Síða 1 af 1

Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 05.feb 2016, 11:22
frá stingi
Sælir meistarar
ég hef ætlað mér að forvitnast um hvernig patrol y61 GR body, 3l er að standa sig á 38" eru þeir of þungir í snjó? er vélin mikið að bila? eru einhverjir stórir gallar? væri gaman að fá svör frá ykkur meisturunum.

kv Stefán

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 07.feb 2016, 15:19
frá Valdi B
3.0 eru ónýtar vélar og best er að forðast þær eins og heitann eldinn.

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 07.feb 2016, 15:42
frá Hagalín
Hvers vegna eru þetta með algengustu jeppum landsins ef þetta er svona mikið rusl?
Pabbi á einn Y61 á 38" sem endst hefur í 280þ án vandkvæða þannig að þetta er nú meira ruslið.

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 07.feb 2016, 20:52
frá stingi
Valdi B wrote:3.0 eru ónýtar vélar og best er að forðast þær eins og heitann eldinn.

Hvað er að þeim? Er head-ið að fara eða hvað?
Kv maður sem þekkir þetta ekkert

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 07.feb 2016, 21:27
frá Heidar
Ég á 2001mdl sem var skipt um vél í 16.xxx km en er kominn í 200.000km og elskar það! Ekkert hefur verið gert fyrir vélina en best er að setja NADS í 3.0l patta (NissanAntiDetonationSystem) og minnkar það möguleikan talsvert á því að allt fari í steik, en ég vil halda að fyrstu þrjú árin skemmdu orðsporið af annars sæmilegri vél. Eftir eða árið 2003 fór í vélina kerfi sem kældi stimplana og kom þar með í veg fyrir bilanir að stóru leyti. Bsk 44" patrol (2005 árg.) er undir 14l/100km innanbæjar með ZD30.

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 07.feb 2016, 21:34
frá íbbi
það er nú eitthvað skrítin eyðsla, stenst engann veginn við mína reynslu

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 09.feb 2016, 10:43
frá stingi
Valdi B wrote:3.0 eru ónýtar vélar og best er að forðast þær eins og heitann eldinn.

en er ekki 2.8 vélin grút máttlaus?

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 09.feb 2016, 13:22
frá Brjotur
stingi þú færð því miður misgáfuleg svör við þessum spurningum , en sum þeirra eru rétt og sett fram án fordóma , en þetta eru 2 ólíkar vélar 2.8 er byggð sem hásnúningsvél , snýst nánast eins og bensínvél , minn fyrsti patrol var 99 árg með tölvukubb og það var gríðarlega gaman að keyra hann þar sem snúningurinn notaðist en svo kom bara haaaa þegar átti að fara að reyna að nota tork, það nefnilega er ekki til í þeim mótor , er að vísu skömminni skárra í bílunum fyrir 98 , þ.e. y60. En 3.0 er með tork en ekki háan snúning og 3.0 og sjálfskiftingin var alveg frábært combó og tæki ég alltaf þann kostinn í Patrol .

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 09.feb 2016, 13:51
frá snöfli
Þú færð traustan bíl sem hægt er að níðast á í krapa, skörum, grjótgrodda etc. Fjöðrun er frábær þannig að bíllinn fer vel með farþega. Vélarnar gætu verið öflugri. Ég valdi, eins og ofan greinir, 3.0DID út af tokinu. Það er miklu einfaldara og skemmtilegra að keyra jeppa með torki en án. Bremsa niður við skorninga og steina etc. og "labba" af stað aftur en ekki kveikja á þeytirokk, svo ekki sé minnst á hjakk í snjó.
Elstu 3.0 voru kallaðar inn en eru enn með 2-3 "issue". EGR ventil þarf að blinda og eldri en 2003 stýra illa breytilegu inntaksspjöldunum á túrbínunni.
Þriðja issuið nefnt hér fyrir ofan er ef MAF sensorinn feilar.
Það eru til lausnir á öllum þessum málum hér fyrir ofan og vert að hafa í huga að skiptimótor kostar mun minna en verðmunurinn gagvart sambærilegri Toyotu.
Að auki gildir fyrir þennan mótor eina og alla með álheddi, að súr kællivökvi eyðileggur heddpakkninguna þannig að það þarf að skipta um hann á einhverja ára fresti (3ár t.d.).

Lárus

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 09.feb 2016, 16:48
frá stingi
takk æðislega fyrir góð svör
kv Stefán

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 09.feb 2016, 16:57
frá snöfli
snöfli wrote:Þú færð traustan bíl sem hægt er að níðast á í krapa, skörum, grjótgrodda etc. Fjöðrun er frábær þannig að bíllinn fer vel með farþega. Vélarnar gætu verið öflugri. Ég valdi, eins og ofan greinir, 3.0DID út af torkinu. Það er miklu einfaldara og skemmtilegra að keyra jeppa með torki en án. Bremsa niður við skorninga og steina etc. og "labba" af stað aftur en ekki kveikja á þeytirokk, svo ekki sé minnst á hjakk í snjó.
Elstu 3.0 voru kallaðar inn en eru enn með 2-3 "issue". EGR ventil þarf að blinda og eldri en 2003 stýra illa breytilegu inntaksspjöldunum á túrbínunni.
Þriðja issuið nefnt hér fyrir ofan er ef MAF sensorinn feilar.
Það eru til lausnir á öllum þessum málum hér fyrir ofan og vert að hafa í huga að skiptimótor kostar mun minna en verðmunurinn gagvart sambærilegri Toyotu.
Að auki gildir fyrir þennan mótor eina og alla með álheddi, að súr kællivökvi eyðileggur heddpakkninguna þannig að það þarf að skipta um hann á einhverja ára fresti (3ár t.d.).

Lárus

Re: Nissan Patrol Y61 GR hvernig eru þeir að standa sig?

Posted: 09.feb 2016, 20:44
frá ellisnorra
Það eru fleiri gallar við þessa vél. Best er að googla zd30 common faults eða eitthvað slíkt. Meðal annars losna stundum boltar í tímagírnum og stúta honum. Einn slíkur var orðinn laus hjá mér í mótor eknum 99þús km.