Fjöðrun í LC 80


Höfundur þráðar
Konni Gylfa
Innlegg: 70
Skráður: 08.maí 2013, 23:26
Fullt nafn: Konráð Gylfason

Fjöðrun í LC 80

Postfrá Konni Gylfa » 13.jan 2016, 04:10

Sælir.

Langar að fá hugmyndir frá mönnum um fjöðrun í lc 80. Var að kaupa svona bíl á 38" og finnst hann allt og stífur. Var með nissan patrol á 38" og fannst hann mikið skemmtilegri þegar kemur að fjöðruninni. Það er búið að setja breitinga gorma og dempara en ég er að spá hvort ég ætti að redda mér orginal gormum og setja klossa undir? og þá líka orgnal dempara?

Hvað er til ráða til að fá mjúka fjöðrun þar sem þessi bíll er bara notaður í slóðaakstur í veiði, og fjallvegi að sumri.

Endilega fræðið mig.

Kv Konni



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Fjöðrun í LC 80

Postfrá Polarbear » 13.jan 2016, 09:49

prófaðu að setja orginal gorma undir aftur. gætir þurft klossa með þeim samt, yfirleitt eru breyttu gormarnir stífari og lengri. byrjaðu á að skipta gormunum út áður en þú skiptir út dempurunum. Hvernig demparar eru þetta annars? ef þeir eru stillanlegir væri athugandi að mýkja þá.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Fjöðrun í LC 80

Postfrá snöfli » 13.jan 2016, 12:02

Veðja frekar a demparana.

Þessir gormar eru trúlega progressífir en ef þú verður var við eðlilegt travel í fjöðrun en finnst hann hastur þá getur að legið í dempurum. Ef travelið (útsláttur) er lítið þá eru þetta gormarnir.

l.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Fjöðrun í LC 80

Postfrá Polarbear » 13.jan 2016, 13:21

já... það er minnsta vinnan að skipta út dempurunum :) rétt athugað.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Fjöðrun í LC 80

Postfrá snöfli » 13.jan 2016, 15:15

Ótrúlega mikil áhrif að "röngum" eða rangt stilltum dempurum. Stífni dempara háð fjaðrandi massa!!! Var með Y61 sem var þokkalegur á álfelgum og 38" en alt of mjúkur á 44" og stálfelgum. Fékk mér stífari "EMU" dempara sem gerði hann fínan á 44" en ég seldi áfelgurnar þar sem það bix var of létt. (varð svoldið eins og hastur en enn sömu gormar!). Varð þokkalegur á 38" og stálfelgum.
l.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 27 gestir