Síða 1 af 1

Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Posted: 06.jan 2016, 23:11
frá thor_man
Sælir spjallverjar.

Hvort er heppilegra að láta smíða bremsurör hér heima eða kaupa tilbúin rör erlendis frá? Er hægt að fá vafin bremsurör til slíkra smíða hér og með hverjum mælið þið með? Um er að ræða amerískan bíl svo kannski er ódýrast að fá þetta tilsniðið og frágengið.

Kv.
Þ.

Re: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Posted: 06.jan 2016, 23:41
frá emmibe
Fékk 1 0,5 mtr bremsurör tilbúið af verkstæðinu í Landvélum. Fannst það fjandi dýrt 5 þús+, veit svosum ekkert hvað meterinn kostar og græjurnar til að gera endana.

Re: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Posted: 07.jan 2016, 00:43
frá biturk
Ég smíða öll mín rör, endurnota nipplana ef þeir eru í lagi og kóna sjálfur, það er töluvert ódýrara

Re: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Posted: 07.jan 2016, 10:03
frá Axel Jóhann
Meter af bremsuröri er að kosta um 800-1500kr(ódýrast að kaupa í 20-50m knippi) Mekanomen eru ódýrastir með 50m rúllu , nipplar 10-15stk kannski um 1000kall og hægt er að fá græjur frá TopTul sem kosta um 10-15þús

Re: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Posted: 07.jan 2016, 23:06
frá Sævar Örn
ef þú ert bara að gera þetta í eitt skipti skaltu kaupa þau tilbúin, en ef þú ætlar að smíða rör í framtíðinni alveg hiklaust keyptu kónara og lærðu að gera þetta sjálfur, oft verður það líka fallegra en þetta sem maður kaupir tilbúið, en þetta er mikil handavinna ef vel á að vera og stundum þarf nokkrar tilraunir til að ná akkurat réttri lengd :)

Re: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Posted: 07.jan 2016, 23:42
frá thor_man
Takk fyrir ágæt svör. Já, held ég reyni að finna tilsniðin rör westan úr Ameríkunni.

Kv.
ÞB

Re: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Posted: 08.jan 2016, 15:28
frá aae
Nú hefur maður látið smíða þetta. Tekið gömlu rörin og mælt lengdina og farið t.d. í Barka og látið græja.
Síðast var boðið upp á 2 gerðir. Koparblönduð rör sem eru frekar mjúk og auðvelt að leggja og svo stál sem eru stífari.
Hafa menn skoðun á efnisvali í þessu? Hvoru tveggja tærist í saltpæklinum þannig að ég hef málað þetta með epoxygrunni til að lengja líftímann.

Re: Bremsurör - Kaupa tilbúið eða smíða?

Posted: 09.jan 2016, 18:12
frá Axel Jóhann
Stálrörin eru stífari og leiðinlegra að vinna með þau, menn hafa verið að tala líka um að þau endist betur en ég hef ekki enn fengið bíl til baka með koparblönduðu rörin sem eru mýkri.