100 Cruser bensín?????


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

100 Cruser bensín?????

Postfrá sukkaturbo » 14.jan 2016, 19:39

Sælir félagar nú fékk ég dellu og það er ekki gott, segja þeir sem mig þekkja. En ég fann 1998 árgerð af 100 Cruser á Blandinu til sölu með vökvafjöðrun og 4.7 V-8 bensín vél leður og nammi og læsing í afturdrifi. Hafa menn einhverja reynslu af þessum bílum. Ætla að setja hann á 33 til 35 dekk. Er þetta að bila mikið og er mikið viðhlad á þessari vökvafjöðrun. Er sama um eyðslu á 5,9 Durango og er ýmsu vanur og hef áttt 80 Cruser disel sem var með allt að 30 innan bæjar að vetri á 35" dekkum árgerð 1992 og hann var í fínu lagi mjög góður bíll en bara eyddi þessu hjá mér
kveðja guðni




Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: 100 Cruser bensín?????

Postfrá Heiðar Brodda » 16.jan 2016, 11:24

Veit allavega að fram drifið er mjög lélegt og voru menn að setja dana 50 drif í þessa bíla en er ekki viss um eyðslu kv Heiðar

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: 100 Cruser bensín?????

Postfrá íbbi » 16.jan 2016, 15:56

ég var með 99árg af óbreyttum bensín, 2007 minnir mig frekar en 8, gríðarskemmtilegur bíll fannst mér. þægilegur, mikið pláss, ég fékk 35" bíl lánaððan í 1-2 vikur nokkru seinna, ég sá mikinn mun á eyðslu, en annars vafr 35 tomman bara voða passleg
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: 100 Cruser bensín?????

Postfrá Navigatoramadeus » 16.jan 2016, 17:16

var aðeins á svona óbreyttum bíl fyrir einhverju síðan, æðislegur ferðabíll, mikið pláss og klárlega vandað tæki.

en eyðslan, nokkuð viss um að þú sjáir aldrei undir 20 L/100km ef þú ætlar á stærri dekk nema akkurat niður langa brekku og þetta eru nú orðnir ansi gamlir bílar og oft mikið eknir.

varðandi vökvafjöðrunina þá við höfum skipt um þónokkrar "vökvakúlur" sem eru ein við hvert hjól og já, pústgreinarnar skekkjast, plana þær eða kaupa nýjar, annars eru þetta drossíur, alvöru bílar, en ekki kannski hannaðir með innanbæjarsnatt í huga.

Einhverjir kvarta undan því að þeir koma á 5 gata felgum, lítið úrval af þeim fyrir stærri dekk og hvort þurfi að færa dælur fyrir 15" felgur fyrir algengar stærðir af jeppatúttum.


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 100 Cruser bensín?????

Postfrá sukkaturbo » 16.jan 2016, 18:19

hafðu hugsað þetta sem óbreitt og fjölskyldu snattara eyðir líklega svipað og durango


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 30 gestir