Síða 1 af 1
EM 2016!
Posted: 14.jún 2016, 17:59
frá Járni
Ég vona þið séuð ekki að sóa sumrinu fyrir framan skjáinn að horfa á tuðruspark!
Til að komast hjá þessu öllu lét ég tilleiðast í að trússa truntur.
Hvað gerið þið til að sleppa við þetta?

- IMG_20160614_153419.jpg (3.43 MiB) Viewed 1858 times

- IMG_20160614_131131.jpg (3.79 MiB) Viewed 1858 times
Re: EM 2016!
Posted: 14.jún 2016, 20:05
frá íbbi
njóta veðursins og slà garðinn,
Re: EM 2016!
Posted: 15.jún 2016, 00:18
frá brinks
Ekkert!! Lagðist bara upp í sófa og naut þess að horfa á Íslenska landsliðið spila :)
Re: EM 2016!
Posted: 15.jún 2016, 00:19
frá jeepcj7

- 20160426_200156.jpg (1.67 MiB) Viewed 1721 time
Skrúfaði saman jarðýtu
Re: EM 2016!
Posted: 15.jún 2016, 08:08
frá jongud
Horfði á málningu þorna.
Re: EM 2016!
Posted: 15.jún 2016, 13:41
frá Járni
Þetta fór nú ekki betur en það að hestamennirnir gáfust upp á hestunum og enduðu inni í bíl að hlusta á menn sparka í bolta.
Re: EM 2016!
Posted: 15.jún 2016, 23:31
frá jeepcj7

- 20160615_082818.jpg (1.82 MiB) Viewed 1492 times
Það næst bara rás 2 í sveitinni þannig að maður náði ekki að missa alveg af "sigrinum"
Re: EM 2016!
Posted: 15.jún 2016, 23:43
frá olei
Flottur Zetor þarna á myndinni, hvað er annars þetta EM sem þið eruð að tala um, vonandi ekkert smitandi?