LC90 skipting dó


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

LC90 skipting dó

Postfrá johnnyt » 21.jan 2016, 21:00

Þá fór blessuð skiptingin í Krúsa og verður það einhver fjárútlát. Mér langar að spyrja nokkurra spurninga varðandi smá mix.
1. Hversu mikið vesen er að breyta honum í beinskiptan ? Og hver er ca kostnaðurinn miðað við fá notaða skiptngu/láta taka hana upp ?
2. Er mikið mál að mixa skiptingu úr 2.8 pajero i þennan bíl ? ( 3.0 dísel vél 99 módel ) get fengið svoleiðsis mjög ódýrt

Endilega ausið úr viskubrunnin :)



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: LC90 skipting dó

Postfrá jongud » 21.jan 2016, 21:47

Gleymdu því að mixa Pajero skiptinguna í. Bæði lc90 og Pajero skiptingar eru rafstýrðar og þú ert að biðja um vesen ef þú reynir.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC90 skipting dó

Postfrá grimur » 22.jan 2016, 04:55

Kassi úr beinskiptum á að passa beint, minnir samt að þverbitinn og mögulega millikassinn séu ekki eins.
Svo þarf að plata tölvuna eitthvað svo hún kvarti ekki, kaninn hefur alveg gert þetta í Tacoma sem er með sömu skiptingu. Minnir að skynjari á snúningshraða inn á skiptingu sé mesta málið, kannski má stela merki af vélinni fyrir hann, er ekki alveg viss samt.
Auðveldast væri kannski að fá tölvu úr beinskiptum.
Kúplings brakket og þannig er lítið mál að græja, innréttingarmál ættu líka að vera tiltölulega einföld með pörtum úr handbíttara.
Annars eru þessar A340F skiptingar með innvolsi sem má finna í ótrúlegum fjölda bíla og engin töfrabrögð heldur að taka þær upp skilst mér.

Kv
Grímur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur