Síða 1 af 1

Næsta verkefni Kreppill vantar patrol

Posted: 16.jan 2016, 19:20
frá sukkaturbo
Sælir félagar nú er ég búinn að hugsa lauslega hvert næsta verkefni verður í bílasmíðinni í væntanlegri heimskreppu.
Mun dósin sem ég ætla að setja saman bera nafnið KREPPILL.
Þarf að finna einhvern eldri patrol frá 82 til 97 stuttan eða langan stuttur væri ekki verra og á hagstæðu verði er með góðan vinnu bíl upp sem greiðslu en það er Hundai Santefe 2001 4 cyl beingíraður bensín og pening, fyrir rétta bílinn. Hann má vera í slæmu ástandi þess vegna. En ekki verra að hann sé ökufær og skoðaður.Ætla að breita honum svipað og Bellu stytta húsið í excab færa það aftur smíða léttan pall og setja Wyllis framenda alla vega grill og húdd sem ég á nú þegar og breikka grillið um miðju og set fleiri pílára inn í lúkkið til að halda lúkkinu og bretti svipuð og á gamla Vipon eða Wyllis 46 og toga og teygji orginal Willys húddið. Vonast til að þetta verði hrikalega fallega ljót eins og ég.
Búin að kaupa mér 47" Pittbull dekk 21"x 47! x 16" sem ég ætla að skera í spað og nota rússamunstrið sem fyrirmynd. Ég á 16" felgur með miklu bacspeisi og er að senda þær felgur í breikkun og ætla að láta breikka þær í 22".
Svo ræðst framhaldið einhvern vegin og eru allar tillögur og afskiptasemi,hrós og last vel þegið og pepp líka. Best væri að fá bíl með hlutföllum og læsingum. kveðja úr Himnaríki guðni

Re: Næsta verkefni vantar patrol

Posted: 16.jan 2016, 19:50
frá sukkaturbo
p

Re: Næsta verkefni Kreppill vantar patrol

Posted: 16.jan 2016, 20:55
frá biturk
Settu ferozu húsið á

Tilbúin fyrir pall og skrúfa willus framendan á :)

Re: Næsta verkefni Kreppill vantar patrol

Posted: 16.jan 2016, 21:12
frá sukkaturbo
Nei ekki meiri fuglabúr sem ég kemst ekki inn í. Varð hafa báðar hurðarnar opnar á Bellu til að geta ekið henni og var alltaf að detta út úr Bellu í beygjum

Re: Næsta verkefni Kreppill vantar patrol

Posted: 17.jan 2016, 09:55
frá jongud
Settu Amerískt Extra-cab boddí á Patrol grind, þá þarftu ekki eins breiða brettakannta.
Þá nýtirðu líka plássið sem bíllinn tekur á veginum betur.

Re: Næsta verkefni Kreppill vantar patrol

Posted: 17.jan 2016, 10:58
frá íbbi
mæli með 88-98 chevy/gmc boddý, aðeins minna heldur en ford/mopar boddýin, og hægt að bolta allt fyrir framan hvalbak af, þ.a.m innri brettin

Re: Næsta verkefni Kreppill vantar patrol

Posted: 17.jan 2016, 11:06
frá juddi
Sitja bara í miðjuni