Síða 1 af 1

Umræða um hækkaða subarua

Posted: 01.jan 2016, 04:10
frá liftedsubarufan
Mér langar að starta hérna smá umræðu um hækkaða subarua þar sem ég rakst á nokkra þegar ég var að fræða mig á netinu og fór að pæla hvernig þessir bílar myndu vera að virka sem svona mini jeppar og hvort þetta færi ekki helling með smá læsingum og dekkjum íslensku leiðina :P ætla að láta nokkrar myndir fylgja með
bMk9AWV.jpg
bMk9AWV.jpg (432.1 KiB) Viewed 7014 times

4939623377_1d16b8f743_z.jpg
4939623377_1d16b8f743_z.jpg (138.23 KiB) Viewed 7014 times

c3d937d43764df92acd4e061eafe3196.jpg
c3d937d43764df92acd4e061eafe3196.jpg (83.15 KiB) Viewed 7014 times

d2fae8afbab81b38ec5a08d2354abd1a.jpg
d2fae8afbab81b38ec5a08d2354abd1a.jpg (11.25 KiB) Viewed 7014 times

kOZL7Ux.jpg
kOZL7Ux.jpg (431.09 KiB) Viewed 7014 times

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 01.jan 2016, 04:18
frá jeepcj7
Þetta hefur svo sem verið gert hérna.
viewtopic.php?f=5&t=22382

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 01.jan 2016, 04:46
frá liftedsubarufan
en svona í leiðini hversu stór dekk er öruglega hægt að setja undir 1gen imprezu með hi/lo gírkassanum ??

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 01.jan 2016, 12:56
frá heidar69
Mér lýst vel á að þú hækkir subaru.. Ég hef hækað tvo einn á 30" 1990 og hinn á 33" 1997 minnir mig setti í hann læsingar og auka millikassa og lægri hlutföll..
10400100_1091797172468_9637_n.jpg
10400100_1091797172468_9637_n.jpg (33.56 KiB) Viewed 6866 times

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 01.jan 2016, 14:00
frá liftedsubarufan
En veistu svona hvar limitiđ er á upprunalega kassanum veit ađ blái wagonin er á 29" sem er víst vinsælast úti í usa međ gírkassanum úr gömlum subaru gamli hi/lo en usa forumiđ vissi ekkert um evrósku imprezuna þar sem hún var ekki framleidd međ hi/lo kassa þar og

Btw. Suddalega flottur súbbi

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 12.feb 2016, 15:17
frá Höfuðpaurinn
Það er nú gaman að þessu, svo sem ekki mikið mál að lyfta þessu aðeins, bara spurning hversu hátt maður vill fara.

Þessi er bara með klossum og aðeins tekið úr drullusokkunum að framan, tæplega 28" dekk.
Gengur bara erfiðlega að finna útvíðar felgur sem passa, langar að fara í +30"

Image

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 12.jan 2017, 09:44
frá HjaltiB
ja hérna, fann þennan árs gamla þráð.
ég er með smá pælingu, hvernig er final drifið í þessum gírkössum (hi/low), er lítið mál að fiffa læfri hlutföll í hann, sumir komu með 4.11 orginal, er hægt að fá t.d 4,88?

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 12.jan 2017, 14:57
frá Höfuðpaurinn
Ég var nú bara með sjálfskiptan, ekki hi/low, mér skylst að það séu önnur hlutföll í þeim.
Man þetta ekki allt en google vildi meina að ef maður væri með hi/low væri mjög fínt að skella afturdrifi úr ssk til að lækka, svo ef maður vildi fara lægra, þá var nú hægt að fá frá ástralíu eða álíka, en það var rándýrt.
Svo vildu einhverjir meina að Subaru væri eins og Lego, ef maður fyndi eitthvað álitlegt í öðrum Subaru, þá ætti að vera hægt að láta það passa :)

Það er náttúrulega ein impreza hérna komin á 30", held einmitt að hann sé að skoða hlutfallamál til að komast á 33"

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 12.jan 2017, 20:36
frá kaos
Ég er nú ekki alveg sannfærður um þessa Lego kenningu, nema þá í einhverjum "if it doesn't fit, use a bigger hammer" skilningi :-)

Ég minnist þess fyrir nokkrum árum þegar ég bjó í bænum, að bróðir minn var tvisvar búinn að fá sendan vitlausan kúlulið við hjól í Subaru, og endaði á að senda mér ónýta liðinn svo ég gæti tekið rúnt á varahlutaverslununum og gengið úr skugga um að ég hefði rétta liðinn, svona áður en bílverðið væri farið í flutningskostnað. Eftir töluvert höfuðklór á ýmsum stöðum kom í ljós að það var öðruvísi liður í þessum Subaru en flestum á þeim aldri, afþví að hann var með lágt þak í staðinn fyrir upphækkaða toppinn sem þeir voru oftast seldir með. Nei, ég næ því ekki heldur. En eftir það er ég skeptískur á að íhlutaflóra Subaru sé mjög einföld eða útskiptanleg.

Ég vil samt síst draga úr því að menn leiki sér með þessa bíla. Þeir eru að mörgu leiti þrælskemmtilegir, og væri gaman að sjá einum breitt úr hálfjeppa í aljeppa.

