Síða 1 af 1

North-up eða Course-up????

Posted: 20.mar 2016, 19:41
frá zecolleman
Hvort eru menn að keyra eftir???

Re: North-up eða Course-up????

Posted: 21.mar 2016, 01:26
frá Kiddi
North up, maður verður sjóveikur ef tækið er alltaf að hringsnúast

Re: North-up eða Course-up????

Posted: 21.mar 2016, 08:02
frá Hagalín
Ég notast við Course up. Vil hafa þetta í sömu stefnu og bíllinn er.

Re: North-up eða Course-up????

Posted: 21.mar 2016, 08:13
frá jongud
North up, gamall vani...

Re: North-up eða Course-up????

Posted: 21.mar 2016, 08:33
frá ivar
+1 á North up.

Skiptir mig mestu máli þegar ég er að fara hægt svo þetta sé ekki á fleigi ferð.

Undantekningin á þessu er þegar ég er að keyra hratt á óþekktum slóðum s.s. erlendis þar sem ég veit hvort eð er ekkert hvernig ég sný. Þá Course up

Re: North-up eða Course-up????

Posted: 21.mar 2016, 18:13
frá Sævar Örn
alltaf north up, hef aldrei geta vanist course up það fer allt á ferð og flug ef maður er að keyra rólega eða t.d. að hjakka

svo finnst mér course up ekki virka ef maður stoppar þá er eins og það haldi áfram að snúast eins og maður sé a eitthverri hreyfingu sem er alveg óþolandi, maður þarf helst að vera á hreyfingu til að átta sig á hvað er fram og hvað er aftur í raun og veru

Re: North-up eða Course-up????

Posted: 21.mar 2016, 19:32
frá Brjotur
North up líka fínt að átta sig á áttunum þannig án þess að vera að rýna í tölurnar :)

Re: North-up eða Course-up????

Posted: 22.mar 2016, 08:46
frá harnarson
Vanalega Course-up. Finnst það hjálpa við að átta sig betur á aðstæðum. Sný líka kortum á hvolf eða hlið þegar aðstæður eru þannig :)