Jeppi í sporðöldulóni

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá Óskar - Einfari » 23.feb 2016, 16:17

Þarna hafa einhverjir komist í hann krappan og sloppið naumlega. En sem betur fer urðu engin slys (amk ekki alvarleg) og það er fyrir öllu. Ég sé að þetta er breyttur bíll. LC80 að mér sýnist. Veit einhver hvað það var sem gerðist?.... hvort það sé eitthvað fyrir okkur hina að varast?

Leiðinlegt að svona skildi fara..... bíllin er total loss geri ég ráð fyrir

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/23/nadu_bilnum_upp_ur_loninu/

Kv.
Óskar Andri


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá Járni » 23.feb 2016, 16:44

Úff, vonandi verður þeim ekki meint af.

Í sambandi við svona óhöpp er ég búinn vera allt of lengi á leiðinni að kaupa mér neyðarhamar/beltaskera.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá jongud » 23.feb 2016, 17:23

Ég heyrði af því að jeppinn var á leið á móti sjúkrabíl(um) með veikan farþega, en fór inná vitlaust trakk sem var frá því áður en lónið og búðarhálsvirkjun komu.
Það voru þrír í jeppanum heyrði ég, en þeir komust upp úr og á þurrt með hjálp félaganna. Svo skilst mér að þeir hafi heyrt af þyrlunni sem var á æfingaflugi í nágrenninu og höfðu þá samband við sjúkrabíl sem var að koma á móti þeim og hann hafði samband við þyrluna. Hún breytti æfingaflugi í alvöru í hvelli og mætti tíu mínutum seinna og tók þá til byggða.

EDIT
Þessi frétt segir nærri nákvæmlega það sama og ég frétti.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/21/hofnudu_i_spordolduloni/


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá biturk » 23.feb 2016, 17:46

Hvar í lónið fóru þeir
head over to IKEA and assemble a sense of humor


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá grimur » 23.feb 2016, 18:39

Eins og svo oft þá segir fréttin á MBL ekki alveg alla söguna, miðað við það sem Jón lagði inn.
Það er ógerningur að skilja af frétt MBL að mennirnir hafi verið að fara á móts við sjúkrabíl þegar óhappið átti sér stað.
Um leið og hlutirnir eru settir í það samhengi fara til dæmis hugleiðingar um fíflaskap alveg út af borðinu, það er enginn að fíflast neitt með veikan farþega í áttina á móti sjúkrabíl, en óhöpp geta sannarlega átt sér stað.

Það hefur nú ekki átt af þessum blessaða manni að ganga að vera það illa haldinn að þurfa sjúkraflutning og lenda svo í þessu í ofanálag, alveg með ólíkindum að ekki fór mikið verr.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá Brjotur » 23.feb 2016, 18:45

Eitthvað hefur nú stressið samt verið , því hann er að keyra uppi á varnargarði og fer útaf honum

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá jongud » 23.feb 2016, 19:29

Brjotur wrote:Eitthvað hefur nú stressið samt verið , því hann er að keyra uppi á varnargarði og fer útaf honum


Það var afar blit og ekkert skyggni og keyrt eftir trakki.
Jeppinn var líka hífður upp á öðrum stað en þar sem hann fór niður, þannig að myndin af krananum er e.t.v. villandi hvað það varðar.


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá risinn » 23.feb 2016, 22:06

AÐVÖRUN AÐVÖRUN!

Kæru félagar.

Af gefnu tilefni vil ég vekja athygli ykkar á Sporðöldulóni, uppistöðulóni Landsvirkjunar fyrir Búðarhálsvirkjun. Þetta lón er um 7 ferkílómetrar að flatarmáli en er víða ekki merkt í þeim kortagrunnum sem við erum að nýta. Til að mynda sýnir nýjasta Íslandskortið frá Garmin ekkert lón á þessum slóðum, heldur eingöngu vegslóðann sem þar var fyrir. Sá vegslóði er að sjálfsögðu á kafi í vatni eftir að lónið kom til sögunnar.

Síðastliðinn Sunnudag fór bíll niður um ís á Sporðöldulóni. Ökumaður bílsins taldi sig vera að keyra á fyrrnefndum slóða. Veður var vont og skyggni lítið og því þurfti að treysta á tækið til rötunar með fyrrgreindum afleiðingum. Allir þrír sem í bílnum voru sluppu heilir, eins og komið hefur fram á vefmiðlum undanfarið, og mega teljast heppnir með það. Það er því af biturri reynslu sem ég skrifa þessi orð hingað inn.

Ég hvet ykkur því til að vera meðvituð um þær kortaútgáfur sem þið eruð að nota, bæði persónulega og hjá ykkar einingum. Og vera sérstaklega á varðbergi gagnvart þessu ef þið hyggið á ferðalög á þessum slóðum að vetri til. Ég hvet ykkur einnig til að vekja máls á þessu í þeim ferðahópum sem þið kunnið að vera meðlimir í, svo sem 4x4, jeppaspjöllum hér á Facebook og svo framvegis.

Tekið af faecbook síðu öllum til viðvörunnar.

Kv.
Ragnar


arnthor
Innlegg: 37
Skráður: 29.okt 2011, 17:55
Fullt nafn: Arnþór Þórðarson

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá arnthor » 23.feb 2016, 22:45

Þetta óhapp sýnir manni hve hættulegt það getur verið að vera með gamlan og úreltan kortagrunn í gpstækinu. Þetta er mjög alvarlegt mál. Mikil mildi að ekki fór verr í þetta sinn. Í hugann kemur ferlasafn F4x4, sem er aðgengilegt öllum á vef ferðaklúbbsins. Eru þar hugsanlega ferlar sem nú liggja beint út í Sporðöldulón eða önnur lón?
kv Arnþór

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá jongud » 24.feb 2016, 08:22

arnthor wrote:Þetta óhapp sýnir manni hve hættulegt það getur verið að vera með gamlan og úreltan kortagrunn í gpstækinu. Þetta er mjög alvarlegt mál. Mikil mildi að ekki fór verr í þetta sinn. Í hugann kemur ferlasafn F4x4, sem er aðgengilegt öllum á vef ferðaklúbbsins. Eru þar hugsanlega ferlar sem nú liggja beint út í Sporðöldulón eða önnur lón?
kv Arnþór


Ferlasafnið er reyndar ekki lengur aðgengilegt á vef Ferðaklúbbsins, það finnast síður í leit en þær enda í 404.

User avatar

eidur
Stjórnandi
Innlegg: 128
Skráður: 30.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: Eiður Ágústsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Reykjavík

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá eidur » 24.feb 2016, 08:31

Það er reyndar aðgengilegt hér: http://www.f4x4.is/um-ferdaklubbinn/gps-grunnur/

jongud wrote:
Ferlasafnið er reyndar ekki lengur aðgengilegt á vef Ferðaklúbbsins, það finnast síður í leit en þær enda í 404.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Jeppi í sporðöldulóni

Postfrá jongud » 24.feb 2016, 16:56

eidur wrote:Það er reyndar aðgengilegt hér: http://www.f4x4.is/um-ferdaklubbinn/gps-grunnur/

jongud wrote:
Ferlasafnið er reyndar ekki lengur aðgengilegt á vef Ferðaklúbbsins, það finnast síður í leit en þær enda í 404.


Takk fyrir þetta Eiður, mig vantaði eitthvað af skránum.
En ég athugaði kortið mitt sem er frá gpsmap.is (10-2015) og sporðöldulónið er allavega inni á því.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 9 gestir