Síða 1 af 1

Gírkassa vesen í Suzuki

Posted: 19.feb 2016, 10:29
frá Hrannifox
Góðan Daginn menn og konur

Er með 1997 2.0 V6 suzuki Vitöru ( ekki grand ) HJ20 held ég að mótorinn heitir, er búinn að reyna að googla eitthvað um þetta en finn
voðalega litið.

Vandamálið er að gírkassinn er farinn að syngja all hressilega ( keyfti hann nýlega svoleiðis ) búinn að ath hvað kosta legur og dót inni kassa
en er pínu hræddur um að eitthvað annað inni kassanum sé ekki alveg í lagi.
hef ekki fundið svona kassa til sölu.

Get ég notað kassa úr 1600 vitöru, 1800 sidekick eða úr 2.0 grand ? , veit að innvolsið + kúplingin er það sama og í grandinum, svo mín spurning er eitthver af þessum kössum nothæfur ef ég færi t.d kúplingshús yfir eða eitthvað slíkt ?

Kv, Hrannar

Re: Gírkassa vesen í Suzuki

Posted: 19.feb 2016, 10:56
frá Sævar Örn
heppinn ertu, það var umræða um þetta fyrir ekki svo löngu og ég fann hana fyrir þig

viewtopic.php?f=25&t=26272&p=166200#p166200

Re: Gírkassa vesen í Suzuki

Posted: 19.feb 2016, 11:01
frá Hrannifox
Snillingur TAKK! þannig í raun ætti ég að geta notað báða kassana semsagt 1800 kassan og svo 2.0 grand kassan ef ég skil þetta rétt :)

Re: Gírkassa vesen í Suzuki

Posted: 19.feb 2016, 11:08
frá Sævar Örn
já G16 og J18 og J20 er það sama samkvæmt þessum skilningi og í versta falli hægt að bolta kúplinghús á milli

Re: Gírkassa vesen í Suzuki

Posted: 19.feb 2016, 11:28
frá Hrannifox
Takk enn og aftur !! :)

Re: Gírkassa vesen í Suzuki

Posted: 19.feb 2016, 14:38
frá Axel Jóhann
Ef þú rífur hann úr þá get ég nú opnað hann með þér og við getum skoðað hann hvort það borgi sig að laga ;)

Re: Gírkassa vesen í Suzuki

Posted: 22.feb 2016, 08:34
frá Hrannifox
Sæll Axel myndi þyggja :) á til 1800 kassa sem ég ætla að kíkja á áðuren hann fer í bílinn :)