Síða 1 af 1

Dekkjaspurning

Posted: 04.feb 2011, 18:49
frá Izan
Sælir

Það er svo miklu meira líf hérna heldur en á hinni jeppasíðunni svo að ég smelli þessu hér.

Ég er að velta fyrir mér hvort menn hafa verið að nota dekk sem eru soðin í vetraraksti á úrhleyptu.

Málið er að ég er búinn að skemma dekk undir bílum og á 2 soðin inní bílsskúr sem eru reyndar fínustu dekk fyrir utan suðurnar. Sá sem sauð dekkin sagði að ég mætti alls ekki hleypa úr þeim. Maður veltir samt fyrir séu, í ljósi heimsmála, hvort þetta sé algerlega glapræði að ætla sér bíltúr á þeim úrhleyptum og hvort menn hafi gert eitthvað að því eða hvort þessi dekk enda alltaf sem sumardekk um leið og þau eru soðin.

Kv Jón Garðar

Re: Dekkjaspurning

Posted: 04.feb 2011, 18:52
frá KÁRIMAGG
hvernig dekk eru þetta
hvað eru þau stór
hve löng var rifan sem var soðin

Re: Dekkjaspurning

Posted: 04.feb 2011, 19:56
frá Startarinn
Ég á tvö sett af 38" mudder, 1 dekk kappað og soðið í hvoru setti, ég er búin að keyra á úrhleyptu á báðum settum vandamálalaust, mér var ráðlagt af reyndari manni að keyra bara á þessu, hann var búinn að keyra á dekki sem hann átti í 5 ár, þar af 3 sem snjódekk og svo 2 sem sumardekk og þá var komið smá los á kappann, miðað við það myndi ég ekki hafa áhyggjur af þessu í að minnsta kosti 2 ár, þá mætti kannski skoða þetta, en þetta fer náttúrulega eftir hvað menn keyra mikið

Re: Dekkjaspurning

Posted: 04.feb 2011, 22:44
frá Izan
Sælir

Takk fyrir svörin.

Ég fór inn í bílsskúr og kíkti á dekkin og það er allavega annað sem er trúlega óhætt að nota miðað við þetta en þar er gatið ekki svo stórt. Hitt dekkið er náttúrulega miklu betra dekk en suðan þar er mun stærri og í þokkabót er kappi af sverustu gerð undir suðunni. Allt saman þykkt og mikið og frekar óaðlaðandi í jeppa sem þarf að treysta.

Suðurnar á báðum dekkjum eru náttúrulega á versta stað s.s. í kantinum þar sem dekkið "brotnar" helst þegar minnst er í því og mest álag.

Ætli maður verði ekki að prófa ósköpin, það er ekki svo spennandi að kaupa sér dekk í dag, valið stendur eiginlega á milli þess að kaupa dekk til að komast á þorrablót eða nota gamla draslið og hafa efni á að komast á blót og eiga á hættu að hlegið sé að manni, ef ekki núna þá næst.

Kv Jón Garðar