Affelganir á fjöllum


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Affelganir á fjöllum

Postfrá johnnyt » 05.jan 2016, 23:49

Hvernig er það. Hvað eru menn að gera til að redda affelgunum uppi á fjöllum ?
Hef sem betur fer ekki lent í því að affelga í þessum fáu ferðum sem ég hef farið í en er alltaf skíthræddur við það :) Væri til í að fá smá upplýsingar hvernig maður gæti bjargað sér ef maður lendir í þessu

Kv.
Nonni



User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Affelganir á fjöllum

Postfrá Svenni30 » 06.jan 2016, 00:19

Startgas og kveikjara :)
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Affelganir á fjöllum

Postfrá Brjotur » 06.jan 2016, 00:54

Startgas og kveikjari er gamalt ráð sem enginn ætti að nota nema í algjörri neyð, Þar sem allir eru nú til dags með loftdælur þá er þetta ekki svo flókið mál , ég tek nánast alltaf dekkið undan, ekki algilt samt , ef dekkið fer af að utanverðu en er á að innanverðu þá er miklu einfaldara að eiga við þetta , ef þú ætlar að gera þetta með dekkið undir bílnum þá er fyrsta mál að tryggja bílinn vel og tjakka upp, nú það er hægt að sleppa tjökkun ef það er það mikill snjór að þú getir grafið frá dekkinu og látið bílinn setjast á snjóinn, hásinguna/klafana , síðan grefur þú frá dekkinu þar til það er algjörlega fritt og þú getur höndlað það í holunni , hreinsa kantinn vel á felgunni þ.e. ef það er snjór eða ís á brúninni, gerir því næst loftdæluna klára á opinn ventil/krana og kveikja á henni, síðan færðu nokkrar hjálparhendur og þið togið dekkið út á felguna jafnt og þétt og passið að það setjist rétt allan hringinn, þess vegna er mjög áríðandi að dekkið sé alveg frjálst við alla snertingu á snjó til að auðvelda þéttingu, þú finnur strax ef að þetta virkar þarf að halda dekkinu í horfinu í smástund á meðan það nær smá þrýsting .

Nú ef þú tekur dekkið undan þá er mjög gott ef þú ert á miklum snjó að grafa kringlótta holu fet djúpa ca sem er svo víð að dekkið rétt situr á köntunum á holunni , stillir dekkinu á holuna og hefur þá hlið dekksins upp sem er affelgað dæluna á kranann og í gang og svo standið þið 2 í felgunni til að þrýsta henni niður á felgubrúnina , þetta er í rauninni auðveldara en hin aðferðin :)

Nú ef dekkið affelgast bæði að innan og utan þá tekurðu dekkið undan grefur minni holu sem er ca jafnvíð og felgan , leggur dekkið ofan á brúnirnar þannig að felgan sé frí til að fara ofaní holuna og síðan þarf að hoppa í felgunni til að dekkið fari upp á brúnina , það gerist nú samt sjaldnast að það fari alla leið upp á brúnina , en nógu langt til að þétta á meðan pumpað er í það , síðan gerir þú stærri holu og og snýrð dekkinu við og gerir eins og ég lýsi í fyrsta kaflanum :)

Vona að þetta skiljist og komi að notum

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Affelganir á fjöllum

Postfrá Sævar Örn » 06.jan 2016, 02:12

allt rétt sem brjótur segir, var svolítið að affelga áður en þá var ég með lélegar felgur..

hef ekki affelgað í fjölmörg ár núna en þetta er bara eitthvað sem allir jeppamenn þurfa að kunna og geta kennt öðrum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Affelganir á fjöllum

Postfrá Sævar Örn » 06.jan 2016, 02:13

hef sjálfur aldrei notað startgas til að koma dekki upp á felgu á fjöllum, loftdæla hefur alltaf dugað, og ekkert endilega neinar svaka dælur þó það sé eflaust auðveldara
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Affelganir á fjöllum

Postfrá karig » 06.jan 2016, 08:58

Því má bæta við að ef ekki eru margar hendur til aðstoðar, getur hjálpað að setja öflugan strappa utan um mitt dekkið, þá þrýstast kantarnir til beggja hliða. Kv, kári.


Höfundur þráðar
johnnyt
Innlegg: 201
Skráður: 11.jún 2010, 21:32
Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson

Re: Affelganir á fjöllum

Postfrá johnnyt » 06.jan 2016, 09:43

Takk kærlega fyrir þessi svör. Var mjög fróðlegt en vona samt að ég þurfi ekki að nota þessa kunnáttu, en betra að vita eitthvað hvað maður þarf að gera ef maður lendir í þessi. Var aldrei ætlunin að nota kveikjara og gas :)
Ég er með Wincar dælu úr Stillingu og ætti hún ekki að geta græjað þetta ef óhappið verður ?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Affelganir á fjöllum

Postfrá Sævar Örn » 06.jan 2016, 09:52

jújú það er bara spurning um aðstæður, sum dekk á sumum felgum eru einfaldlega erfiðari en önnur, ég var heppinn á mínu affelgunartímabili að ég var með 12.5" breið dekk og svo 10" breiðar felgur, mjúk dekk, svo það var yfirleitt mjög auðvelt að koma þeim upp á, missti aldrei báða kantana af, bara þann ytri...

lét svo sjóða stærri kant á felguna og þá hætti þetta affelgunar kjaftæði alveg

ég moka alltaf holu sem felgan passar í og stend svo í miðjunni, heljarmenni 120 kg bolti, og dæli svo í, líkar það mun betur en hugmyndin með a búa til sprengju úr dekkinu, þá þarf maður líka að vera snöggur að dæla í því þegar gasið kólnar í dekkinu sogast það saman og getur jafnvel affelgað dekkið strax aftur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir