Síða 1 af 1
Trooper leiðinlegur í gang..
Posted: 16.apr 2016, 22:13
frá Ingólfur J
Jæja enn trooperinn enn sem er morgunfúll... keypti mér trooper um daginn og hann er frekar leiðinlegur í gang kaldur. Var sagt að það væru viku gömul glóðarkerti í honum, hvað haldið þið að geti valdið þessu vandamáli ...
Re: Trooper leiðinlegur í gang..
Posted: 17.apr 2016, 00:35
frá Aparass
Slappir rafgeymar?
Þessir bílar þurfa álíka orku í startið eins og 1/4 af álverinu í Straumsvík.
Þrátt fyrir góða geyma þá er þetta að snúast álíka hratt og nírætt gamalmenni á diskóteki svo ef geymarnir slappast eitthvað þá virðist þetta geta startað helvíti lengi á rólegum snúning án þess að fara í gang.
Það er þá svona eins og það vanti 50 snúningum meÍra á mínútu til að þeir hrökkvi í gang.
Sjáðu hvort hann dettur í gang kaldur með startkapla á.
Hitt sem gæti samt talist algengara er að pickup rörið fyrir smurolíuná á það til að springa og þá er hann lengi að ná upp olíuþrýsting og þessir bílar neita að opna fyrir olíuverkið fyrr en það er kominn þrýstingur á smurolíu.
Re: Trooper leiðinlegur í gang..
Posted: 17.apr 2016, 09:33
frá ellisnorra
Aparass wrote:Hitt sem gæti samt talist algengara er að pickup rörið fyrir smurolíuná á það til að springa og þá er hann lengi að ná upp olíuþrýsting og þessir bílar neita að opna fyrir olíuverkið fyrr en það er kominn þrýstingur á smurolíu.
Nákvæmlega það sem mér datt í hug. Pickuprörið kostar furðu lítið, að mig minnir 7 þúsund í umboðinu. Borgar sig amk sem forvörn að skipta um þetta í gömlum bíl því þetta gerist í þeim flestum.
Re: Trooper leiðinlegur í gang..
Posted: 17.apr 2016, 11:37
frá Sævar Örn
Maður sem ég geri við fyrir segist finna mikinn mun á bílnum við gangsetningu þegar sett er á hann ný smurolía... þó er notuð góð olía og eftir upplýsingum framleiðanda en hann vill meina að eftir því sem smurolían eldist valdi hún því að bíllinn sé lengur að ná upp smurþrýsting
eins skipti máli að kaupa góðar smursíur, önnur þeirra, sú litla er á hvolfi og ef hún er léleg og tæmist í hvert skipti sem drepið er á getur tekið talsverða stund að fá bílinn í gang
er þetta eitthvað?
Re: Trooper leiðinlegur í gang..
Posted: 17.apr 2016, 14:32
frá hobo
Skilyrði að nota 5w-30 á þessar vélar, sú olía helst þunn í kulda sem er nauðsynlegt svo háþrýsti-smurolíukerfið nái tilsettum þrýsting við gangsetningu.