Síða 1 af 1

VHF stöðvar.

Posted: 13.feb 2016, 10:42
frá Konni Gylfa
Sælir.

Langar að forvitnast hjá ykkur hvort það borgi sig að flytja inn VHF og hvernig það sé með tíðnir á þessu. Er þetta eitthvað sem gæti gengið?

http://www.aliexpress.com/item/Yaesu-FT ... 2b2ee50176

Re: VHF stöðvar.

Posted: 13.feb 2016, 11:01
frá ellisnorra
Það er ekkert að því að flytja þetta inn sjálfur. Bara tvennt sem þarf að athuga, þú getur ekki flutt inn þessa stöð sem þú bendir á nema þú sért með amatör réttindi, eða "svona stöðvar", ég veit ekki nákvæmlega hvar skorið er á milli.

Einnig þetta hér, orðrétt svar sem ég fékk frá tollinum í lok nóvember síðastliðnum:

Rafmagnstæki sem keypt eru erlendis eða pöntuð á netinu þurfa að bera CE merkingu til að flytja megi þau til landsins samkvæmt gildandi tilskipunum á Evrópska efnahagssvæðinu. (EES) Lausleg. Á Íslandi gilda sömu reglur um CE-merkingar og í öðrum EES-ríkjum þar sem landið er aðili að EES-samningnum.
Vöruflokkar sem heyra undir umræddar tilskipanir EES, auk rafmagnstækja, eru til dæmis leikföng, vélar, persónuhlífar og notendabúnaður fjarskiptakerfa og síma

Re: VHF stöðvar.

Posted: 13.feb 2016, 11:20
frá eyberg
Það þarf engin réttini til að flytja inn talstöðvar, ef þú flitur þessa inn þá máttu ekki nota hana nema með réttindum og það getur verið ervit að fá rásir inn á hana nema þú hafir til þess kunáttu, svo þarf hun að vera rétt mergt með réttu CE.
Ég talaði við P&F hvort maður megi flitja svona inn og þeir sögðu þetta við mig :)

Re: VHF stöðvar.

Posted: 13.feb 2016, 11:41
frá ellisnorra
Nú þá er ég bara með rangar upplýsingar, það var radioamatör sem sagði þetta við mig.
En hitt er beint frá tollinum, verður að vera CE merkt :)

Re: VHF stöðvar.

Posted: 13.feb 2016, 15:45
frá eyberg
Já veit var sagt þetta líka :), en þó maður megi flytja þetta inn þá má maúr ekki nota þær :)

Re: VHF stöðvar.

Posted: 13.feb 2016, 21:03
frá BjarniGylfa
Sælir,

ég flutti inn nokkrar svona (samt frá öðrum aðila minnir mig) http://www.aliexpress.com/item/2-pcs-lo ... 374127778f

Þær 'voru' CE merktar, en CE og CE er oft ekki það sama, því þessar voru í raun merktar CE = China Export.

Ég var kallaður á teppið hjá tollarar á Stórhöfðanum þegar ég fór að leysa þetta þar út, en hann félst á að afhenda mér þetta að lokum, enda hafði félagi minn flutt inn nokkrar eins áður án athugasemda.

kv, Bjarni

Re: VHF stöðvar.

Posted: 13.feb 2016, 21:08
frá ellisnorra
Og hvernig hafa þessar baofeng stöðvar reynst?

Re: VHF stöðvar.

Posted: 13.feb 2016, 21:13
frá BjarniGylfa
Við notum þær aðalega við veiðar og svona, og jú líka þegar við erum að keyra. Þær hafa bara komið ótrúlega vel út finnst mér. Hef svo sem ekki átt neina alvöru VHF stöð áður og hef því ekki mikinn samanburð, en fyrir þennan pening, og að geta hengt þetta á sig og haft headsett og svona finnst mér mjög þægilegt. Ætli það sé ekki komið 1 til 1 1/2 ár síðan ég leysti mínar út og þær svínvirka ennþá í dag og halda góðri hleðslu og allt það.