Síða 1 af 1

Hilux háu ljós

Posted: 23.mar 2016, 21:05
frá Heiðar Brodda
Sælir er með hilux 91 disel og hái geislinn kviknar ekki er búinn að ath perur og að ég held relayin eða er háu ljósa relayið ekki undir stýrinu og hitt í húddinu í öryggis boxinu kv Heiðar

Re: Hilux háu ljós

Posted: 24.mar 2016, 07:31
frá sukkaturbo
Sæll Heiðar öryggin eru í boxinu farþega meginn í vélarsalnum. Svo er mane öryggi undir mælaborðinu. Mældu með mæli hvort þú fáir straum að örygginu í húddinu það gæti verið farin sundur jörð fram við brettin

Re: Hilux háu ljós

Posted: 24.mar 2016, 07:56
frá emmibe
Er ekki einhvað gagnlegt hérna? http://jdmfsm.info/Auto/Japan/Toyota/Hilux%20Surf/
Þetta er í Handbækur og Tækniupplýsingar hér á síðunni. viewforum.php?f=58

Re: Hilux háu ljós

Posted: 26.mar 2016, 20:33
frá Heiðar Brodda
Sælir er með hilux 90 -91 og hvar er relayið fyrir háu ljósin það er ekki frammi húddinu það kemur ekki fyrr en í 93 hilux er alveg lens kv Heiðar

Re: Hilux háu ljós

Posted: 27.mar 2016, 08:13
frá sukkaturbo
Sæll Heiðar er það ekki undir mælaborðinu við öryggjaboxið

Re: Hilux háu ljós

Posted: 27.mar 2016, 17:23
frá Heiðar Brodda
Nei það er ekki þar bara relay fyrir stöðu og aftur ljós þarf sennilega að rekja alla víra en er hættur í bíl, skil þetta ekki svo er að koma vor þarf ekki háu ljósin hehe en kemst sennilega seint í gegnum skoðun svona en það er annað mál kv Heiðar

Re: Hilux háu ljós

Posted: 28.mar 2016, 09:10
frá sukkaturbo
Þá er bara að fara í teikningar þær eru her á spjallinu í PDF formi ef ég man rétt

Re: Hilux háu ljós

Posted: 29.mar 2016, 23:47
frá Heiðar Brodda
Sælir fann bilunina það var búið að stela straum undir stýri og setja þjóf sem var með þeim lengri og hann hafði brotnað í sundur, tengdi og allt í lagi en veit samt ekki hvar háu ljósa relayið er, skoðaði í húddið á hilux 1990 og það var eins í honum þetta relay var ekki í öryggja boxinu eins og td í 93 hilux
Kv Heiðar