hleðslujafnari (bremsudeilir) lc 90


Höfundur þráðar
solider
Innlegg: 158
Skráður: 03.apr 2010, 20:49
Fullt nafn: Steinar Valur Steinarsson

hleðslujafnari (bremsudeilir) lc 90

Postfrá solider » 21.jún 2016, 22:17

Kannast einhver við það er með lc 90 2001 og það er farinn í honum hleðslujafnarinn fyrir afturbremsurnar umboðið á þetta ekki til nema fyrir bíl án abs eb þessi er með abs. Þannig að ég var að velta fyrir mér hver munurin sé á þessu umboðið getur eingu svarað þannig að ég leyta til ykkar og allar upplýsingar vel þegnar



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: hleðslujafnari (bremsudeilir) lc 90

Postfrá jongud » 22.jún 2016, 08:12



Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: hleðslujafnari (bremsudeilir) lc 90

Postfrá Heiðar Brodda » 05.júl 2016, 10:27

Hendir þessu úr búið að gera það í mörgum Hiluxum og virkar kv Heiðar


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: hleðslujafnari (bremsudeilir) lc 90

Postfrá Navigatoramadeus » 10.júl 2016, 08:32

ég hef tekið þennan deili úr nokkrum bílum og sett T-stykki í staðinn nema hvað, einn kúnni (á LC90 á 35") kom aftur því bíllinn var leiðinlegur við hemlun og ég prófaði hann "almennilega".

niðurstaðan var að við þétta hemlun dró bíllinn afturhjólin og í t.d. hringtorgum mátti ekki nema tipla létt á bremsurnar svo hann læsti ekki innra afturhjólinu og þetta var allt á þurru malbiki.

þetta gæti hafa stafað af því að bremsurnar á framhjólunum hafi ekki verið 100% en mv þessa reynslu og þá staðreynd að framleiðendur eru að hafa þennan búnað í bílunum einhverra hluta vegna, myndi ég ekki mæla með að taka deilinn úr og setja T-stykki í staðinn, þetta eru jú bremsurnar, atriði nr. 1, 2 og 3 til að hafa í lagi í hverjum bíl.

svo man ég eftir því að litla konan mín varð skelfingu lostin fyrir einhverju síðan að vetri til í hálku en þá bremsaði hún svo að bíllinn snerist ca 180 gráður á veginum og mildi að ekki yrði slys, ventillinn er fastur í bílnum svo eitthvað gagn gerir þetta nú og ég ætla að skipta ventlinum út fljótlega (Musso).

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: hleðslujafnari (bremsudeilir) lc 90

Postfrá ellisnorra » 10.júl 2016, 11:28

Ekki veit ég svar við aðal spurningunni, þe abs vs ekki abs í þessu máli. En smá þessu tengt.

Ég átti 91 hilux sem var hættur að bremsa að aftan, þessi hleðslujafnari var orðinn fastur í bílnum og reif ég hann úr. Eftir þetta fór bílilnn að bremsa svo um munaði að aftan, ef ég var á malarvegi þá dró hann oft afturhjólin ef maður bremsaði fast. Á þessum tímapunkti var ég með lc70 hásingu að framan með original bremsubúnaði á. Þar er einfaldur diskur og fannst mér hann bremsa minna með þeim útbúnaði heldur en tvöföldu diskunum sem voru áður þegar ég var með klafana.
Ég náði mér í bremsur af dísel hilux hásingabíl (sami diskur og í lc60) og þá var comboið fullkomið! Alvöru bremsur voru fæddar.

Af þessu má mögulega draga þann lærdóm að það er í lagi að rífa þetta úr ef frambremsurnar eru í góðu lagi. Til frádráttar má draga faktorinn að bremsur í gömlum hilux og 10 árum yngri lc90 eru örugglega ekki eins. Einnig gætu skoðunarmenn sett útá það, ég lenti einmitt í vandræðum með það en eftir nánari skoðun þá var það vitlaust hjá skoðunarmanninum og náði að láta hann éta það ofaní sig, þe það mátti fjarlægja þetta úr 91 hilux. Ég man ekki hvort það var tengt við árgerðir og má því ekki í nýrri bílum en það er sjálfsagt lítið mál að fletta því upp.

Svo maður haldi spekuleringunum áfram, þá væri nú ráð fyrir þig að fara uppí toyota og fá að sjá þennan deili sem er fyrir non-abs og bera hann saman við þinn. Það er ekkert víst að á þeim sé munur þó tölvan setji abs og non-abs kerfin í sinn hvorn flokkinn. Næsta leið væri líka eflaust ágæt, sérsaklega fyrir veskið, að finna þetta á ebay eða skyldum síðum.
http://www.jeppafelgur.is/


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: hleðslujafnari (bremsudeilir) lc 90

Postfrá biturk » 10.júl 2016, 18:32

I hilux 90-97 er þetta oft fast

En það er ekkert mál að rífa svona deilir í sundur og liðka hann upp
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 10 gestir