Síða 1 af 1
					
				Hljóðeinangrun
				Posted: 01.mar 2016, 17:49
				frá TBerg
				Daginn 
Hvar fær maður hljóðeinangrunarmottur?
Og eru þær nokkursstaðar að finna á Akureyri?
kv. trausti
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 01.mar 2016, 18:28
				frá Startarinn
				Ertu þá að pæla í Armaflex eða svipuðu?
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 03.mar 2016, 09:41
				frá TBerg
				Veit ekkert hvað þetta heitir, er að leita að einhverju sem er ekki rosalega þykkt.
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 05.mar 2016, 12:11
				frá TBerg
				Enhinn sem veit.
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 05.mar 2016, 16:51
				frá Baldur Pálsson
				Gætir prufað að tala við bátasmiðjuna á Hlíðarenda.
http://www.baldurhalldorsson.is/kv
Baldur
 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 05.mar 2016, 17:39
				frá sukkaturbo
				tjöruborða það þræl virkar og gott að vinna þá mjög þungt efni sem gefur góða einangrun í leiðinni
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 05.mar 2016, 22:01
				frá Burri
				bílasmiðurinn  er neð þetta í 2 þykktum mótast við hita. mjög nice
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 06.mar 2016, 08:03
				frá sukkaturbo
				Sælir var að enda við að leggja niður um 70 lengdarmetra af 10 cm breiðum og 5 cm breiðum tjöruborðum sem ég verslaði hjá Olís. Mjög gott að vera með tvær breiddir.Virkar mjög vel sem hljóðeinangrun.
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 06.mar 2016, 09:19
				frá TBerg
				Kærar þakkir.
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 06.mar 2016, 15:16
				frá brunki
				ég myndi ekki nota tjöruborða  hef slæma reynslu af því  notaði svoleiðis og það fór að ryðga undan því  svo notaðu eitthvað annað en það
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 06.mar 2016, 17:04
				frá GBBs
				Bílasmiðurinn Bíldshöfða var með svona
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 06.mar 2016, 17:25
				frá villi58
				brunki wrote:ég myndi ekki nota tjöruborða  hef slæma reynslu af því  notaði svoleiðis og það fór að ryðga undan því  svo notaðu eitthvað annað en það
Undirbúningur þarf að vera 100% hvort sé notaður tjöruborði eða eitthvað annað. Gallinn við tjöruborða er að hann þornar og verður stökkur, síðan springur hann. Tjöruborði getur getur dugað tugi ára við bestu skilyrði, spurning hvað menn ætla að vera gamlir til að sjá hvernig honum farnast.
Eðlilega þá verður hann til leiðinda eftir 10 ár. kanski 20 ár. kanski 30 ár. spurning hvað á að áætla líftíma á tjöruborðum, kanski verður allt annað ónýtt á undan ef undirbúningur er góður.
 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 06.mar 2016, 17:32
				frá sukkaturbo
				Ég nota aldrei tjöruborðana í gólfin undir fótum farþega eða ökumanns þar ryðgar undir með tímanu eins og orginal tjörumottunum kemur allta vatn undir og ryð. Hef aldrei séð ryð í toppi eða innan í hvalbak ofarlega og hurðum þar sem ég hef sett tjöruborðana. En það þarf að þrifa vel og grunna og lakka undir þá og láta þá fljóta vel þegar maður hitar þá og taka allt loft undan þá heldur þetta vel og virkar vel.
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 12.mar 2016, 12:57
				frá Daníelg
				Var að ryðbæta gólfið í Patrol bílstjóra megin. Orginal tjöruborðar þar held ég. Þegar ég fór að skafa ofan af gólfinu "sem ég hélt að væri ekki mjög ryðgað ;-) var allt haugryðgað undir borðunum.
			 
			
					
				Re: Hljóðeinangrun
				Posted: 12.mar 2016, 13:11
				frá Daníelg
				Með hverju mælið þið á nýja járnið sem ég sauð í gólfið bílstjóramegin þ.e. hvernig frágangi. Einnig undir bílnum ??