Síða 1 af 1
Ford F 250 Startar ekki
Posted: 02.jan 2016, 11:52
frá villi
Daginn og gleðilegt árið. Ég er með ford F 250 árg 2001 sem neitar að starta. Forsaga málsinns er að ég var að starta og svo var bara nánast eins og geymaskónum hefði verið kippt af og þar með var hann straumlas. Setti svo kapla á hann en hann vill ekki starta, það smellur í einhverju framí húddi við að reyna start en ljósin í mælaborðinu dofna ekki eins og maður er vanur á hálf straumlausum bíl
Kv Villi
Re: Ford F 250 Startar ekki
Posted: 02.jan 2016, 12:56
frá Hagalín
Er ekki bara startrealy farið eða startarinn sjálfur?
Re: Ford F 250 Startar ekki
Posted: 02.jan 2016, 13:02
frá villi
Mig grunar það en er ekki kominn svo langt að ath þetta. langaði bara að athuga hvort einhver annar hefði lent í þessu
Kv Villi
Re: Ford F 250 Startar ekki
Posted: 02.jan 2016, 15:20
frá Fordinn
Fæði vírinn frá rafgeymi og í öryggjabrettið inní bíl gæti verið að tærast í sundur, það er tenging inn í brettinu bílstjorameginn sem vatn kemst í og tærist svo í burtu og getur valdið svona veseni og mörgu öðru furðulegu. ætlaði aldrei að finna út hvað var að bílnum þvi ef eg mældi á öryggin fekk eg alltaf straum enn hann náði ekki að starta nema endrum og sinnum. minn er 2002 árg.