LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum


Höfundur þráðar
Gunnar Björn
Innlegg: 73
Skráður: 05.okt 2011, 19:05
Fullt nafn: Gunnar Börn Haraldsson

LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá Gunnar Björn » 03.apr 2016, 20:35

Getið þið frætt mig um endingu á þessum mótorum?
Er dísel vélin að endast lengi með góðu viðhaldi eða eru heddvandsmál eins og í mörgum jeppum? Og er bensín vélin verri kostur varðandi endingu?
Kv Gunnar



User avatar

halli7
Innlegg: 118
Skráður: 19.aug 2011, 20:42
Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá halli7 » 04.apr 2016, 00:13

Hef ekki heyrt neina slæma hluti um diesel vélina nema þetta þekkta spíssa vandamál.
Þessir mótorar hafa verið að endast mjög vel með góðu viðhaldi.
Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá olafur f johannsson » 04.apr 2016, 09:35

Ég ef séð 4l v6 land cruiser 120 ekinn um 340þús og allt í topp lagi með vélinna. þar var búið að skipta um vatnsdælu og súrefnisskynjara og svo bara smur og kerti reglulega
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


oddur
Innlegg: 80
Skráður: 19.feb 2010, 10:47
Fullt nafn: Oddur Grétarsson

Re: LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá oddur » 04.apr 2016, 11:34

Þekki til tvo LC120 með bensín vél og það fór heddpakkning í þeim báðum í ca 170 - 190 þús km

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá Óskar - Einfari » 04.apr 2016, 14:11

Diesel vélarnar virðast endast betur en bensínvélarnar í LC120. Satt að segja virðast þessar diesel vélar endast bara furðu vel. Ef maður skoðar þessa bíla sem eru eknir hundruðir þúsunda km þá er mjög sjaldan tekið eitthvað framm að það hafi nokkuð þurft að gera við vélina eða drifrásina. Auðvitað eru alltaf undantekningar og eðlilegt að bílar þurfi viðhald......... en svona miðað við það sem maður hefur séð í auglýsingum á sumum öðrum bílum þar sem "nýtt hedd" eða "nýtt hitt" og "nýtt þetta" virðist vera regla en ekki undantekning þá held ég að það séu nokkuð góð kaup í LC120 diesel. Ég hef aldrei átt LC120 en Hiluxinn er auðvitað með mjög svipað kram og alveg eins vél.... hann er kominn í 200k km. Búið að skipta um spíssa í innköllunn stuttu eftir að ég fékk hann. Síðan hefur verið skipt um olíur og síur eftir þörfum... ásamt tímareim og strekkjara.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá Startarinn » 04.apr 2016, 19:26

Sogportin í heddunum á dísilvélunum þrengjast með tímanum vegna EGR kerfisins, félagi minn tók svona vél sem stóð til að föndra í 90 cruiser og hreinsaði drulluna í burtu. ég er bara ekki viss hvort sú vél er kominn í notkun
Síðast breytt af Startarinn þann 05.apr 2016, 08:48, breytt 1 sinni samtals.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá Hagalín » 04.apr 2016, 21:10

Er ekki grindin búin að yfirgefa partýið eða komin langleiðina með það i flestum 120 bílunum??
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá olafur f johannsson » 04.apr 2016, 23:07

Grindur í bílum sem eru keyotir nýir hér á Ak eru í topp standi :) eins með 90 crueser sem hafa alla tíð verið hér :)
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Höfundur þráðar
Gunnar Björn
Innlegg: 73
Skráður: 05.okt 2011, 19:05
Fullt nafn: Gunnar Börn Haraldsson

Re: LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá Gunnar Björn » 05.apr 2016, 00:05

Takk fyrir svörin

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: LC 120. Bensín dísel. Ending á vélum

Postfrá Sævar Örn » 05.apr 2016, 19:38

Hagalín wrote:Er ekki grindin búin að yfirgefa partýið eða komin langleiðina með það i flestum 120 bílunum??



Það er ekki alveg svo, það er ca tíundi hver sem er orðinn aðeins eða talsvert ryðgaður, og kannski 1 af hverjum 100 sem er orðinn hættulega ryðgaður

Það virðist engin regla vera á þessu, sumir eru eins og nýjir 2004 árg og eknir í reykjavík á þriðja hundrað þúsund, en svo er næsti bíll að hverfa úr ryði
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir