Síða 1 af 1

Bella í prufu túr

Posted: 25.des 2015, 19:33
frá sukkaturbo
Jæja það náðist loksins að prufa Bellu og ekki í neinum smá snjó tveir til þrír metrar í snjódýpt frost um 7 stig og ekkert flot og snórinn eins erfiður og hægt er að hafa hann ekkert flot eða skel bara frosinn salt snjór og þjappaðist ekkert. Er á 44" og ekkert loft í dekkunum bara opið.Hlutföll 4:88 og diskalásar.Prufaði að ganga í slóðinni en sökk þar í slóðinni sjálfri í klof. Lagði ekki í að ganga utanslóðar þá hefði ég orðið úti eð þurft þyrlu til að ná mér upp.
sjá linka:
https://www.youtube.com/channel/UClly-w ... Hkw/videos

Re: Bella í prufu túr

Posted: 26.des 2015, 13:05
frá íbbi
það er ekki annað að sjá en að hún sé seig í snjónum, ekki við öðru að búast kannski heldur

Re: Bella í prufu túr

Posted: 26.des 2015, 13:11
frá olei
Mjög hentugt að geta farið í jeppatúr rétt við verkstæðisdyrnar, sparar eldsneyti og nesti!
Virðist vera feiknarlegt flot í Bellu, hörkugræja hjá þér Guðni.

Re: Bella í prufu túr

Posted: 26.des 2015, 16:38
frá Járni
Næst er að siga henni á lágheiðina, ekki satt?

Re: Bella í prufu túr

Posted: 26.des 2015, 17:27
frá sukkaturbo
Sælir félagar þar sem ég er ekki kominn með númerin á þá fór ég ekk lengra fra verkstæðínu og líka stutta að fara til að fá sér kaffi. Bella fer í skoðun 11.01.16. Á að geta fengið númerin viku fyrir skoðun ef ég skil það rétt.Er að græja undir hana 38" Mudder var að skera hann til í dag og ætla að hafa hann á 12" felgum