Síða 1 af 1

Legukaup í Ford F250

Posted: 01.feb 2016, 18:11
frá villi
Daginn, hafa menn eitthvað verið að versla legur í framenda á Ford F250 í útlandinu? Er ekki alveg tilbúinn að borga 206.000 fyrir þetta hjá brimborg

Kv Villi

Re: Legukaup í Ford F250

Posted: 01.feb 2016, 18:34
frá elli rmr
Enn jeppasmiðjan?

Re: Legukaup í Ford F250

Posted: 01.feb 2016, 19:01
frá villi
Sendi tölvupósta á slatta af varahlutaverslunum áðan, fæ vonandi betri verð þar

Re: Legukaup í Ford F250

Posted: 01.feb 2016, 21:36
frá Hagalín
Sama hvaðan það kemur. Bara muna Timken eða orginal. Annað endist ekkert

Re: Legukaup í Ford F250

Posted: 01.feb 2016, 22:31
frá Kárinn
þetta var um 100 2stk timken hjá jeppasmiðjunni minnir mig

Re: Legukaup í Ford F250

Posted: 02.feb 2016, 10:38
frá ivar
Ég er búinn að prufa ýmislegt og allt er þetta "drasl" nema timken (sem er orginal)

Ef þú ert á stórum dekkjum myndi ég bara kaupa convert kit hjá jeppasmiðjunni. Kostar eh 300þ en hættir að vera vesen eftirá. Ef þetta er svo til orginal myndi ég bara kaupa timken hjá jeppasmiðjunni, stál og stönsum eða umboðinu og það endist í >100þkm

Re: Legukaup í Ford F250

Posted: 03.feb 2016, 08:28
frá Hjorturthor
Sælir, ég er með á lager Timken legur og kosta 92.661 kr- stk svo lengi sem þetta er 6.0 F250 og á einföldu að aftan.

Kveðja
Hjörtur Þór
Arctic Sport ehf
Miðhrauni 13
210 Garðabær
S: 694-6026