Cherokee 4.0L 91' - Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

User avatar

Höfundur þráðar
Reynir77
Innlegg: 35
Skráður: 04.jan 2016, 00:21
Fullt nafn: Reynir Bergmann Pálsson
Bíltegund: Cherokee 4.0 '90

Cherokee 4.0L 91' - Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Reynir77 » 13.jan 2016, 18:03

Sælt verið jeppafólkið

Ég keypti mér nýlega breyttan Cherokee 91 módel High Output breyttan á 38". Mér var sagt að undir honum væru Dana 44 hásingar bæði að framan og aftan, ég las á millikassann sjálfur og sá að það np 231 J með hlutföllin 2.72
Ég er alveg blautur á bak við eyrun í þessum fræðum og sé bara á spjallsíðum hvað menn eru að tala um og reyni að fræðast þannig. Nú þegar hef ég rekið mig á ókost þess að bíllinn minn sé t.d. ekki með driflæsingum og ég hef einnig tekið smá snúning á honum á hálum vegi þrátt fyrir að vera í fjórhjóladrifinu.

Nú hvíla á mér nokkrar spurningar um það hvað ég geti gert fyrir bílinn minn til að gera hann betri.

    Hvernig get ég sannreynt að undir honum séu D44 hásingar og þarf ég ekki að vita hlutföllinn í drifunum ef ég er að spá í einhverjum læsingum á þau?

    Hverjir eru að græja loftlæsingar í bílana hér, einhverjir ódýrari lausnir í því en það sem ég heyrði t.d. frá ArcticTrucks? Hvað með no-spin, er það eitthvert vit?

    Er það ekki rétt skilið hjá mér að np 231 millikassinn sé harðlæstur um leið og hann er settur í 4wd?

    Hvaða skilyrði eru fyrir því að hægt sé að láta negla dekk? Munar það öllu þegar komið er á hálan veg á svona háum bíl? Hverjir negla svona dekk?

    Ég þarf í raun og veru bíl sem er öflugur í flestar gerðir af snjó en ég verð að geta keyrt hann annað slagið á vegi þó það sé smá ís á honum. Ég hef heyrt að mjög gróf dekk séu ekki endilega best í snjóinn þar sem þau grafi sig bara frekar niður, er það rétt?

    Mig vantar óskaplega að græja á hann afturkastara. Hvert er best að snúa sér í svoleiðis, hvernig festingar og hvernig tengt við rafkerfi bílsins? Er með 4 hnappa í mælaborði þar sem aðeins einn er í notkun fyrir framkastarana sem virðist reyndar einnig vera slaufað inn á rofan fyrir háu ljósin. Væri ekki hægt að nota einn af þeim í afturkastara?

Með von um að fá að heyra sem flestar skoðanir á sem flestum af þessum pælingum mínum.

Kv. Reynir
Síðast breytt af Reynir77 þann 18.jan 2016, 00:15, breytt 3 sinnum samtals.



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Byrjandi - ýmsar vangaveltur

Postfrá Polarbear » 13.jan 2016, 19:42

læsingar gera ekkert fyrir þig á hálum vegi, þvert á móti. það besta sem þú getur lært er að keyra varlega :) og læra að keyra fjórhjóladrifið ökutæki í hálku. Læsingar, og þá sérstaklega truetrak, aussie locker og fleiri non-ARB gera það tæknilega erfiðara að keyra í hálku í fjórhjóladrifinu. það er ekki fyrr en í erfiðu færi og miklum snjó að driflæsingar fara að gera gagn. Æfingin skapar meistarann, :)


thorir
Innlegg: 63
Skráður: 03.apr 2011, 12:52
Fullt nafn: Þórir Harðarson

Re: Byrjandi - ýmsar vangaveltur

Postfrá thorir » 13.jan 2016, 19:52

Blessaður,

Ætla svona að reyna svara einhverjum af þessum spurningum þínum. Ég á sjálfur Grand Cherokee 2001 V8 sem búið er að breyta og svo skipti ég um millikassa í honum fór úr NV247 (Quadra-Trac II) í NV242 (Selec-Trac).

1. Hásingar - hægt að fara eftir þessari mynd
Drif.PNG
Drif
Drif.PNG (128.08 KiB) Viewed 5105 times


2. Driflæsingar - ég sjálfur myndi ekki fara í no-slip (no-spin), það er rosalega leiðinlegt að keyra á malbiki og hvað þá í hálku.

3. Millikassi - hérna eru linkar á hvaða millikassar hafa verið í Cherokee (og AMC) og upplýsingar um þá:
- https://en.wikipedia.org/wiki/Jeep_four ... ve_systems
- https://en.wikipedia.org/wiki/AMC_and_J ... nsmissions

4. Dekk - Hef heyrt á dekkjaverkstæðum að svona 6-8 mm sé svona það hægt er að negla, ég myndi einnig mikróskera, það munar rosalega.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað, ég er mikill Cherokee aðdáandi og hef átt nokkra og breytt einnig. :)

Kv,
Þórir

User avatar

Höfundur þráðar
Reynir77
Innlegg: 35
Skráður: 04.jan 2016, 00:21
Fullt nafn: Reynir Bergmann Pálsson
Bíltegund: Cherokee 4.0 '90

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Reynir77 » 14.jan 2016, 12:43

Sælir báðir og takk fyrir svörin.
Það var reyndar aldrei mín hugmynd að læsingin ætti að hjálpa í hálku heldur var ég að spá hvort negling myndi gera gæfumun þar. Ég er alveg viss um að skódinn minn á ónegldum, tvíhjóladrifinn hefði aldrei farið á svona flug þarna á sama stað eins og Cherokeeinn gerði. Þess vegna er ég að velta þessu fyrir mér hvort naglar séu það sem þarf til að halda þessum drekum stöðugum í hálku eða hvort þeir hafi lítið að segja.

Læsingar er ég einungis að hugsa um til að eiga eitthvað inni þegar komið er í þyngri snjó og torfæru.

Ég þakka fyrir myndina góðu af drifhásingunum. Sé ekki betur en ég sé með D35 að aftan en ekki 44 eins og sá sem seldi mér bílinn fullyrti að væri undir honum. Svekkelsi. Er ekki töluverður munur á þessu tvennu? Þolir d35 læsingu á 38“ eða brýt ég eitthvað eins og skot?


lettur
Innlegg: 130
Skráður: 02.feb 2010, 14:24
Fullt nafn: Jóhann Stefánsson
Bíltegund: Gr Cherokee 38

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá lettur » 14.jan 2016, 13:57

Ég er á 38" 94 árg. Grand Cherokee, 4.0 vél. Undir honum er dana 35 að aftan og dana 30 að framan. ARB loftlæsing að framan og sjálfvirkur truetrac/torsen lás að aftan. Ég er búinn að eiga bílinn í ca. 5 ár og aldrei brotið neitt í hásingum eða öðru. Samt búið að taka vel á þessu í allskonar færi og aðstæðum. Lásinn að aftan finnst mér vera algjör snilld. Læsir 100% þegar á þarf að halda en finnst ekkert fyrir honum á þurru malbiki.

User avatar

Höfundur þráðar
Reynir77
Innlegg: 35
Skráður: 04.jan 2016, 00:21
Fullt nafn: Reynir Bergmann Pálsson
Bíltegund: Cherokee 4.0 '90

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Reynir77 » 14.jan 2016, 16:34

Ok frábært að heyra svona reynslu. Ég var að kíkja á framdrifið og það er dana 44. Kannski er ég bara vel settur í að setja á hann læsingar. Nú er ég með einhverja loftdælu undir húddinu fyrir dekkin. Hún er reimdrifin og virðist vera smellt inn með einhverjum segulrofa. Er líklegt að þessi dæla gagnist líka til að halda driflæsingum eða þarf hún að vera eitthvað öflugri? Spyr og spyr sá sem ekkert veit.


tomtom
Innlegg: 48
Skráður: 20.júl 2011, 21:27
Fullt nafn: Tómas Ingi Árnason
Bíltegund: toyota hilux

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá tomtom » 14.jan 2016, 18:44

Myndi bara fa mer litla arb loft dælu fyrir læsingaranar, læsinginn þarf einhver 100-110 psi til að setja þær svona ef eg man rett og svona lítil arb dæla er með loft kút og öll svo þær eru mjög hentugar i loftlæsingar mikið frekar en vera keira svona háan þrísting a stórri dælu eða það er allavega mín skoðun :)
Hægt fer margt sér hratt fer fátt sér

Toyota hilux 90 38"

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Polarbear » 14.jan 2016, 20:22

loftlæsingar þurfa 80-120 psi yfirleitt til að hanga inni. þær læsa á minni þrýstingi, en geta svikið og það er hægt að skemma þær með því. Ég er með reimdrifna dælu hjá mér og kút, og læt pressostat bara halda þrýstingi, dettur inn í 90 psi og slær út í 115 psi. það er ekki sniðugt að keyra reimdrifnar dælur án sjálfvirks þrýstistillis... þær eru fljótar að pumpa "yfir sig" ef maður passar sig ekki. þetta eru helvíti öflugar græjur yfirleitt.

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá muggur » 15.jan 2016, 09:49

Reynir77 wrote:
Það var reyndar aldrei mín hugmynd að læsingin ætti að hjálpa í hálku heldur var ég að spá hvort negling myndi gera gæfumun þar. Ég er alveg viss um að skódinn minn á ónegldum, tvíhjóladrifinn hefði aldrei farið á svona flug þarna á sama stað eins og Cherokeeinn gerði. Þess vegna er ég að velta þessu fyrir mér hvort naglar séu það sem þarf til að halda þessum drekum stöðugum í hálku eða hvort þeir hafi lítið að segja.



Sæll,
Líkt og þér kom mér það mikið á óvart hvað jeppar eru lélegir í hálku og í raun dauðagildrur m.v. framhjóladrifna fólksbíla. En afturhjóladrifnir bílar hafa bara allt aðra eiginleika í hálku. Naglar hjálpa mikið til að hafa stjórn á bílnum þó svo að í lausum snjó geri þeir kannski ekki mikið. Mér hefur reyndar reynst best að hafa jeppann bara í sídrifinu (Pajero) á veturna og virkar það alveg brilljant. Aftur á móti ef þú ert með læstan millikassa og annan 'trukkaútbúnað' þá er það kannski ekki svo sniðugt þegar þú kemur á auðan veg.
Þannig að ég held að svona upp á öryggið sé best fyrir þig að láta negla dekkin.

kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Kiddi » 15.jan 2016, 10:09

Þetta hljómar svolítið eins og þú sért bæði á ekkert alltof góðum dekkjum og að það sé einhver leiðinda sjálfvirk læsing í afturdrifinu. Getur það passað?

User avatar

Höfundur þráðar
Reynir77
Innlegg: 35
Skráður: 04.jan 2016, 00:21
Fullt nafn: Reynir Bergmann Pálsson
Bíltegund: Cherokee 4.0 '90

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Reynir77 » 15.jan 2016, 12:51

Kiddi wrote:Þetta hljómar svolítið eins og þú sért bæði á ekkert alltof góðum dekkjum og að það sé einhver leiðinda sjálfvirk læsing í afturdrifinu. Getur það passað?


Ég er nokkuð viss um að dekkin teljist frekar slöpp og ja ég held að það sé einhvert lsd drif samkvæmt fyrri eiganda sem virkar samt aldrei neitt þegar ég sit eitthvað fastur og annað dekkið snýst bara.

User avatar

isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá isak2488 » 15.jan 2016, 15:06

spurning hvort það sé rétt olía á drifinu, skilst að það sé ekki sama hvaða olía er notuð þegar menn eru með lsd

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá íbbi » 15.jan 2016, 18:53

eða kominn tími á diska í hana og yfirhalningu.

það kemur mörgum á óvart hvernig margir jeppar eru í hálku, en þeir eru náttúrulega flestir afturdrifnir þegar maður er ekki í fjórhjóladrifinu, auk þess að vera flestir þungir og margir stórir, því geta þeir verið varasamari á margann hátt. þótt geta þeirra við aðstæðurnar sé oft í raunini meiri

annars er ég sjálfur á óbreyttum usa pikka á ónegldum en microskornum heilsársdekkjum og ég keyrir hann í flest öllum tilfellum í afturdrifinu, ef það er ekki snjór eða samfellt hálka þá er hann afar þvingaður ef hann er í drifunum
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá biturk » 15.jan 2016, 23:26

Naglar eru eina vitið og nóg af þeim
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Freyr » 16.jan 2016, 01:13

Er þetta jeppinn sem sést á prófílmyndinni þinni? Ef svo er þá ættir þú að hafa samband við Kristján Má Guðnason, hann breytti jeppanum og notaði hann.

Hvernig get ég sannreynt að undir honum séu D44 hásingar og þarf ég ekki að vita hlutföllinn í drifunum ef ég er að spá í einhverjum læsingum á þau? Gætir tekið myndir og sett hingað inn. Í sumum tilfellum þarf að vita drifin því það er "carrier break", 3,92 og lægri drif passa á sömu lása og svo 3,73 og hærri drif á sömu.

Hverjir eru að græja loftlæsingar í bílana hér, einhverjir ódýrari lausnir í því en það sem ég heyrði t.d. frá ArcticTrucks? Hvað með no-spin, er það eitthvert vit? Loftlásar kosta úti yfir 1.000 $ svo með ísetningu myndi ég ekki búast við undir hálfri milljón, sennilega töluvert meira. Get líka mælt með eaton truetrack lásum, kosta helmingi minna en loftlásar og þurfa ekkert stýrikerfi, var með þannig í 38" cherokee framan og aftan og mjög sáttur. Sjálfur er ég ekki hrifin af no-spin nema í hreinræktuð leiktæki sem eru jafnvel ekki götuskráð.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að np 231 millikassinn sé harðlæstur um leið og hann er settur í 4wd? Já.

Hvaða skilyrði eru fyrir því að hægt sé að láta negla dekk? Munar það öllu þegar komið er á hálan veg á svona háum bíl? Hverjir negla svona dekk? Munar miklu, öll dekkjaverkstæði eiga að geta gert það.

Ég þarf í raun og veru bíl sem er öflugur í flestar gerðir af snjó en ég verð að geta keyrt hann annað slagið á vegi þó það sé smá ís á honum. Ég hef heyrt að mjög gróf dekk séu ekki endilega best í snjóinn þar sem þau grafi sig bara frekar niður, er það rétt? Þetta er mjög persónubundið, ekkert rétt svar hér, ég kýs gróf dekk frekar en fín því það hentar mér og mínum akstursstíl betur en þá þarf að vera mjög vakandi fyrir því að spóla ekki bílinn niður, auðvelt að festast ef maður gleymir sér augnablik.

Kv. Freyr


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Heiðar Brodda » 16.jan 2016, 11:20

Svo getur þú farið á aliexpress og fengið þér loftlàs á 400-500 dollara

User avatar

Höfundur þráðar
Reynir77
Innlegg: 35
Skráður: 04.jan 2016, 00:21
Fullt nafn: Reynir Bergmann Pálsson
Bíltegund: Cherokee 4.0 '90

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Reynir77 » 16.jan 2016, 12:27

Heiðar Brodda wrote:Svo getur þú farið á aliexpress og fengið þér loftlàs á 400-500 dollara


Fær maður þá einhverja lélega eftirlíkingu eða er það alvöru?

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá jongud » 16.jan 2016, 17:07

Reynir77 wrote:
Heiðar Brodda wrote:Svo getur þú farið á aliexpress og fengið þér loftlàs á 400-500 dollara


Fær maður þá einhverja lélega eftirlíkingu eða er það alvöru?


Sjá hérna;
https://www.youtube.com/watch?v=ewt7f-h8Wn4

Algert dót...


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Heiðar Brodda » 16.jan 2016, 21:21

Það eru einhverjir með þessa lása í patrol hef ekki séð pósta um að þeir séu að klikka kv Heiðar

User avatar

Höfundur þráðar
Reynir77
Innlegg: 35
Skráður: 04.jan 2016, 00:21
Fullt nafn: Reynir Bergmann Pálsson
Bíltegund: Cherokee 4.0 '90

Cherokee 4.0L 91': Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Reynir77 » 18.jan 2016, 00:14

Er np242 kassinn ekki með nákvæmlega sömu option og np231 bara plús fulltime 4wd?
Ég spyr vegna þess að mér sýndist á einhverju jeppa-forúmi að menn væru að tala um að vera bara með fulltime 4wd auk þess séð menn tala um að 231 kassinn sé jafnvel sterkari. Er þetta rétt?

Ég hélt að miðtalan í týpunúmerinu gæfi til kynna stærð og styrkleika kassans, þannig að 242 væri sterkari en 231. Einnig hélt ég að tvisturinn í seinustu tölunni á 242 gæfi til kynna að hann væri bæði með part time og full time 4wd.

Er ég eitthvað að misskilja þetta?

Annars veit ég að 231 millikassinn hjá mér er orðinn eitthvað slitinn og mig langar rosalega að endurnýja en fara þá í t.d. 242 en langar nú samt ekki að missa út miðlæsinguna. Hvernig er það að ganga í þessa bíla? Eitthvað sem þarf að huga sérstaklega að? Ég er væntanlega með AX15 gírkassa. Á þetta ekki að smella saman?

Eins bráðvantar mig almennileg 38" snjódekk á 15 tommu felgur (vantar bara dekkin). Sé að dekkin sem ég fékk með bílnum eru bæði töluvert slitin og einnig fúin. Þau eru svo eydd að það sem hefur einhvern tímann verið míkroskorið er horfið víða á dekkkjunum, sem sagt komið niður fyrir skurðinn sem gerður hefur verið.

Ef þið vitið um millikassa fyrir mig og dekk þá er ofsalega vel þegið að fá að vita af því :)


Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Re: Cherokee 4.0L 91' - Driflæsingar og ýmsar aðrar vangaveltur

Postfrá Gudni Thor » 18.jan 2016, 06:42

missir ekki út midlæsinguna med tví ad setja 242 hann er full time og part time í 4x4. Èg setti tannig kassa í 38" xj sem ég átti og hann vard bara frábær í hálku eftir tad. en audvitad mikid atridi ad hafa gód dekk.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 44 gestir