Síða 1 af 1
patrol 3.3 og 2.8 kassasplæs
Posted: 10.jan 2016, 13:17
frá Rauðhetta
Sælir
Hefur einhver hérna sett gírkassa úr 3.3 patrol saman við millikassa úr 2.8 patrol, sem væri þá til í að deila reynslunni og jafnvel myndum??
Kv Kristján
Re: patrol 3.3 og 2.8 kassasplæs
Posted: 16.jan 2016, 11:58
frá 450-ingvar
Sælir.
Ég er með einn Patrol sem var orginal 2.8 samt gamla body ið á undan y60 og er búið að setja í hann 3.3 turbo.
Ég er með 3.3 kassann og 3.3 millikassann og stangirnar passa vel inní bíl.
Drifkúlan er í miðri hásingunni á þessum bíl en skaptið kemur út hægra megin undir bílnum og
ég finn ekki fyrir neinum titring eða neinu óeðlilegu í keyrslu. ef þú ert að spá í því hvort að það skipti máli.
Og þetta er búið að vera svona í mörg ár. og búið að keyra þennan bíl mikið. Held síðan 2003.
En ekki þekki eg hvort neinn hafi sett 2.8 kassa aftaná 3.3
Kv. Ingvar
Re: patrol 3.3 og 2.8 kassasplæs
Posted: 16.jan 2016, 18:28
frá Brjotur
Millikassarnir eru allir eins í 2.8/3.0 / 3.3 / 4.2
Re: patrol 3.3 og 2.8 kassasplæs
Posted: 16.jan 2016, 20:04
frá jeepcj7
Nei kassarnir eru ekki eins 3.3 kassinn er með afturdrifsúttakið hægra megin.
En ég veit reyndar ekki hvort hann passar aftaná 2.8 gírkassa ég held ekki.
Re: patrol 3.3 og 2.8 kassasplæs
Posted: 16.jan 2016, 20:41
frá Brjotur
2.8 gírkassinn er krypplingurinn í fjölskyldunni :( þó úrtakið sé með annarri afstöðu þá ætti hann að ganga á alla kassana , sami millikassi passar á gírkassana úr 2,8 3.0 og 4.2 en gírkassinn úr 2.8 passar ekki á neina nema 2.8 ,
Re: patrol 3.3 og 2.8 kassasplæs
Posted: 16.jan 2016, 23:29
frá Rauðhetta
sælir
Millikassarnir eru ekki eins, 2.8 millikassinn passar ekki beint aftaná 3.3 gírkassan, ég var að spá hvort einhver hefði sett saman með sérsmíðaðri milliplötu