Síða 1 af 1

Loftdælu pæling

Posted: 03.jan 2016, 10:12
frá draugsii
Sælir félagar og gleðilegt nýtt ár. Hvernig er það þegar maður tengir saman tvær loftdælur þarf ekki að vera einstefnuloki frá hvorri fyrir sig?

Re: Loftdælu pæling

Posted: 03.jan 2016, 11:20
frá tnt

Re: Loftdælu pæling

Posted: 03.jan 2016, 11:35
frá villi58
Best er að hafa einstefnuloka og aflestun á lögn frá pressum, aflestunin þýðir að pressan fer í gang á þrýstingslausa lögn.
Þú getur séð þetta á venjulegum loftpressum t.d. bílskúrspressum og verkstæðispressum.
Ég notaði pressustat á rafmagnspressuna í bílnum, pressustat af lítilli bílskúrspressu.
Pressustat og aflestunarlokar fást í Straumrás eða Landvélum og víðar eða fengið þetta af pressu sem mótor eða pressan sjálf hefur bilað.

Re: Loftdælu pæling

Posted: 03.jan 2016, 12:42
frá draugsii
Þetta grunaði mig Takk fyrir svörin

Re: Loftdælu pæling

Posted: 04.jan 2016, 08:17
frá jongud
Í rauninni á það ekki að þurfa af því að það er jú einstefnuloki við úttakið á pressunni eða á hverjum stimpli. Hins vegar, eins og sagt var hér að ofan, þá er betra fyrir pressurnar að byrja á aflestaðri lögn. Og margir einstefnulokar eins og t.d. á kælipressum eru ekki eins þéttir og þeir sem eru settir á lagnirnar.