Síða 1 af 1
Fuse box í LC70
Posted: 02.feb 2011, 19:16
frá Fetzer
Mér tókst að sprengja eitthver öryggi i land cruiser 70 89 mdl,
og veisu ótrulegt en satt þá finn ég hvergi öryggjaboxið, bunað prófa googla og ekkert gekk
hjálp! bilinn er i skralli, tætti hann allan utaf þessu, finn bara ekkert
Re: Fuse box í LC70
Posted: 02.feb 2011, 21:37
frá haffij
Ertu búinn að skoða út í hliðina fyrir framan bílstjórahurðina, undir mælaborðinu?
Re: Fuse box í LC70
Posted: 02.feb 2011, 21:42
frá nobrks
Svo er þráðararöryggi 5cm frá geymapólnum ef enginn straumur er á bílnum
Re: Fuse box í LC70
Posted: 02.feb 2011, 21:49
frá Polarbear
öryggjaboxið er undir gráa plastinu vinstramegin við lappirnar á þér þegar þú situr í bílstjórasætinu.
Annað box er útí húddi, beint fyrir framan bremsumasterinn og kúplingsmasterinn.
hvað nákvæmlega gerðist ? kemur enginn straumur á neitt þegar þú svissar á? þá gæti þetta verið öryggið sem er alveg við geyminn eins og nobrks bendir á.
Re: Fuse box í LC70
Posted: 06.feb 2011, 19:23
frá Fetzer
sælir, fann þetta, það var eitthver snillingur buinn að teppaleggja yfir lokið :)
takk