Að breyta L200 fyrir 44"


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá fannar79 » 06.mar 2016, 10:49

Jæja viskubrunnar, mig langar að breyta 2003 L200 og var að velta fyrir mér hvort að 2,5 vélinn hefði eitthvað í 44" að gera.
Edilega deilið skoðunum ykkar á þessu.

kv
Fannar S.



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá jongud » 06.mar 2016, 11:19

Er þetta ekki svo til sama kram og í Pajero? Maður hefur séð þá á 44-tommum, en þeir eru þá líklega allir með 2.8 vélinni.
En svo er maður að sjá Hilux á 44-tommum með 2.4 þannig að það ef maður getur kreist út svipað afl úr 2.5 Mitsubishi og 2.4 Toyota þá hýtur þetta að ganga með sömu takmörkunum.


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá fannar79 » 06.mar 2016, 12:53

Sama og ég var að hugsa með þetta allt.

User avatar

eyberg
Innlegg: 444
Skráður: 16.júl 2011, 22:07
Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok

Re: Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá eyberg » 06.mar 2016, 13:38

Spurning hvað hlutföll eru í hönum ?
44" þurfa 5.30 hlutföll, er sjálfur með 4.90 á 38" og það mæti vera lægra :)
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá jongud » 06.mar 2016, 15:51

eyberg wrote:Spurning hvað hlutföll eru í hönum ?
44" þurfa 5.30 hlutföll, er sjálfur með 4.90 á 38" og það mæti vera lægra :)


Já, það var eitt af takmörkununum sem ég minntist á, Er hægt að fá hlutföll sem eru nógu lág fyrir 44-tommur?


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá grimur » 06.mar 2016, 16:05

Galloperinn minn(sem kemur með sömu vél) var með 5.29 original. Gæti alveg passað eitthvað á milli, afturhásingin færi bara komplett milli bíla.
Bíllinn var fínn á 35" þannig, held að gírkassinn sé frekar hátt gíraður. Hefði alveg virkað með 38" líka. Original allt of lág hlutföll en hentuðu svosem vélinni eins og hún kom hálf kláruð. Fullt af lofti og slatta af olíu, þá er hægt að láta þetta tuðrast alveg hellings áfram. Mér fannst hann virka best við sirka 18psi, held að intercoolerinn hafi hætt að hafa nokkuð við eftir það og draslið einhvern veginn koðnaði bara við meira boost. Stærri cooler frammi í grilli er líka allt annað dæmi og betra.

Þetta á alveg að geta gengið, veit svosem ekki hvernig framdrifið heldur í þessu, en mér tókst allavega ekki að brjóta það í hlunknum mínum þrátt fyrir allskyns ofbeldi, en það var bara 35".

Kv
Grímur


Ágúst83
Innlegg: 261
Skráður: 09.apr 2011, 09:59
Fullt nafn: Ágúst Snær Hjartarson
Bíltegund: pajero

Re: Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá Ágúst83 » 06.mar 2016, 18:46

A ég ekki bara að bjóða þer á rúntinn á pajero kv ágúst


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá fannar79 » 06.mar 2016, 20:16

Það liggur við Gústi væri gaman að vita hvernig þetta hagar sér;)


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá Brjotur » 06.mar 2016, 20:23

Einn sem ég ferðaðist með var á L200 2.5 og 44 og hann var bara að skila sér fint og örugglega :) þannig að go for it :)


Höfundur þráðar
fannar79
Innlegg: 71
Skráður: 07.sep 2010, 18:46
Fullt nafn: Fannar S Smárason

Re: Að breyta L200 fyrir 44"

Postfrá fannar79 » 06.mar 2016, 21:01

Já er það ekki, kemur þetta ekki allt fyrir rest:) Á einhver myndir af svona bíl á 44"?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir