Gamlir Mödderar


Höfundur þráðar
Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Gamlir Mödderar

Postfrá Stjóni » 10.feb 2016, 16:36

Sælir félagar

Vegna þess að maður sér að enn er slegist um gamla muddera langar mig að vita hvort einhver sem er eldri en tveggja vetra veit hvenær síðasti Mudderinn var fluttur inn?

Dekkjaverkstæðin eru úthrópuð ef þau selja dekk sem eru ársgömul, þó ættu þau dekk að vera geymd við góðar aðstæður.
Mikið rosalega hlítur Mudderinn að vera góður fyrst menn standa í þessu

Góðar stundir




haffiamp
Innlegg: 269
Skráður: 21.jan 2012, 22:15
Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
Bíltegund: Terrano II 36"

Re: Gamlir Mödderar

Postfrá haffiamp » 13.feb 2016, 08:15

hef alltaf heyrt að mudder séu bestu dekkin en mig grunar að þau hafa ekki komið hingað síðan 2003-2004
Ef vel er hugsað um dekk þá geta þau orðið ansi gömul og dekkjaverkstæði hafa sumhver "réttindi" til að geyma dekk í allt að 8 ár og selja enn...

Ég er t.d með 2004 árg af ground hawg sem er alveg ófúinn og sléttur

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Gamlir Mödderar

Postfrá Startarinn » 13.feb 2016, 11:19

Ég var að selja frá mér mudder gang og á annan sjúskaðari, hvorugur gangurinn var farinn að springa verulega, að skoða þau dekk miðað við svo 41" Irok, þá finnst mér MUN harðara gúmmí í irok dekkjunum. Bíllinn er gjörsamlega eins og belja á svelli á irok miðað við mudderinn.
Ég hef grun um að þetta harða gúmmí springi fyrr, enda eru mörg þessi dekk sem er verið að selja til okkar jeppamanna ætluð í drullu frekar en snjó. Þar skiptir væntanlega meira máli að rífa ekki dekkið í drullunni en að gripið sé eitthvað yfirgengilegt í hálku
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: Gamlir Mödderar

Postfrá Valdi B » 14.feb 2016, 01:26

hvernig sé ég hvaða ár dekk voru framleidd ? er með einn gang af gh 38" og einn af superswamper
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Gamlir Mödderar

Postfrá Rodeo » 14.feb 2016, 08:53

Þú finnur fjögura stafa dot merkingu, fyrstu tveir eru vikan og næstu tveir eru árið.

1209 væri til dæmis dekk sem eru framleidd í endaðan mars 2009.

http://www.tirebuyer.com/education/how- ... your-tires
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Gamlir Mödderar

Postfrá Dodge » 19.feb 2016, 09:57

Málið með mödderinn er að þau meiga alveg vera 20 ára gömul, fúin í kurl og með 1cm gapandi rifu allan hringinn kringum felguna, samt halda þau lofti og hanga á felgunni. Leggjast bara betur fyrir vikið. Öll önnur dekk sem líta helmingi betur út en þarna er líst eru bara haugamatur.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Gamlir Mödderar

Postfrá sukkaturbo » 19.feb 2016, 12:39

sammála stefáni alveg ótrúleg dekk og þau bestu sem til eru í snjó finnst mér

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Gamlir Mödderar

Postfrá Startarinn » 19.feb 2016, 15:25

Ég henti fyrir nokkrum árum einu mudder dekki sem var orðið sprungið 2/3 af leiðinni uppvið felgu, það sem ég var stressaðastur yfir var að rifan opnaðist svo mikið ef ég setti meira en 20 pund í dekkið, en það hélt samt lofti....
Ég fór nokkrar ferðir og var búinn að keyra nokkur þúsund kílómetra á dekkinu svona
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir