Síða 1 af 1

Trecol

Posted: 26.feb 2016, 21:03
frá karig
https://www.youtube.com/watch?v=AtT3c8kSQhg

http://en.trecol.ru/

Ætli þessir vagnar fengju skoðun hérna...?

Re: Trecol

Posted: 26.feb 2016, 21:40
frá Grímur Gísla
http://www.madeinrussia.cz
Þessir selja þá með CE lögleiðingu inn í EU

Re: Trecol

Posted: 27.feb 2016, 10:26
frá jongud
Grímur Gísla wrote:http://www.madeinrussia.cz
Þessir selja þá með CE lögleiðingu inn í EU


WTF!!
Lada sport sem double cab og fimm dyra!

Re: Trecol

Posted: 01.mar 2016, 17:29
frá firebird400
Þurfa bílar sem eru fluttir inn í dag ekki að standast Euro5 mengunar staðla?
Nokkuð viss um að þessir gera það ekki.

Samt alveg spurning hvort að það megi ekki flytja þessi dekk inn.

Re: Trecol

Posted: 01.mar 2016, 22:24
frá elli rmr
Held að það sé euro6 núna. .

Re: Trecol

Posted: 03.mar 2016, 02:15
frá grimur
Spurning um að setja bara VW merki á þá, er þá ekki allt í lagi?

Re: Trecol

Posted: 03.mar 2016, 10:36
frá ivar
Hvernig er það, má ekki flytja inn notaða bíla sem ekki uppfylla Euro staðlana?
þeas þeir uppfylli þá staðla sem voru í gildi á Íslandi þegar framleiðslan fór fram?

Re: Trecol

Posted: 03.mar 2016, 16:14
frá firebird400
Við erum með einn bíl í skipi núna sem er að ég held alveg örugglega Euro5 og nýbúnir að koma með annan sem er bókað Euro5.
Þannig að þó að það séu komnir Euro6 bílar þá held ég að krafan sé ennþá bara Euro5

Það eru samt menn að flytja inn bíla frá USA sem eru bókað ekki Euro neitt.

Spurning hvort að einhver sem virkilega veit gæti upplýst okkur um það hverjar kröfurnar eru.

Re: Trecol

Posted: 03.mar 2016, 19:18
frá Lindemann
Ef þeir eru nýjir þurfa þeir að uppfylla euro 6.....hitt er annað mál að bílar hafa fengist skráðir á Íslandi þrátt fyrir að þeir ættu ekki að fá skráningu.

Re: Trecol

Posted: 07.mar 2016, 17:40
frá harnarson
Líta út fyrir að vera ótrúlega robust og töff trukkar. Og beinlínis hannaðir fyrir aðstæður eins og við þekkjum á íslandi, ekki bara breyttir til að geta tekist á við þær.