Síða 1 af 1
Driflæsingar
Posted: 09.jan 2016, 13:29
frá atli21
Sælir, ég er frekar nýr í jeppabransanum, og langaði að forvitnast um hvort það sé algjört möst að vera með læsingar ef maður ætlar að fara uppá Jökla ?
Re: Driflæsingar
Posted: 09.jan 2016, 13:36
frá jeepcj7
Það er ekki nauðsyn en oftast betra.
Re: Driflæsingar
Posted: 09.jan 2016, 19:59
frá Heiðar Brodda
Fátt leiðinlegra en að vera fastur einhvers staðar af því maður er læsingarlaus , mín skoðun er að fá sér læsingu að framan fyrst en hvernig jeppa ertu með
Kv Heiðar
Re: Driflæsingar
Posted: 10.jan 2016, 09:58
frá atli21
Er með Hilux 35 tommu.
Re: Driflæsingar
Posted: 10.jan 2016, 17:06
frá ojons
Veit um menn sem hafa keyrt í mörg ár læsingarlausir án teljandi vandræða, en vissulega gott að geta skellt þeim á þegar þarf... en fínt að æfa sig læsingalaus þá verðuru bara betri ökumaður í snjó. ;)
Re: Driflæsingar
Posted: 10.jan 2016, 17:48
frá Lindemann
Þetta fer líka eftir því hvernig fjöðrunin í bílnum hegðar sér.
Eftir því sem hjólin elta betur jörðina er minni þörf á læsingum. Sumir bílar komast ekkert án læsinga en aðrir alveg helling.
Re: Driflæsingar
Posted: 10.jan 2016, 18:29
frá biturk
Æfðu þig án læsinga, annars verðuru algerlega ósjálfbjarga ef læsingar klikka í ferðum, tekur miklu minna á bílnum almennt ef þú sleppir þeim fyrstu árin og lærir að keyra í snjó
Re: Driflæsingar
Posted: 10.jan 2016, 21:05
frá atli21
Okei, takk fyrir þetta.
Re: Driflæsingar
Posted: 11.jan 2016, 00:35
frá Kiddi
Lindemann wrote:Þetta fer líka eftir því hvernig fjöðrunin í bílnum hegðar sér.
Eftir því sem hjólin elta betur jörðina er minni þörf á læsingum. Sumir bílar komast ekkert án læsinga en aðrir alveg helling.
Stundum hefur fjöðrunin samt ekkert að segja, svona til dæmis þegar annað hjólið er á svelli nú eða bara í krefjandi færi þar sem lítið grip er í snjónum og hann treðst illa. Þá getur maður virkilega fundið mun á því hvort maður hafi driflæsinguna á eða ekki.
Ég myndi alltaf mæla með læsingum - ég hef aldrei vitað til þess að það sé nauðsynlegt að standa í óþarfa basli læsingarlaus til þess læra að aka í snjó :-)
Re: Driflæsingar
Posted: 11.jan 2016, 08:34
frá Lindemann
Ég er alveg sammála því að það er alltaf betra að vera með læsingar og stundum nauðsynlegt.
Enda var ég nú bara að meina varðandi drifgetu almennt fer það eftir fjöðruninni(reyndar líka þó maður sé með læsingar).
En þegar spurningin er hvort að hann ætti að hætta sér á læsingalausum 35" hilux að spóla í snjó einhversstaðar þá er engin spurning að sjá bara hvað bíllinn kemst og ekkert að vera að safna þér fyrir læsingum áður... :)
Re: Driflæsingar
Posted: 16.jan 2016, 11:27
frá Heiðar Brodda
Er ekki lsd lás að aftan, var með svoleiðis í mörg ár og fannst hann virka en passaði mig á því að hafa rétta olíu á drifinu kv Heiðar