Síða 1 af 1
Ný en ónýt 44" SS
Posted: 09.feb 2016, 21:36
frá isak2488
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 09.feb 2016, 22:54
frá Izan
Sæll
einhversstaðar er stendur DOT og einhver tala þar fyrir aftan, hún á að segja mánuð og ár sem dekkið er framleitt, hver er talan?
Kv Jón Garðar
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 10.feb 2016, 10:25
frá Finnur
Sæll
Þetta er ekki eðlilegt. Dekkið er greinilega gamalt og Gúmmíið hefur harnað sem veldur því að það springur. Þetta dekk mun ekki lifa mörg ár.
kv
KFS
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 10.feb 2016, 10:56
frá villi58
Þessi eru ónýt, ekki láta segja þér annað.
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 10.feb 2016, 11:24
frá Hjörturinn
Tékkaðu á aldri dekkjana eins og Izan sagði, þetta ætti að vera 4 stafa tala (fyrstu 2 eru vikan og seinni 2 árið), en getur verið 3gja stafa, en þá er það framleitt fyrir 2000 sem er ekki gott.
Svo er líka spurning hvernig þetta hefur verið geymt, dekk geta orðið svona ef þau eru geymd í sól lengi.
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 10.feb 2016, 13:21
frá Svenni30
Þetta lítur út fyrir að vera 10 til 15 ára gamalt.
Ekki láta taka þig í ósmurt fjósið farðu og skilaðu þessu strax. Dekk eru nú ekki beint ókeypis í dag og þau eiga ekki að duga í 2 mánuði svo einfalt er það. Þetta er ekki boðlegt
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 10.feb 2016, 20:00
frá isak2488
Sælir. 3 dekk eru síðan 2014 og 1 síðan 2012,
Svo er það annað mál, ef maður fengi önnur dekk og kæmi ekki til með að nota þau næstu 2 árin (þar sem ætlunin er að leggja bílnum fyrir breytingar og viðhald) og þau færu eins um leið og maður færi að keyra þau, ætli það yrði ekki hlegið að manni ef maður kæmi aftur 2 árum seinna. Kaupin á dekkjunum þyrftu að vera tengd kílómetrastöðunni á bílnum.
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 10.feb 2016, 21:21
frá Startarinn
Og hvað þó þau séu tengd kílómetrastöðunni, eru þau innsigluð föst undir þessum bíl?
Því miður þá er engin ábyrgð tekin á dekkjum frá framleiðanda ef það hefur verið keyrt á úrhleyptu
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 10.feb 2016, 21:32
frá isak2488
Nei væntanlega ekki, en þú skilur hvað ég meina er það ekki?
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 11.feb 2016, 03:45
frá grimur
Það er eitthvað að compoundinu í þessum tuðrum.
Ég átti 38" Cepek gang sem varð svona full fljótt, farinn að leka út um hliðar eftir 4 ár en litla notkun og hóflega úrhleypingu, alveg kolsprungin. Eins dekk áttu það til að vera í ágætis lagi eftir jafn langan tíma og lengur en það, jafnvel alveg búin með mynstur og hleypt úr um hverja helgi hluta úr ári...hiti og annað við framleiðslu getur snarbreytt eiginleikum efnanna þó að uppskriftin sé eins.
Kv
G
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 11.feb 2016, 10:27
frá villi58
Þetta er fyrst og fremst framleiðsluvandamál sem er vel þekkt í gúmmíbrasanum.
Sum dekk verða sprungin eins og eyðimörk eftir mjög stuttann tíma meðan önnur endast og endast.
Hafið örugglega margir séð 30 ára dráttavélar eða eldri og dekkin í topp standi og ekki eru þær alltaf geymdar inni.
Því miður þá veit seljandinn af þessu og reynir oftast að sleppa frá þessu að bæta mönnum dekkin, klárlega þá eru dekkin ónýt ef þau springa út um allt eins og eyðimörk. Byrja fljótlega á hliðunum sem er mjög óeðlilegt svo byrjar á bananum síðan með felgu allann hringinn. (stundum byrjar við felgu)
Ef dekkin byrja að springa allann hringinn við felgu þá fæst örugglega ekkert bætt því þá segja sölumenn að dekkin þoli ekki úrhleypingu.
Þetta vandamál kemur upp á hverjum vetri svo lengi sem ég man og ekkert bundið endilega við áhveðna tegund.
Ég segi bara að það er klárlega verið að svína á okkur og það vita allir.
Eins og á mynd af hliðinni á dekkinu allt krosssprungið þá er það 100% ónýtt.
Þekki vel til í plastiðnaðinum og það er sama vandamálið þar, komu kanski margir gámar í röð með ónýtu plasti, þá komu menn frá framleiðanda til landsins til reyna finna út hvað væri að.
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 15.feb 2016, 16:45
frá isak2488
Ef maður fær þetta bætt, hvaða aðrar tegundir eru í boði í 44" ( fyrir utan DC )
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 15.feb 2016, 17:13
frá Óttar
Pittbull er það ekki það eina sem er eftir?? en eru gæðin ekki eitthvað mismunandi eftir hvaða superswamper þú kaupir t.d trxus?
Kv Óttar
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 15.feb 2016, 17:58
frá svarti sambo
Sælir spjallverjar.
Það fór nú hrollur um mig, þegar að ég las þetta. Er þetta vandamál ekki bara tengd einni og einni framleiðslu. Er með super swamper trexus 38", og ég get ekki betur séð en að þau dekk séu framleidd 2005, þó svo að ég hafi verslað þau 2013. Það eru engar sprungur í þeim ennþá eða háræðar, en ég hef svo sem ekki verið að hleypa neitt úr þeim, enda ekki á fjöllum á þeirri stærð á F350. Var reyndar mjög óánægður með þau fyrsta veturinn. Fannst þau mjög sleyp og hafði það á tilfinningunni, að ég væri að keyra á plasti. Þrátt fyrir 200 nagla í dekki og míkroskorinn miðja. Mér var bennt á að hella yfir þau bensíni, til að míkja gúmmíið, sem ég svo sem gerði aldrei. En þau voru svo mjög góð veturinn eftir og hafa verið síðan. Get ekki kvartað ennþá. Það var eins og þau hefðu þurft að riðja sig, eins og kjötið.
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 15.feb 2016, 21:24
frá isak2488
Það versta við þetta er, er að þetta eru mjög góð keyrsludekk, alveg hringlótt og þurfti ekkert að ballansera, og þrælgóð í snjó.
En maður hefur heyrt að Pittbull séu góð dekk en eyðist kannski frekar hratt. Eru þeir í Icecool ekki að selja þau?
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 15.feb 2016, 22:18
frá Óttar
já Icecool er með pitbull. ég hef reyndar ekki verðsamanburð en mér blöskraði verðið á þeim en 44x19.5-17 kostar 190þús stk og fyrir 15" 180þús
Hvað kosta super swamper til samanaburðar?
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 15.feb 2016, 22:22
frá isak2488
160.þús stk að mig minnir fyrir 15 "
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 15.feb 2016, 22:57
frá Fordinn
Eg heyrði utan að mér að pitbull væru að springa með felgum er eitthvað til í því ?
Annað hefuru farið aftur og talað við þá sem seldu þér dekkin, hvernig fór það ?
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 21.feb 2016, 16:56
frá isak2488
Fór og talaði við þá í N1. Við ræddum þetta og útkoman var sú að hann telur að dekkin séu í lagi en sagði mér að koma aftur til sín ef þau versni frekar.
Þá er bara að sjá hvernig þau verða eftir páskatúrinn og meta þetta aftur.
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 21.feb 2016, 18:43
frá ellisnorra
Þá verður þú væntanlega búinn að hleypta meira úr og þá segja þeir að þetta sé allt þér að kenna..... Vona að ég sé hvorki leiðinlegi gæinn eða sá sem hefur rétt fyrir sér :) Bara einn punktur..
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 21.feb 2016, 19:50
frá olei
Það er fráleitt að þessi dekk séu í lagi með sprungu við felguna, keypt s.l haust. Jú þau munu líklega endast nægilega lengi til að seljandi sleppi af króknum. En ekki mikið meira en það. Ég kann því miður ekki ráð handa þér í þessu máli.
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 21.feb 2016, 20:46
frá ellisnorra
Er ekki hægt að leita til neytendastofu eða eitthvað slíkt? Þú átt rétt á að fá það sem þú borgaðir fyrir en ekki eitthvað drasl. Þeir eru með lögfræðinga á sínum snærum til að fá það sem neytendum ber. Held ég. Þekki það ekki af eigin raun. Kannski FÍB eða eitthvað slíkt líka. Þetta er ekki eðlilegt. Hvað ef þú ákveður að selja þessi dekk af einhverjum ástæðum? Það borgar enginn nema smotterí fyrir svona dekk, þetta er verðlaust.
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 22.feb 2016, 00:19
frá Fordinn
Já þetta eru alltaf sömu vinnubrögðin hjá þeim þarna á N1..... og alltaf er það sama viðhorfið, það er aldrei neitt að dekkjunum sem þeir selja, það er alltaf kúnninn sem hefur bara eyðilagt þetta rusl sem þeir hafa fengið að selja óáreittir öll þessi ár.
Og til að taka steininn úr þá fór ég með 44" dekk i umfelgun hjá þeim á réttarhálsinum um daginn og þeir kengbeygluðu tunnuna i einni felgu hjá mér, þeir reyndar létu mig vita af því enn sögðu að þetta hefði ekki ahrif á ballanseringuna svo þeir ætluðu ekki að gera neitt í þessu,
Hvorki er boðist til að láta laga felguna eða gefa umfelgunina fría mér var hinsvegar gefinn 15% afsláttur....... og fyrir þetta borgaði ég tæp 30 þúsund.
Ég hreinlega nenni ekki að fara rífast í þessu... mín viðskipti munu bara fara annað og mun eg ráðleggja öllum i kringum mig að gera það sama, skíta fyrirtæki með skíta þjónustu og skíta framkomu.
Og það virðist vera stefna þessa fyrirtækis að reka eða losa sig við alla gömlu góðu starfskraftana og ráða heila lausa útlendinga í staðinn bravó N1 bravó.....
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 22.feb 2016, 08:26
frá jongud
elliofur wrote:Er ekki hægt að leita til neytendastofu eða eitthvað slíkt? Þú átt rétt á að fá það sem þú borgaðir fyrir en ekki eitthvað drasl. Þeir eru með lögfræðinga á sínum snærum til að fá það sem neytendum ber. Held ég. Þekki það ekki af eigin raun. Kannski FÍB eða eitthvað slíkt líka. Þetta er ekki eðlilegt. Hvað ef þú ákveður að selja þessi dekk af einhverjum ástæðum? Það borgar enginn nema smotterí fyrir svona dekk, þetta er verðlaust.
Ég myndi hiklaust hafa samband við Neytendastofu, hún er með svokallaða Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa;
http://www.neytendastofa.is/um-okkur/kaerunefnd-lausafjar--og-thjonus/
Re: Ný en ónýt 44" SS
Posted: 22.feb 2016, 09:00
frá villi58
Mundi ekki sætta mig við þetta, dekk sem byrja að morkna svona fljótt eru ónýt.
Það kom sending fyrir c.a. 10 árum af Super Swamper 38" sem fóru náhvæmilega svona eftir nokkra mánuði, hliðarnar urðu eins og eyðimörk og dekkin ónýt eftir einn vetur.
Þetta eru verstu dæmin í dekkjunum þegar þau byrja svona fljótlega á hliðunum, mín reynsla segir ónýt dekk.
Það er mun eðlilegra að dekk byrji að springa með felgunni og get sætt mig við að það sé vegna aksturs á litlu lofti en aldrei morknun á hliðum svona fljótt. Væri gaman að gera könnun hjá mönnum hvað það tekur mörg ár fyrir dekkin að morkna svona á hliðunum, minn Mödder er 15 ára og er orðinn svipaður.