Síða 1 af 1

Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 16.jún 2016, 15:56
frá Tollinn
Sælir félagar

Að öllum líkindum er farin hjá mér stýrismaskína. Eru það ekki bara fóðringar sem eru yfirleitt það sem er ónýtt í þessu? Hafa menn verið að taka þetta upp eða bara keypt nýja?

Hvað er til ráða??


Með fyrirfram þökk

Kv Tolli

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 16.jún 2016, 17:31
frá olei
Hvað er að maskínunni?
Leki, máttleysi ... ..?

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 16.jún 2016, 17:41
frá Tollinn
Ég var s.s. með bilinn í skoðun og sögðu þeir að annað hvort væru innri stýrisendar slitnir eða maskínan. Ég reif síðan hosuna fra og sá að stöngin sem kemur út úr dælunni gengur upp og niður við átak. Einnig gengur dælan fram og til baka og eru fóðringarnar ónýtar. Ég var hins vegar að velta því fyrir mér hvort hægt er að gera í þessu með stöngina.

kv Tolli

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 16.jún 2016, 19:24
frá olei
Ahh, já auðvitað er tannstangarstýri í þessu, ég var með venjulega maskínu í huga. Þekki ekki hvort hægt sé að fá í þetta, vonandi geta aðrir jeppaspjallarar varpað ljósi á það.

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 16.jún 2016, 22:57
frá Sævar Örn
hef margoft skipt um þessar maskínur og þá hafa þær verið keyptar gegnum ljónsstaði, held það sé undir 100þ

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 17.jún 2016, 10:01
frá Tollinn
Og er það eini sénsinn, finnst ótrúlegt að ekki sé hægt að fá pakkningasett i þetta.

En ja, ég tékka á ljónsstöðum

Takk fyrir svörin

kv Tolli

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 17.jún 2016, 11:15
frá Navigatoramadeus
þú getur prófað að herða aðeins á maskínunni, færa snigilinn nær tannstönginni en alls ekki of nærri, þá er það stál í stál.

fóðringarnar utanum maskínuna (frá Jeppasmiðjunni Ljónsstöðum) höfum við fengið hjá Stáli og Stönsum, fínt að taka alla stýrisendana í leiðinni ef menn tíma því.

eina vezenið er að stundum eru rörin milli dælu og maskínu nánast ónýt og fara svo í köku við þetta, þægilegra að taka ballansstöngina frá og muna að festa stýrið í ca miðstöðu svo klukkuhringurinn slitni ekki, þá þarf að hjólastilla svo vel sé.

alltof mikið mál að pósta myndum hér fyrir klaufa einsog mig :)

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 17.jún 2016, 13:10
frá Tollinn
Kannski maður verði bara að kyngja þessu og fá sér nýja

Kv Tolli

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 17.jún 2016, 22:02
frá Navigatoramadeus
rakst á síðu með varahluti í tannstangarstýri í ýmsa bíla, þú gætir sent þeim mail með grindarnúmeri og lýsingu, held að LC90 heiti Prado í sumum löndum og þetta er merkt landcruiser en ekki nákvæmlega hvaða cruiser.

http://steeringseals.com/landcruiser-1.html

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 18.jún 2016, 10:21
frá jongud
Partanúmerið í 90 cruiser (1996-1999) er 44200-60022

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 18.jún 2016, 14:52
frá Tollinn
Takk kærlega fyrir þetta

kv Tolli

Re: Stýrismaskínuvesen í 90 cruiser

Posted: 18.jún 2016, 22:14
frá Hilux35
Ég lét taka upp maskínu hjá þeim félögum á Ljónsstöðum fyrir stuttu síðan í hilux, kostnaðurinn var langt yfir 100 þús,- mæli með nýrri maskínu í LC hún kostar ný um 100 þús.-