Síða 1 af 1

Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 11:09
frá gaz69m
veit einhver um Hägglunds BV206 sem væri til sölu á landinu má vera með bilaða vél .

Re: Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 12:03
frá birgthor
.

Re: Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 12:07
frá Einar
Norski herinn hefur verið að selja eitthvað af sínum upp á síðkastið en það virðist ekkert vera til sölu í augnablikinu.
http://www.auksjon.no

Re: Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 15:20
frá gaz69m
enda er þessi ætlaður fyrir annan en mig

Re: Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 15:51
frá juddi
Norski herin henti þessu lýka í bunkum

Re: Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 16:06
frá ellisnorra
Við í Björgunarsveitinni Ok eigum tvo
Image

Image

Image

Þetta eru ótrúlega mögnuð tæki og fátt sem getur stöðvað þau, fer yfir ís, snjó, vatn, mýri og ég veit ekki hvað og hvað. Einnig er hægt að fíra þessu eftir malbikinu á að mig minnir allt að 60km hraða. Annar bíllinn er líka með tjakk á milli þar sem hægt er að nokkurvegin búa til V úr þeim, það auðveldar mjög klifur td upp háa bakka eða upp úr erfiðum ám.

Landsbjörg hafði milligöngu um kaup á nokkrum svona bílum fyrir sveitir út um allt land, ég man ekki hvert þeir fóru allir eða hvað þeir voru nákvæmlega margir, 6-8 bílar. Man eftir einum í Garðarbæ, einum á Hellu og við fengum einn úr því holli og keyptum síðan annan sjálfir.

Við leit og björgun eru þetta ein allra öflugustu tæki sem völ er á.

Re: Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 17:25
frá Hordursa
Sæll, ég get útvegað svona tæki frá danmörku ef vilji er fyrir hendi.

kv Hörður 8573657

Re: Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 20:36
frá birgthor
.

Re: Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 20:46
frá ellisnorra
Voru Kópavogsskátarnir ekki í vandræðum með þennan mótor, mig minnir að ég hafi heyrt orðróm um það, man samt ekki hvað það var reyndar.

Við erum "bara" með original mótora í okkar bílum ennþá, v6 3.0 ford og erum ekkert á þeim buxunum að skipta þeim út.

Re: Hägglunds BV206 snjóbíll

Posted: 04.feb 2011, 20:51
frá Startarinn
Ég held að Skagfirðingasveit sé einmitt að útbúa sinn með 5 cyl benz