Spyrnu keppni á Akureyri/ meiriháttar gaman


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Spyrnu keppni á Akureyri/ meiriháttar gaman

Postfrá sukkaturbo » 29.maí 2016, 17:56

Sælir félagar fór á akureyrir í gær með syni mínum sem er forfallinn spyrnu maður og á 1994 Mustang og horfði á spyrnukeppni sem var haldinn á svæði bílaklúbbs akureyrar. Því líkt snildarsvæði og vel að öllu staðið og klúbbnum til sóma. Ég hafði virkilega gaman að vera á svæðinu. Sonur minn var lengi búinn að reyna að draga mig á þetta svæði og nenti ég aldrei að fara og bar öllu við síðust sumur.En núna er ég loksins drullaði mér af stað og á staðinn þurfti hann að draga mig út af svæðinu með kaðli þegar átti að fara heim því svo var ég spenntur og ánægður með svæðið og fyrirkomulagið á keppninni. Ég var í þessu sporti í gamladaga eða fyrir 100 árum og þá var spyrnt á moldargötum og einstaka steypu kafla.En í dag er þetta alvöru og nú eru allir að koma með turbo eitthvað sem virkar alveg ótrúlega. En það væri gaman að mæta með gamla stutta sukku sem væri með góðri 8 cyl vél og sjálfskiptingu og taka úr henni framdrifið og setja góða afturhásingu sem þolir 300 + og 44 Dic Cepek slitinn og mjúkan, og lina aðeins í honum kanski 1 pund og prufa svo. Það gætu virkað eins og stórir slikkar nema þeir kosta ekki neitt he he.Bara að vera öðruvísi he he. Ég á stutta Vitöru 95 nokkuð heila og auglýsi hér með eftir 300+ hestafla vél í hana og sjálfskiptingu.Grindin í Vitörunni eða sukkunum er ansi flott byggð og sterk og ekki mikið mál að hafa svona bíl lág byggðan út af C unum sem eru fremst og aftast yfir hásingunni td. að aftan. Henda úr henni framdrifinu og millikassanum og öllu innan úr henni og innribrettum færa húsið aðeins aftur og hafa bara einn stól og prufa.



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Spyrnu keppni á Akureyri/ meiriháttar gaman

Postfrá Sævar Örn » 29.maí 2016, 18:45

Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Spyrnu keppni á Akureyri/ meiriháttar gaman

Postfrá Dodge » 08.jún 2016, 09:52

Svo bara endilega kíkja um bíladaga, 3falt stærri og flottari keppni þá

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Spyrnu keppni á Akureyri/ meiriháttar gaman

Postfrá Startarinn » 08.jún 2016, 18:52

Sævar Örn wrote:https://www.youtube.com/watch?v=XZW09N-nscw

mundu bara prjóngrindina



Er ekki nóg að hann sleppi því að færa húsið aftar ef hann keyrir sjálfur?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir