C303. Síðan er til bíll sem heitir C304 og er eins og neðri bíllinn en 6 hjóla. Þessir bílar tóku við af Laplander (L3314).


Krúsi
Innlegg: 125
Skráður: 31.jan 2010, 22:57
Fullt nafn: Markús Betúel Jósefsson

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Krúsi » 06.feb 2011, 09:37

Hérna var smá umræða um þessa skemmtilegu tæki,

viewtopic.php?f=2&t=931&p=4527#p4527

kv.
Markús


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Dodge » 08.feb 2011, 12:27

Aðal vandinn við þá er íslenska yfirbyggingin, hún ber mikla ábyrgð á því hvað þeir eru valtir.
Þessir bílar áttu bara að vera pickupar eða með blæju.
Massíft stálhús er bara allt of mikil þyngd í toppinn á bíl sem er svona svagur.


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá gaz69m » 08.feb 2011, 15:03

birgthor wrote:Her bíllinn þar er C303 er allt annar bíll, hann er breiðari og lengri með læstar hásingar sem eru niðurgíraðar út við hjól. Þeir voru einnig með stærri mótora.

Image

Image



hvað eru margir af þessum á landinu þetta væri líklega flottur húsbíll/fjallabíll. og það ljótur að mig langar í
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá birgthor » 08.feb 2011, 18:52

6 hjóla bíllinn er hérna á Íslandi, hann er á 6x38" dekkjum. Hann stóð lengi vel á bílasölu.
Kveðja, Birgir


Sidekick
Innlegg: 10
Skráður: 01.sep 2010, 18:28
Fullt nafn: Jóhann Geir Hjartarson

Re: Lapplander kostir og gallar.

Postfrá Sidekick » 09.feb 2011, 21:34

6 hjóla bíllinn er í smá gegnumtekt þessa dagana. Ljósashowið + dýraleifar fjarlægt og hann gerður einlitur.

Verður klár fyrir sumarið.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur