Loftdæla fyrir læsingar


Höfundur þráðar
Konni Gylfa
Innlegg: 70
Skráður: 08.maí 2013, 23:26
Fullt nafn: Konráð Gylfason

Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá Konni Gylfa » 03.jan 2016, 05:41

Sælir.

Langar að forvitnast um loftdælur fyrir læsingar.
Var að kaupa LC80 og er A/C dælan notuð sem loftdæla. Ég vil vera með auka dælu fyrir læsingarnar og er að spá í hvort maður þarf að vera með ARB dælu eða getur maður notað venjulega loftdælu eins og td fini? Ég á loftdælu en veit bara ekki hvernig þetta er græjað og hvort ég get notað hana við þetta. Endilega fræðið mig og ef eitthvað þarf að kaupa í þetta eins og td ARB þá væri gott að vita hvað það kostar.

Kv Konráð




Elisvk
Innlegg: 23
Skráður: 17.apr 2013, 09:37
Fullt nafn: Elís Viktor Kjartansson

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá Elisvk » 03.jan 2016, 05:46

getur notað hvaða dælu sem er ef þú notar þrýstijafnara. Held ég sé ekki að ljúga að þér með það. Er nokkuð viss að alvöru dælur ætlaðar sér fyrir læsingar séu töluvert dýrari.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá villi58 » 03.jan 2016, 07:50

Oftast eru ódýru dælurnar ekki að þola að byggja upp þrýsting sem þarf fyrir læsingar, líftíminn verður frekar stuttur. Þær eru frekar gerðar til að dæla beint í dekk og mega ekki ganga lengi í einu.
ARB eru dælur til að halda uppi þrýsting t.d. fyrir læsingar og ég held að þær hafi reynst þokkalega í það en með allar þessar rafmagnsdælur þarf að passa upp á að ofhita þær ekki.
Ég mæli með því að hafa rafmagnsdælu fyrir læsingar en AC dælu til að dæla í dekk.
Sumar rafmagnsdælur eru með hitaútslátt sem er nauðsinlegt.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá Izan » 03.jan 2016, 10:14

Sælir.

Væri gaman að vita hvað menn gera við þrýstijafnafa í loftlæsingatengingum.

Ég hef notað fini og gengið vel. Aðalmálið er að læsingin þarf háann þrýsting og það má ekki klikka, annars skemmist læsingin. Ég er með pressostat til að stjórna loftþrýstingnum og annað sem er ekki með diffrens til að slá læsingunni út ef þrýstingurinn fellur.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
Konni Gylfa
Innlegg: 70
Skráður: 08.maí 2013, 23:26
Fullt nafn: Konráð Gylfason

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá Konni Gylfa » 03.jan 2016, 22:42

Hvar fær maður ARB dælu og vitið þið hvað verðið er á henni?


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá Heiðar Brodda » 04.jan 2016, 00:01

Arb er hjá bilabuð benna annars er ekkert að því að finna hana notaða jú svo getur þú pantað af netinu kv Heiðar


Höfundur þráðar
Konni Gylfa
Innlegg: 70
Skráður: 08.maí 2013, 23:26
Fullt nafn: Konráð Gylfason

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá Konni Gylfa » 06.jan 2016, 12:39

Jæja.

Ég er að spá hvort ekki sé í lagi að ég noti mína loftdælu sem er frá stírisvélaþjónustunni og tengi hana inn á kútinn sem er undir búlnum og hafi það fyrir læsingarnar, og noti þá a/c dæluna bara beint í loftslönguna til að dæla í dekkin. Hvaða búnað þarf maður að kaupa til að dælan haldi réttum þrýsting fyrir læsingarnar? og er þetta ekki eitthvað sem er hægt að gera með góðu móti?

Kv Konráð

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá jongud » 07.jan 2016, 08:51

Konni Gylfa wrote:Jæja.

Ég er að spá hvort ekki sé í lagi að ég noti mína loftdælu sem er frá stírisvélaþjónustunni og tengi hana inn á kútinn sem er undir búlnum og hafi það fyrir læsingarnar, og noti þá a/c dæluna bara beint í loftslönguna til að dæla í dekkin. Hvaða búnað þarf maður að kaupa til að dælan haldi réttum þrýsting fyrir læsingarnar? og er þetta ekki eitthvað sem er hægt að gera með góðu móti?

Kv Konráð


Þetta hljómar ekki illa. Það er hægt að fá stillanlegt pressustat sem er bara skrúfað inn á loftlögnina frá dælu. Landvélar og barki ættu að eiga svoleiðis.
Mesti loftþrýstingur fyrir ARB læsingar er 110psi eða um 8kg/cm2 og það minnsta er minnir mig 80psi. Þeir ættu að vita allt um það hjá Bílabúð Benna og svo eru líklega einhverjar upplýsingar um það á netinu.

Annað sem ég heyrði varðandi loftlæsingar; nú eru Pajero afturhásingar að verða vinsælar, enda sterkar og flestar með original loftlæsingum, en þær þola ennþá minni þrýsting en ARB læsingarnar. Þannig að þá þarf vinnuþrýstingurinn að vera enn minni, en ég man ekki hverjar tölurnar voru.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá grimur » 10.jan 2016, 02:40

Original loftlæsing í Pajero?
Ég man ekki eftir að hafa séð neitt um það, fann eitt youtube myndband með einhverju membru loft systemi kenndu við Pajero....virtist ekki vera fráleitur búnaður samt.
Kv
G


gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá gunnarb » 10.jan 2016, 09:54

Aron hjá Breyti selur líka ARB, hann var ódýrari en Bílabúð benna þegar ég keypti læsingu síðast. Það er vel hægt að úbbúa þetta þannig að þú sért með þetta á samam kerfið og dekkin, en það er alltaf gott að vera ekki með "single point of failure". Þegar þú ferð a dæla í dekkin missirðu mögulega þrýsting af lásunum og þeir eiga að vinna á tilteknum þrýstingi. Ef loftdæla bilar geturðu sníkt loft í dekkin hjá ferðafélögum, en tæplega loft í lásana :) Það er búið að setja ARB í svo marga bíla hér að það lumar örugglega einhver á notaðri ARB dælu og kút sem þú gætir fengið fyrir lítið.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá jeepcj7 » 10.jan 2016, 11:49

Pajero er með loftlás sem vinnur á að mig minnir ca.1 bari og er aldrei vesen á ólíkt arb.
Það er bara pínulítil rafmagnsloftdæla sem setur lásinn á og er staðsett í hólfinu undir aftursætinu í pajero en er niðri á grind í L200.
Það liggur við að það sé hægt að blása lásinn á ef dælan myndi bila bara snilldar búnaður.
Heilagur Henry rúlar öllu.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Loftdæla fyrir læsingar

Postfrá grimur » 10.jan 2016, 19:54

Þetta er sniðugt. Semsagt membru unitið er að vinna á lagum þrysting. Eg hef notað loft af soggrein til að setja i dekk, þetta gæti unnið a svipaðan hátt með kút og þrýstijafnara, eða bara með litilli dælu druslu. Að nota loft af soggrein i turbodiesel er að mínu mati það tryggasta þrýstiloft sem maður kemst í....ekki mikið að gera við loft ef mótorinn virkar ekki hvort sem er.
...langaði bara að benda á þennan möguleika með þrýstiloft aftur þar sem þetta virðist vera pínu gleymdur möguleiki.
Ég notaði þetta mikið í Galloper sem ég átti og virkaði firna vel, setja aðeins í rörið og dekkin þöndust upp á augabragði....nóg flæði ef slöngurnar eru nógu sverar.
Rafmagnsdæla til að bæta í fyrir malbikið, ekkert mál, en alltaf loft til að redda sér. Setti dekk á felgu með þessu fyrir ferðafélaga einu sinni og virkaði ótrúlega.

Kv
G


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir