Síða 1 af 1
Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 06.feb 2016, 20:09
frá halli7
Er að fara fljótlega í það að turbo væða gamlann 2.4D hilux. Er með original ct20 túrbínu.
Er ekki eiginlega alveg must að hafa þessa mæla? Eða er hægt að sleppa þeim?
Bíllinn er bara á 31" dekkjum og ætla ég ekkert að fara útí einhvern svaka blástur bara hafa hann þannig að hann haldi nú umferðarhraða.
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 07.feb 2016, 22:51
frá halli7
Hefur enginn skoðun á þessu?
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 07.feb 2016, 23:31
frá Valdi B
ég segi bara mæla sem virka ! þarf ekki að vera eitthvað fancy aem dót. bílanaust mælar hljóta að virka fyrst þeir eru seldir. bara hafðu boost mælir sem fer upp í max 1.5-2 bar, meira er alveg óþarfi. og þægilegri ef hann sýnir psi mér finnst það allavega þægilegri mælieining. og ég keypti afgashitamælir um daginn sem sýnir upp í 1200gráður celcius sem ætti að duga.
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 07.feb 2016, 23:57
frá Sævar Örn
ég keypti boostmæli á aliexpress, þegar ég tengdi hann fyrst þá sýndi hann vacúm jafnvel þó bíllinn væri ekki í gangi, svo ég ákvað að færa bakspjaldið þannig nálin væri á núlli, en þetta er mælir sem ég treysti ekki fyrir PSI 5+- skekkju og get ekki mælt með að fólk kaupi sér
http://www.aliexpress.com/item/Universa ... 94803.htmlNálin er líka það langt frá bakspjaldinu að það er ekki sama frá hvaða sjónarhorni maður horfir á hann, þá getur skeikað c.a. 4psi...
semsagt algjört drasl og fer fljótlega í ruslið hjá mér
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 08.feb 2016, 00:10
frá halli7
Okei, en er alveg nauðsynlegt að hafa þessa mæla?
Og hvar er best að staðsetja nemann fyrir afgashitamælinn?
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 08.feb 2016, 09:04
frá Hjörturinn
Þetta er sérstaklega nauðsinlegt þegar þú ert að setja túrbínu á bíl sem kom ekki þannig, ef menn eru með orginal turbo bíl sem er ekkert búið að fikta í eru þeir yfirleitt safe, en mæli samt með að menn séu með þessa 2 mæla.
Best er að hafa neman í greininni fyrir túrbínu, í miðju loftflæðinu, en þú getur líka haft þetta í olnboganum strax eftir túrbínuna, verður þá bara að bæta við 100-150 gráðum til að fá eiginlegan afgasghita sem er að koma úr vélinni.
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 08.feb 2016, 11:56
frá Raggi B.
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 10.feb 2016, 15:03
frá halli7
Takk fyrir góð svör, er kominn með mæla.
Svo að öðru, hvernig intercoolera hafa menn verið að koma fyrir í þessum bílum?
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 10.feb 2016, 15:16
frá BTF
Afgashitamælar ættu að vera í öllum díselbílum finnst mér. Þeir geta sagt til um ansi margt. Eru t.d. ágætis eyðslumælar.
Hér er ágæt grein um gagnsemi þeirra:
http://www.bankspower.com/techarticles/show/25-Why-EGT-is-Important
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 10.feb 2016, 18:28
frá villi58
halli7 wrote:Takk fyrir góð svör, er kominn með mæla.
Svo að öðru, hvernig intercoolera hafa menn verið að koma fyrir í þessum bílum?
Hvaða mæla fékkst þú og hver var verðmiðinn ?
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 10.feb 2016, 21:12
frá halli7
Fékk Glowshift mæla hjá spjallmeðlimi hérna nýja ennþá í kassanum á fínu verði.
http://www.glowshiftdirect.com
Re: Hvaða boost og afgashitamælum mælið þið með?
Posted: 11.feb 2016, 10:55
frá Jónas
Kannski passar þessi kælir?
viewtopic.php?f=31&t=30256