spjallið á F4x4

User avatar

Höfundur þráðar
Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

spjallið á F4x4

Postfrá Brjótur » 24.feb 2010, 00:27

Kvöldið ósköp finnst mér nú vera rólegt yfir spjallinu á F4x4 og fáir að tjá sig en samt ný nöfn eins og sumir séu að skríða undan steini, hvað skyldu þeir hafa óttast áður? kanski að fá svar? ;) hehehe

kveðja Helgi




lukku.laki
Innlegg: 33
Skráður: 01.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Daði Rafn Brynjarsson
Staðsetning: hveragerði

Re: spjallið á F4x4

Postfrá lukku.laki » 24.feb 2010, 00:36

svona mín ástæða fyrir því að hafa ekki tekið mikinn þátt á f4x4 spjallinu var að það var altaf etthvað vesen með account-inn hjá mér þar hann virkaði stundum og stundum ekki svo að ég gafst bara upp....
toyota hilux 38'' 1990 (í uppgerð)
opel vectra 2.0 D 2000 (í notkun)


olihelga
Innlegg: 92
Skráður: 15.feb 2010, 12:46
Fullt nafn: Ólafur Helgason

Re: spjallið á F4x4

Postfrá olihelga » 24.feb 2010, 12:50

Ég held nú reyndar að það gangi frá f4x4 spjallinu dauðu að hafa útilokað svona mikinn hluta fólks eins og þeir gerðu, því miður
Sent úr Siemens brauðrist

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: spjallið á F4x4

Postfrá gislisveri » 24.feb 2010, 14:11

olihelga wrote:Ég held nú reyndar að það gangi frá f4x4 spjallinu dauðu að hafa útilokað svona mikinn hluta fólks eins og þeir gerðu, því miður


Það er ég nú alls ekki viss um, það er fullt af klúbbum, margfalt minni en F4x4 sem halda úti virku spjalli og auglýsingum, t.d. www.sukka.is og fleiri.

F4x4.is er hins vegar ekki lengur vettvangur allra jeppamanna og það er auðvitað klúbbnum eða stjórn hans í sjálfsvald sett, mér finnst ekkert óeðlilegt við það.
Kv.
Gísli

User avatar

Höfundur þráðar
Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: spjallið á F4x4

Postfrá Brjótur » 01.mar 2010, 00:19

Jæja það fjúka gullkornin á F4x4, nú eru þeir að mála yfir vitleysuna í sér með lokunina með því að segja að aðrir klúbbar séu líka að loka á utanfélagsmenn og Gundur heldur áfram með vitleysuna um að þvinga menn til að borga og gerast félagsmenn Good luck the Russian way ;) þetta er frábær aðferð til að fá menn í klúbbinn.

kveðja Helgi

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: spjallið á F4x4

Postfrá Stebbi » 02.mar 2010, 19:40

Sumir þurfa bara alltaf að læra hlutina 'the hard way'.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: spjallið á F4x4

Postfrá Sævar Örn » 02.mar 2010, 19:52

Reyndar var kvartmíluklúbbsspjallið að loka svona svipað.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: spjallið á F4x4

Postfrá ellisnorra » 02.mar 2010, 21:09

Póstur sem ég fékk frá Kvartmíluklúbbnum;

Kæri notandi Kvartmila.is,

Sú ákvörðun hefur verið tekin, að fenginni reynslu ,að loka spjallinu nema fyrir meðlimi Kvartmíluklúbbsins,meðlimir síðasta árs haldast inni á spjallinu líka.Allir notendur munu þurfa að vera með fullt nafn í undirskrift,öðrum verður meinaður aðgangur.

Til sölu dálkarnir verða óbreyttir og geta allir sem skráðir eru á spjallið sett inn auglýsingar.
Fréttir og Tilkynningar verða öllum læsilegar.

Ef þú ert búinn að greiða félagsgjaldið fyrir 2009 eða 2010 vinsamlega svaraðu þessum pósti með fullu nafni og netfangi og þinn aðgangur verður opinn eftir staðfestingu.

Þessi breyting tekur gildi 1. apríl

Með bestu kveðju
Stjórn Kvartmíluklúbbsins.


------------------------


Þessar lokanir finnast mér vægast sagt fáránlegar. Svo ég fái að skjóta smá inní fyrir kvartmíluklúbbinn, ég var félagi þar, var oft uppá braut og nokkuð virkur í starfinu þó ég hafi ekki verið að keppa eða að aðstoða einstaka keppendur en ég hætti að nenna því þar sem þar er endalaus togstreita milli manna og mjög margra ára þrjóska og uppúrveltingur uppúr löööööööngu liðnum hlut sem virkilega var að skemma starfið. Menn eru ennþá þrefandi um tittlingaskít, með allskyns skítkast og óvirðingu hvor við annan þar (eða allavega nokkrir svartir sauðir) sem er óþolandi og ólíðandi í klúbbastarfi. Þannig að ég hætti að nenna þessu, kíki þó öðru hvoru á spjallið, aðalega til að fylgjast með skemmtilegum projectum. Núna fylltu þeir mælinn með lokun á spjallinu, þannig að nú sný ég algjörlega bakinu við þeim.