--
Kveðja, Kári.

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 12.jan 2017, 21:58
frá HjaltiB
Höfuðpaurinn wrote:Ég var nú bara með sjálfskiptan, ekki hi/low, mér skylst að það séu önnur hlutföll í þeim.
Man þetta ekki allt en google vildi meina að ef maður væri með hi/low væri mjög fínt að skella afturdrifi úr ssk til að lækka, svo ef maður vildi fara lægra, þá var nú hægt að fá frá ástralíu eða álíka, en það var rándýrt."



en hvernig breytir hann þá frammdrifinu (sem er byggt inn í gírkassannkassann)

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 13.jan 2017, 03:04
frá grimur
Þetta er skemmtilegt dæmi. Ég hef verið að pæla í að setja Hilux hásingar, gír og millikassa undir Súbba.
Styrkja undirvagn smá en enga sjálfstæða grind. Stýrismaskína er höfuðverkur en ekki ógerningur, bara tjakk á hásingu og aftengja tjakkinn í maskínunni sjálfri.
Slatta af liðum á stýrislegg auðvitað.
Þetta væri allavega öðruvísi bíll. Ég er alltaf veikur fyrir Baja útgáfunni.

Kv
Grímur

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 15.jan 2017, 11:04
frá Höfuðpaurinn
HjaltiB wrote:en hvernig breytir hann þá frammdrifinu (sem er byggt inn í gírkassannkassann)

það var einmitt það sem ég hugsaði þegar ég var að spá í þessu, en þar sem ég tók þetta ekkert lengra, þá þurfti ég ekkert að spá meira í þessu.

Kári wrote:Ég er nú ekki alveg sannfærður um þessa Lego kenningu, nema þá í einhverjum "if it doesn't fit, use a bigger hammer" skilningi :-)

Ég minnist þess fyrir nokkrum árum þegar ég bjó í bænum, að bróðir minn var tvisvar búinn að fá sendan vitlausan kúlulið við hjól í Subaru, og endaði á að senda mér ónýta liðinn svo ég gæti tekið rúnt á varahlutaverslununum og gengið úr skugga um að ég hefði rétta liðinn, svona áður en bílverðið væri farið í flutningskostnað. Eftir töluvert höfuðklór á ýmsum stöðum kom í ljós að það var öðruvísi liður í þessum Subaru en flestum á þeim aldri, afþví að hann var með lágt þak í staðinn fyrir upphækkaða toppinn sem þeir voru oftast seldir með. Nei, ég næ því ekki heldur. En eftir það er ég skeptískur á að íhlutaflóra Subaru sé mjög einföld eða útskiptanleg.

Ég lenti einmitt í svipuðu og fékk þau svör að amerískt vs. evrópa/asía útgáfur.
En svo hef ég heyrt að menn hafi einmitt leyst svona mál með stærri hamri :)

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 17.jan 2017, 04:05
frá grimur
Það var nú allavega þannig að margt gekk á milli, en ekki endilega á augljósa mátann. Kúluliðir t.d. gátu passað og hægt að blanda öxlum þannig saman þó að rílur væru mismunandi á sjálfskiptu og beinskiptu.
Annars er þetta eins og með alla bíla, hitt og þetta passar milli gerða og annað ekki, og erfitt að henda reiður á nákvæmlega hvers vegna.
Kv
Grímur

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 09.apr 2017, 13:36
frá hell
Datt inn á þennan þráð
Er sjálfur með upphækkaða Imprezu (fór reyndar gömlu leiðina, lyfti og setti mjó dekk undir (175/80r16 sem er víst í grend við 27" ))
Og hann er búinn að standa sig vel í vetur

Þannig að núna er verið að skoða hvort ég fari "nýju" íslensku leiðina fyrir næsta vetur

En varðandi legó pælinguna þá virðist 90% af EJ dótinu passa saman
Og lægstu orginal hlutföll sem ég hef rekist á eru 4,44/1

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 09.apr 2017, 21:23
frá Höfuðpaurinn
hell wrote:Datt inn á þennan þráð
Er sjálfur með upphækkaða Imprezu (fór reyndar gömlu leiðina, lyfti og setti mjó dekk undir (175/80r16 sem er víst í grend við 27" ))
Og hann er búinn að standa sig vel í vetur

Þannig að núna er verið að skoða hvort ég fari "nýju" íslensku leiðina fyrir næsta vetur

Lyftir þú öllu eða bara hluta :)
Þ.e. settir þú bara klossa ofan á gormana eða lækkaðir þú drifbúnaðinn (bodylift)?

Hvað felur "nýja" leiðin í sér?

Re: Umræða um hækkaða subarua

Posted: 09.apr 2017, 23:51
frá hell
Það slapp til að setja bara forester fjöðrun og 2cm klossa
Er ekki kominn með öxlana á tamp en þeireru nálægt því þannig að fyrir meiri hækkun þá þarf ég að síkka niður kramið
"Nýja" leiðin er breiðari og hærri dekk + að skera úr (þurfti ekkert að skera eins og hann er)

Næsta skref er að fá lánuð dekk til að finna út hversu stórt ég ætla að fara (bera við, þar sem dekkin verða að passa innan brettis)
Og svo finna út hvernig ég get látið þau passa og funnkera undir bílnum