Síða 1 af 1

LC 90 á 35 eyðsla

Posted: 23.apr 2016, 15:20
frá Gunnlaugur Jónsson
Sælir félagar
Hefur einhver skoðun á því hvað eðlileg eyðsla er á LC 90 99árgerð , 35" , sjálfskiptur. Mér finnst ég vera að mæla hann í 16 jafnvel 17 lítrum. Önnur spurning er þá hvort það séu einhver "trikk" til að minka eyðsluna. Þ.e annað en að keyra minna :-)

Re: LC 90 á 35 eyðsla

Posted: 23.apr 2016, 17:21
frá olafur f johannsson
Þetta er bara eðlileg eyðsla á svona bíl

Re: LC 90 á 35 eyðsla

Posted: 24.apr 2016, 09:51
frá Gunnlaugur Jónsson
olafur f johannsson wrote:Þetta er bara eðlileg eyðsla á svona bíl

Takk fyrir það þá get ég hætt að hugsa um þetta og einbeitt mér að þvi að hafa bílinn í góðu standi í sumar .

Re: LC 90 á 35 eyðsla

Posted: 24.apr 2016, 12:27
frá jongud
Gunnlaugur Jónsson wrote:Sælir félagar
Hefur einhver skoðun á því hvað eðlileg eyðsla er á LC 90 99árgerð , 35" , sjálfskiptur. Mér finnst ég vera að mæla hann í 16 jafnvel 17 lítrum. Önnur spurning er þá hvort það séu einhver "trikk" til að minka eyðsluna. Þ.e annað en að keyra minna :-)


Er þetta innanbæjar- eða langkeyrsla?

Re: LC 90 á 35 eyðsla

Posted: 24.apr 2016, 17:57
frá Svenni30
Mér þykir þetta nú ansi hraustleg eyðsla

Re: LC 90 á 35 eyðsla

Posted: 24.apr 2016, 20:37
frá olafur f johannsson
Ég er búinn að vera með svona bíla helling átti 38" svona sjálskiptan með millikæli og alskonar dóti hann ver aldrei undir 15l í langkeyrslu og um 18-20l innanbæjar dóti. var með einn 33" breyttan beinskiptan hann var um 13l á langkeyrslu og um 17l innanbæjar

Re: LC 90 á 35 eyðsla

Posted: 24.apr 2016, 20:56
frá oddur
Ég átti svona bíl 99 árg, sjálfskiptan á orginal hlutföllum og hann var nánast alltaf í 14-15 lítrum, datt kannski niður í 13 í langkeyrslu

Re: LC 90 á 35 eyðsla

Posted: 25.apr 2016, 08:22
frá jongud
oddur wrote:Ég átti svona bíl 99 árg, sjálfskiptan á orginal hlutföllum og hann var nánast alltaf í 14-15 lítrum, datt kannski niður í 13 í langkeyrslu


Sama hér, ég er á '97 árg. 35-tommu sjálfskiptum. Hann fer að vísu sjaldan yfir 15 innanbæjar og hangir í 13 á langkeyrslu. en ég er ekki að keyra hann mikið í örtöðinni þegar það er alltaf verið að gefa í og bremsa á víxl.

Re: LC 90 á 35 eyðsla

Posted: 25.apr 2016, 15:10
frá bragig
Þetta er 2 tonna bíll. Á 35" má alveg gera ráð fyrir 15 lítrum í snatti. En gætir mögulega náð þessu eitthvað neðar með því að setja trékubb undir inngjöfina (svo hann fái aldrei nema hálfa gjöf). Gömlu ráðin eru líka alltaf gild. t.d. hafa 30 pund í dekkjum, athuga hjólastillingu, og passa loftsíuna.