Kvöldið,
ég er með 2005 árg. af Land Cruiser 120 3.0 dísel ekinn 172.xxx. Ég fór að taka eftir svolitlum leiðindum í sjálfskiptingunni á honum núna í dag sem lýsir sér svo að hann hangir óvenjulega lengi í 2. gír og fer alveg upp í rétt tæpa 4.000 snúninga við ágætis inngjöf og er eilítið tregur að skipta upp. Einnig á hann það til að vera í óþægilega háum snúningi í brekku á sirka 80km hraða alveg 2.500 snúningum. Er einhver sem hefur lent í svipuðu eða þekkir til og gæti hugsanlega sagt mér hvað gæti verið að hrella mig.
Með fyrirfram þökk,
Jón Birgir
Gírskipting í LC120
-
- Innlegg: 269
- Skráður: 21.jan 2012, 22:15
- Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
- Bíltegund: Terrano II 36"
Re: Gírskipting í LC120
Ef það er ekki til á blaði að það hafi verið skipt um olíu á skiptingunni, þá er það númer 1,2og 3 að byrja á því
alveg órtúlegt hvað ónýt/gömul olía getur ruglað í skiptingu.
Ég er með toyota previa sem ég var að eignast sem er ekin 340 þús km og hún var frekar lengi að skipta um gíra (ssk) verri köld... ég tappaði reyndar bara undan pönnu (ca 3l en 7-8l eru á ssk) en ég gerði það 3 svar sinnum með ca 300km á milli og setti í síðasta skipti transmission treatment frá prolong á skiptinguna
hún er allt önnur og hagar sér 100% eðlilega.
Getur að sjálfsögðu fengið smurstöð til að gera þetta 100% og skola út og jafnvel skipta um síu, en ég hef ekki heyrt að 120 cruiser séi með ssk vesen
alveg órtúlegt hvað ónýt/gömul olía getur ruglað í skiptingu.
Ég er með toyota previa sem ég var að eignast sem er ekin 340 þús km og hún var frekar lengi að skipta um gíra (ssk) verri köld... ég tappaði reyndar bara undan pönnu (ca 3l en 7-8l eru á ssk) en ég gerði það 3 svar sinnum með ca 300km á milli og setti í síðasta skipti transmission treatment frá prolong á skiptinguna
hún er allt önnur og hagar sér 100% eðlilega.
Getur að sjálfsögðu fengið smurstöð til að gera þetta 100% og skola út og jafnvel skipta um síu, en ég hef ekki heyrt að 120 cruiser séi með ssk vesen
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2
- Skráður: 09.feb 2016, 22:35
- Fullt nafn: Jón Birgir Kristjánsson
- Bíltegund: Land Cruiser 120
Re: Gírskipting í LC120
Ég kíki á það. Rámar nú í að það hafi verið skipt um olíu á gírkassanum fyrir ekki svo löngu en tékka á því. Þakkir höfðingi!
Re: Gírskipting í LC120
Það eru einhverjir segulnemar sem gefa sig og kostar ekki augun úr að láta skifta um
Re: Gírskipting í LC120
Nei Hafþór Toyota er þekkt fyrir þöggun bilana , en þetta sem ég segi hér að ofan veit ég af reynslu :)
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Gírskipting í LC120
Ef segullokar eru að gefa sig þá ætti það að kveikja aðvörunarljós.
Sammála með vökvan á skiptingunni, en það er um að gera að athuga/skipta um síuna líka.
Sammála með vökvan á skiptingunni, en það er um að gera að athuga/skipta um síuna líka.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur