Síða 1 af 1

Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 12.jan 2016, 09:24
frá Tollinn
Sælir félagar

Er með 90 cruiser á 35" dekkjum (99 model) ekinn 210 þús km sem mér finnst eyða heldur mikið (er með 16l/100km). Hef áður átt svona bíl eins breyttan og hann var ekki að eyða eins miklu, var kannski með 14 þegar mest var. Svo segja mér sumir með eins bíla að þeirra bílar séu með 11 - 12 l/100 (ekki common rail)

- þarf ég að þrífa EGR ventilinn eða loka fyrir hann (skilst að hann sé í þessum bílum)
- þarf að kíkja á spíssa (hélt að það væri ekki vandamál í þessari árgerð)
- veit ég þarf að skipta um glóðarkerti en það ætti ekki að vera að orsaka eyðslu

Eru einhverjar hugmyndir eða þekktar lausnir á þessu?

kv Tolli

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 18.jan 2016, 13:30
frá Tollinn
Enginn sem vill kommenta á þetta?

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 18.jan 2016, 15:18
frá jongud
Er þetta innanbæjar?
Er bíllinn sjálfskiptur eða beinskiptur?

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 18.jan 2016, 15:40
frá sukkaturbo
þetta er bara eðlilegt snjór og kalt og notalegt

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 18.jan 2016, 16:16
frá tikkat3
ég er með svona bíl sjáfskiftan 38 tommu 11 til 13 í blönduðum akstri hefur farið í 10 lítra á langkeirslu við góð skilirði kv.steini

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 18.jan 2016, 16:46
frá solemio
Atti svona tík.99 árg,ssk ,35" og eyddi aldrey undir 15 litrum.

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 18.jan 2016, 18:46
frá bragig
16 lítrar er mjög eðlileg eyðsla innanbæjar á svona bíl. En það er ágætis hugmynd að yfirfara eldsneytissíju, spíssa (þeir geta alveg slappast á 210þ km), og þjöppumæla mótor. Annað sem mætti athuga varðandi eyðslu:
-Loftþrýstingur í dekkjum (30psi er ágætt á malbiki)
-Hjólastilling
-Kubb undir inngjöfina.

Varðandi EGR ventilinn, þá er örugglega óhætt að blinda hann.

Góðar stundir.

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 18.jan 2016, 19:45
frá tikkat3
Hvað færst með því að blinda egr ventil

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 18.jan 2016, 20:11
frá olafur f johannsson
Ég ef svolítið umgengist svona bíla átti ein á 38" sjálfskiptan 4.88 hlutföll millikælir tölvukubbur hann fár aldrei niður fyrir 15 lítra utanbæjar og var eitthvað meira í bæjar akstri. var svo með 1 33" beinskiptan og hann var um 12-14 í blönduðum akstri

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 18.jan 2016, 23:21
frá Tollinn
Þetta er sjàlfskiptur bíll, það eru greinilega skiptar skoðanir à þessu, mèr finnst þetta mikið í ljósi þess að èg hef yfirleitt verið að nà bílum niður í eyðslu þar sem èg er mjög rólegur ökumaður. Eitt reyndar sem mèr dettur í hug og það er hvort hraða mælir, og þar með fjarlægðarmælir sé rèttur, þarf að skoða það

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 19.jan 2016, 02:49
frá ÓskarÓlafs
ég er með ssk 90 cruiser á 33" í augnablikinu og hann er að brenna ca 14-16 innanbæjar

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 19.jan 2016, 08:11
frá jongud
Ég er á '97 módelinu á 35-tommu dekkjum og sjálfskiptum.
Ég þarf að vanda mig mikið til að koma eyðslunni niður fyrir 15 innanbæjar.

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 19.jan 2016, 08:36
frá Siggi_F
Sæll,

Ég er búinn að eiga tvo svona 35" breytta báða '99 módel. Sá fyrri var beinskiptur og innan við árs gamall og lítið keyrður þegar ég keypti hann. Hann var að eyða 11-13 innanbæjar og fór undir 10 utanbæjar þá sjaldan sem ég keyrði undir 100.
Seinni bíllinn var sjálfskiptur og keyrður tæplega 200 þegar ég keypti hann. Hann var að eyða 13-15 innanbæjar en sjaldan undir 11 í hreinum utanbæjar akstri. Þannig að það var alveg um tveggja lítra munur á þessum bílum með og án sjálfskiptingar og meira eknum.
Það er næsta víst að kílómetrateljarinn er ekki réttur, hann var það allavegana ekki á þessum tveimur þó hraðinn væri rétt mældur.
Mig minnir að í samanburði við GPS hafi sýnt ca 8% of lítið.

Kv.
Siggi

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 19.jan 2016, 09:16
frá Tollinn
Takk fyrir þessar upplýsingar. Ég fer að komast að þeirri niðurstöðu að þessi eyðsla sé þá greinilega á eðlilegu róli. Reyndar finnst mér ég ekki geta keyrt bílinn þannig að hann fari lítið upp á snúning sem hefur oftar en ekki skilað lægri tölum en sennilega gæti ég það ef bíllinn væri beinskiptur. Ég ætla að fara í rannsókn á þessu með fjarlægðarmælinn og eins þarf ég að fara að yfirfara bílinn almennt svo kannski næ ég þessu eitthvað niður. Samt magnað að ég var með 2.4 EFI hilux ´93 model á 35" dekkjum sem var að eyða minna hjá mér. Bíll sem margir segja að sé bensínhákur en sá bíll fór sjaldan yfir 14 hér innanbæjar og fór oft niður í 11 í langkeyrslu.

kv Tolli

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 19.jan 2016, 10:57
frá Siggi_F
Mér fannst þessi sjálfskipti ekki vera að fara neitt mikið upp á snúning, en það pirraði mig dálítið hvað lockupið kom seint inn á 35" og óbreyttum hlutföllum eða rétt undir 90 og því fljótt að detta út aftur þegar hallaði á móti.
Ég var mikið að hugsa um að setja hlutföll úr beinskiptum eins og einn félagi minn gerði, það hressti upp á bílinn og passaði betur fyrir þessa dekkjastærð.

Kv.
Siggi

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 19.jan 2016, 12:35
frá Tollinn
Pabbi var með 4:88 hlutföll í sínum 35" bíl sem gerði það að verkum að það þurfti ekkert að breyta hraðamælinum og sá bill var mjög sprækur og skemmtilegur (sjálfskiptur og ekki common-rail). Ég stefni á að gera eitthvað svipað og þá er hann líka klár ef mann skyldi detta í hug að breyta í 38"

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 21.júl 2016, 10:42
frá Tollinn
Það er ljóst að mælirinn sýnir 15% of lítið (vegalengd) svo eyðslan sem ég hef verið að mæla er nær þvi að vera 13,5 -14 l/100. Fór svo í langferð og mældi og þar virtist hann fara niður í 11,5 l/100 og því er ég orðinn sáttur.

Kv. Tolli

Re: Eyðsla á 90 Cruiser

Posted: 21.júl 2016, 21:39
frá StefánDal
Minn '97 38" ssk var í 15-20. Sé það hinsvegar hér að ofan að eyðslan er ca. 30% minni hjá nýjum eiganda.