Síða 1 af 1
Munur á 60 Cruiser hásingu og 80 Cruiser hásingu??
Posted: 08.jan 2016, 08:35
frá Tollinn
Sælir
Er einhver sem getur listað upp helsta muninn á þessum hásingum (afturhásingar)
Drifstærð, öxlar, breidd og almennt bara muninn og hvor er betri og hvers vegna. Ég er þá að tala um full float hásingar (ef hún er til í 60 cruiser) og báðar með læsingu.
kv Tolli
Re: Munur á 60 Cruiser hásingu og 80 Cruiser hásingu??
Posted: 08.jan 2016, 10:43
frá isak2488
60 cruiserhásingin er allavega mjórri og er full float, 9,5" drif bæði framan og aftan
Re: Munur á 60 Cruiser hásingu og 80 Cruiser hásingu??
Posted: 08.jan 2016, 12:33
frá Kiddi
LC80 hásingin er 1600 mm breið, og ef ég man rétt þá er LC60 1480 mm.
Nú síðan er LC80 með rafmagnslás en LC60 með barkalás.
LC80 er með diskabremsum en LC60 með skálabremsum.
Þekki ekki hvort hjólnöfin séu eins.
Re: Munur á 60 Cruiser hásingu og 80 Cruiser hásingu??
Posted: 08.jan 2016, 13:39
frá Tollinn
Hvort myndu menn frekar setja undir 120 cruiser fyrir 44" breytingu?
Spurning hvort 80 cruiser hásing er of breið?
Re: Munur á 60 Cruiser hásingu og 80 Cruiser hásingu??
Posted: 08.jan 2016, 14:00
frá sfinnur
60 cruser hásingin er ekki með kúluna í miðjunni, það skapar oftast vandræði og smíðavinnu.
Re: Munur á 60 Cruiser hásingu og 80 Cruiser hásingu??
Posted: 08.jan 2016, 14:21
frá Kiddi
LC80 hásingin passar akkurat upp á breiddina m.v. framhjólastellið.
Það er búið að setja svona undir nokkra Hiluxa og amk einn 120 Cruiser og það er ekkert vesen að hafa drifkúluna aðeins hliðraða, en ef það á að vera aukatankur þarf hann að vera smíðaður með það í huga.
Re: Munur á 60 Cruiser hásingu og 80 Cruiser hásingu??
Posted: 08.jan 2016, 14:37
frá Tollinn
Snilld takk fyrir þetta
kv Tolli