Síða 1 af 1

Hilux diesel árg 91 startari

Posted: 28.maí 2016, 14:21
frá foxinn82
Sælir. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að Hiluxinn hja mer startar ekki i fyrsta. Þarf stundum að snúa lyklinum 2-3 til hann fari i gang. Þa gerist ekkert þegar eg sný lyklinum. Vitið þið hvað gæti verið að?

Re: Hilux diesel árg 91 startari

Posted: 28.maí 2016, 16:13
frá villi58
Skoðaðu + frá geymi (geymum) og eins jarðsamband frá grind í startara, svo gæti verið kominn tími á kol eða segulrofa (snertur).
Ef þú finnur ekkert að lögnum þá úr með kvikyndið og þá getur þú prufað hann á borði, gólfi, skrúfstykki, líka hægt að tengja á milli með hann á mótornum en ég mundi ekkert vera fikta svoleiðis nema þú sért vanur þessu.
Þegar hann er kominn úr er mjög fljótlegt að skoða kolin og snertur segulrofa.

Re: Hilux diesel árg 91 startari

Posted: 28.maí 2016, 17:02
frá sigurdurhm
Hvað með rafgeyminn? Hver er spennan á honum? Ef hún er minna en 12,5 v gæti hann verið vandamálið. Og lika að mæla hleðsluna í gangi (>14,5 v).

Ef ekki þá fara í það sem kemur fram að ofan. Sérstaklega ef það er farið heyrast mikið tikk.

Kv. SHM

Re: Hilux diesel árg 91 startari

Posted: 28.maí 2016, 20:36
frá foxinn82
Þakka fyrir uppl. Eg fæ einhvern i þetta :)