Ég var mjög alvarlega að hugsa um að ganga í Ferðaklúbbinn 4x4, en ég er svo gott sem hættur við það, vegna þess að mér finnst þetta mjög slæmt fyrir klúbbinn að útiloka þá sem ekki eru 'greiddir meðlimir'. Það minnkar alla umræðu, minnkar gegnsæi og gerir klúbbinn almennt leiðinlegri að mínu mati. Ég skil lokuð pókerkvöld, steggja og gæsaparty og slíkt, en að loka spjallsvæði sem er jafn stór hluti af klúbbastarfi eins og raun ber vitni í nútímanum skil ég allsekki.

Ég mótmæli, og skora á stjórn F4x4 að opna spjallsvæðið aftur!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: spjallið á F4x4

Postfrá Sævar Örn » 02.mar 2010, 21:53

Mér finnst allavega helvíti hart að geta ekki fylgst með hvað er að gerast í klúbbunum nema skrá mig í hann. -Frekar mættu stjórnendur vera duglegri að fjarlægja óeirðaseggina enda ekkert óeðlilegt við það ef þeir á annað borð bjóða upp á að þeir séu settir í bann/geymslu.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: spjallið á F4x4

Postfrá Stebbi » 02.mar 2010, 22:05

Svona lokanir eru bara til að tvístra þeim hóp sem jeppaeigendur á íslandi eru, svipað og þegar einhver pissar á varðeldinn í þorpinu. Það sést það best á því hvað þessi vefur er virkur í samanburði við margra ára auglýsta vefsíðu ferðaklúbbsins 4x4, menn fara bara og kveikja eld annarstaðar og berja á bringuna á sér með olíublautum skiptilyklum og sá sem á flottasta eldinn fær flesta að honum.
Ef að Darwin hefði átt tölvu þá hefði hann sjálfsagt útfært þróunarkenninguna í takt við það sem er að gerast í þessum málum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: spjallið á F4x4

Postfrá Brjótur » 14.mar 2010, 18:46

Ég verð að kommenta á F4x4 síðuna get ekki orða bundist, núna er í gangi umræða um hvernig mönnum finnist þetta virka eftir lokunina og það geysist hver snillingurinn fram á eftir öðrum og dásama það að geta nú kommentað án þess að vera svarað!!!! hvað skyldu þeir vera hræddir við eða geta þeir ekki tekið þátt í umræðum ef þeim er svarað? ;) mér er spurn

kveðja Helgi


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: spjallið á F4x4

Postfrá grimur » 14.mar 2010, 20:58

Já, þeir hælast um yfir að allt sé svo siðmenntað og fínt núna.

Apakettir.

Ég hef greitt félagsgjald í mörg ár til f4x4(síðast meðtalið), var svo hent út vegna "tæknilegra mistaka" sem þeim hefur ekki tekist að lagfæra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Ég var alltaf mótfallinn þessari aðgerð. Svo þurfti maður auðvitað að lenda í einhverju rugli útaf þessu.
Pínlegt að sjá það spjall verða að engu, og geta ekki einu sinni tekið þátt í að blása í glæðurnar.....

kkv

Grímur

User avatar

Höfundur þráðar
Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: spjallið á F4x4

Postfrá Brjótur » 14.mar 2010, 22:44

Ánægður að sjá að ég er ekki einn um þessa skoðun :)

User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: spjallið á F4x4

Postfrá Alpinus » 15.mar 2010, 10:51

Sumar ríkistjórnir og einræðisherrar þola illa gagnrýni og banna yfirleitt stjórnmálasamtök og félög sem eru þeim ekki að skapi. Opin umræða þar sem allir geta tekið þátt beinir oft kastljósinu að þeim sem bera ábyrgð eða sitja í stjórnunarstöðum og getur sú umræða oft verið þeim sársaukafull því sannleikurinn er jú stundum sagna verstur.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: spjallið á F4x4

Postfrá JonHrafn » 15.mar 2010, 19:48

Þetta er nú meiri vitleysan. Spjallborðið sem BMW Kraftur ( Áhugamannafélag um BMW, mótorsport og flest sem hreyfist ) er gott dæmi um spjallborð sem væri ekki brot af því sem það er í dag ef það væri ekki opið.

Ég byrjaði að fikta í því fyrir 6 árum og gekk svo í klúbbinn fyrir 3 árum. Aldrei hefur mér dottið í hug að fara grenja útaf því að utanfélagsmenn eru að skrifa á spjallborðið "okkar" þetta er bara barnalegt :þ


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir